Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 20

Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 20
Miðdalsmótið, golfmót Féiags bókagcrðarmanna, fór fram á golfvelli Daibúa i Miðdal 12. ágúst. Þetta var í ellefta sinn sem við héldum golfmót í Mið- dal. Að þessu sinni voru kepp- endur 42. Eftir kaffiveitingar var keppend- um raðað á teiga og hófst mótið kl. 11.00 undir stjórn Jóns Þ. Hilmarssonar. Allir þátttakendur fengu afhenta teiggjöf frá FBM, sem var golfhandklæði merkt Félag bókagerðarmanna. Eins og áður voru veðurguðimir í spari- skapinu, slepptu rigningunni og vindinum en voru með sól og blíðu með yfir 20 stiga hita. Þátttakendur lýstu mikilli ánægju með golfvöllinn í Miðdal sem væri í mjög góðri umhirðu, þannig að ástand vallarins kom ekki í veg fyrir að keppendur gætu sýnt sínar bestu hliðar við að koma hvítu kúlunni á sinn stað. En Bjarni Daníelsson starfs- maður FBM og ábúandi í Miðdal hefur umsjón með golfvellinum. Keppt var um farandbikar FBM ásamt eignarbikar fyrir fyrsta sæti með forgjöf. Postillon-bikarinn var veittur fyrir fyrsta sæti án for- gjafar. Eignarbikar í kvennaflokki og eignarbikar fyrir fæst pútt. Einnig voru veittar viðurkenning- ar fyrir að vera næst holu á 5. og 8. braut og lengsta teighögg á 3. braut. Aðalstuðningsaðili mótsins sem og undanfarin ár var Hvítlist er veitti fjölda verðlauna. Fæmm við Hvítlist bestu þakkir fyrir stuðninginn. I mótslok var boðið var upp á léttar veitingar sem þátttakendur tóku hraustlega við eftir frábæran og skemmtilegan keppnisdag. Fyrstu verðlaun með forgjöf og Farandbikar FBM hlaut Arnar O. Richardsson með 37 punkta, í öðru sæti varð Oddgeir Sæmunds- son með 37 punkta og í þriðja sæti varð Kristinn Friðriksson með 31 punkt. Postillon-bikarinn, fyrstu verð- laun án forgjafar vann Kristinn Friðriksson með 76 högg, í öðm sæti varð Albert Elísson með 79 högg og í þriðja sæti varð Gunnar Már Gíslason með 80 högg. Kvennabikarinn, með forgjöf, vann Sigurlaug Björk Guðmunds- dóttir á 29 punktum, í öðm sæti varð Sigrún Sæmundsdóttir með 28 punkta og í þriðja sæti Anna Þorkelsdóttir með 22 punkta. Pútt- meistari varð Sigurjón Þ. Sigur- jónsson með 28 pútt. Að þessu sinni og jafnframt í fyrsta sinn var sami aðili, Kristinn Friðriksson, með lengsta teighögg á 3. braut og næst holu á 5. og 8. braut. Auk þess var dregið úr skorkort- um. Þannig fengu allir keppendur viðurkenningu fyrir þátttökuna. Að þessu sinni kom upp mis- skilningur vegna þess að við út- reikning var notað forrit frá GSÍ til að reikna út röð keppenda og stemmdi því ekki alltaf sú forgjöf er keppendur gáfu upp við forgjöf í klúbbum. Skor keppenda má ftnna á heimasíðu Dalbúa. golf.is/gd Það er alltaf til leiðinda þegar ágreiningur er um forgjöf. Því er það íhugunarvert upp á framtíð- ina, hvemig fyrirkomulag verður viðhaft í næsta Miðdalsmóti. Allavega verður næsta Miðdals- mót í ágúst 2007. F.v. Sœmundur Arnason ogArnar O. Richardsson. F.v. Sœmundur Arnason og Kristinn Friðriksson. Eggert ísólfsson skákmeistari FBM 2006 Hraðskákmót FBM 2006 var haldið sunnudaginn 12. nóvember s.l. Tefldar voru fimm mínútna skákir. Eggert ísólfsson vann mótið með 9 vinninga af 10 mögulegum, í öðru sæti með 7 1/2 vinning var Georg Páll Skúlason og í þriðja sæti var Birgir Sigurðsson með 4 1/2 vinning. 20 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.