Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 19

Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 19
sjúkrahúsi er á staðnum, sem systurnar reka. Nunnurnar setja fallegan svip á bæinn. Þær voru fátækar af veraldlegum auð og unnu fyrir sér með sumarbúðum fyrir ung böm og seinna stofnuðu þær prentsmiðju og gerðu það með hógværum glæsibrag. Tvær þeirra lærðu prent og um margra áratuga skeið önnuðust þær alla prentvinnu á staðnum og svo mikil var snyrtimennskan, að prentsmiðjan var eins og fegursta stofa í íbúðarhúsi. Maturinn í Breiðafjarðareyjum þótti kröftugur og orkumikill. Jón Pétursson bóndi í Brokey og fálka- fangari átti 30 börn, hið síðasta á níræðisaldri. Geri nútímamenn betur. Hann var mjög úrræðagóð- ur. Sjávarföll voru látin knýja kornmyllu og sjást enn leifar hennar. Fyrst var siglt út í Þórishólma og sáust þar stöku lundar, rita og fýll (múkki) með ungum. Síðan var farið til Klakkseyja (Dímon) sem eru stuðlabergseyjar og snýr stuðlabergið alla vega og myndar ótrúlega fallega umgjörð um þetta listaverk náttúmnnar. Þama var mikið af toppskarfi, sem breiðir út vængi sína til þurrkunar allan liðlangan daginn. A einum stað er örmjó gjá í bergveggnum, sem kölluð er gálgagjá. Þar vom dæmdir saka- menn hengdir í gálga, sem komið var fyrir ofan á gjánni og svo voru þeir látnir veðrast, þangað til næst var ferð með fanga. Þarna réð réttlæti ríka mannsins og landeigandans og oft var sökin óveruleg, kannski stuldur sér til matar, sem nú á dögum er ekki refsivert. Siglt var um Hvammsfjarðar- röstina, sem er svo straumþung, bæði í útfalli og aðfalli, að straum- urinn fer upp í 25 km á klst þegar mest er og munurinn á flóði og fjöm er allt að 5 metmm. Og margir hafa hugleitt að virkja strauminn til rafmagnsframleiðslu Eyjamar á Breiðafirði voru sagðar óteljandi, það fer eftir flóði og fjöru hve margar sjást. Nú var kastað út plógi smástund og þegar híft var upp kom í ljós hörpuskel. ígulker, sólstjömur, kúskel og fleiri furðufiskar. Ferðamönnum var boðið að Rínardal og Svartaskógi. Einn ferðalanganna heyrðist segja stundarhátt: „Eg vildi að ég væri sofnaður, vaknaður aftur og byrjaður að éta.“ A meðan snætt var vom vélar skipsins stöðvaðar og báturinn vaggaði sér mjúklega í logninu og blíðviðrinu á einum besta degi, sem komið hefur í sumar. Nú var siglt til lands, bátsverjar kvaddir og strikið tekið til Reykja- víkur eftir smá-innlit á sýningu um 70 ára fórnfúst starf nunnanna í Stykkishólmi. Það er enginn vafi á því, að starf systranna í Klaustrinu hefur haft varanleg áhrif til góðs á lífið í Stykkishólmi og reyndar á þjóðlífið á landinu öllu. Það er ótrúlegt hvað svo fáar konur hafa komið miklu í verk. Þær sanna málsháttinn, að trúin flytur fjöll. Þegar við ókum framhjá Esjunni okkur kæru vom síðustu snjóskaflarnir horfnir. Við komurn kl. níu á Umferðarmiðstöðina og yndislegri ferð var lokið. Við þökkum bílstjóranum okkar, Ragnheiði, fyrir aksturinn gallalausa, fararstjórunum okkar og Georg Páli formanni, sem hitti okkur í Stykkishólmi og fór með okkur í siglinguna. Menn bíða spenntir næstu ferðar. Texti og myndir: Olafur H. Hannesson Sýnishorn af prentverki systranna í Stykkishólmi. smakka. Margir voru hrifnir af ígulkerjahrognum, en hörpuskelin var mjög bragðgóð og breyttust margir þarna í villimenn og átu hrogn og hörpuskel hráa og sumir sögðu hálflifandi. Eftir þennan forrétt var slegið upp hlaðborði af dýrindis gerð. Sjávarréttir, lundi, hangikjöt, síld, sjávarrétta-paté, hreindýra-paté, og síðan og ekki síst sjávarrétta- salat með hörpuskel, humri, rækju og fleira góðu. Þessu vom öllu gerð góð skil og menn tví- og þrí- hlóðu diskana og öllu var skolað niður með bjór og eðalvínum frá Fjórir reynsluboltar í postulínsstoppi í Borgarnesi. Fyrir utan Fimm fiska. PRENTARINN ■ 19

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.