Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 22

Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 22
Pétur Ingólfsson í vinnustofu sinni í Hrafnagilsstrœti árið 2005. Bœkur innbundnar af Pétri fyrir safnara í Reykjavík. Jón Sigfússon lærði ungur bók- band hjá Sigfúsi Jónassyni í For- sæludal og var síðan vinnumaður á ýmsum stöðum. Jón ætlaði ávallt í búskap, en gekk illa að fá kot þar til hann fékk keypt Hal- landsnes á Svalbarðsströnd. Það var árið 1946 og þar bjó hann í 22 ár. Síðustu árin á Hallandsnesi var Jón farinn að heilsu og var bókbandið þá orðið að hans aðal- starfi. Hann safnaði bókum frá 15 ára aldri og féllu aðeins úr tvö ár af bókakaupum. Það var þegar hann keypti Hallandsnes og þegar hann seldi það aftur og keypti hús á Akureyri. Það var árið 1968. Fyrir utan heilsuleysið var hann jafnframt bæklaður, sem hefur lagst þungt á hann, því hann þótti mjög skapstirður. Hann starfaði einungis við bókband á Akureyri og batt t.d. mikið fyrir Þorleif Bjarnason, fyrir utan eigin bækur. Jón keypti áhöld Anders Olafs- sonar, að frátöldum skurðarhníf Anders sem Lárus Zophoníasson fékk. Þegar Jón fékk gyllingarvél Anders, hætti hann að gylla í höndunum. En til þess að geta notað suma fílettana áfram, lét hann saga efsta lagið af boganum á nokkrum þeirra og rétta bogann af og sjóða á koparstykki. Var þá hægt að nota þá í gyllingarvél- inni. Leifur Eiríksson keypti síðar I 22 ■ PRENTARINN gyllingarverkfæri Jóns, en vélin er nú hjá Bókbandsverki í Kópa- vogi. Jón Sigfússon var ekki lærður bókbindari og var því ekki í bók- bindaratalinu frá 1976. Svanur Jóhannesson bókbindari vann að gerð þess og var það eftir upplýs- ingum frá Lárusi Zophoníassyni um bókbindara á Akureyri að Jón var ekki talinn með. Jón var mjög reiður út í Lárus, og næst þegar Lárus kom við hjá Jóni var hann samstundis rekinn á dyr. Annar ólærður maður á Akur- eyri sem stundaði eitthvað bók- band var Kolbeinn Sigmundur Guðvarðarson. Hann var úr Arnar- neshreppi og var vinnumaður í mörg ár á Hvammi í Möðrudal, á Hlöðum, Dagverðareyri og víðar. Batt hann fyrir lestrarfélög Glæsi- bæjarsóknar, Bægisársóknar, Lög- mannshlíðar, Árskógsstrandar og Glerárþorps. Einnig batt hann mikið fyrir Steindór Steindórsson á Hlöðum. Steindór valdi oft að setja bækur í einfalt ódýrt band, fyrir honum var lélegt og ljótt band betra en ekkert band, sem ekki á að vera. Band Kolbeins var ógyllt, illa bundið og stíft í opnun. Hann var á Akureyri frá því eftir stríð til um 1960. Undir lok aldarinnar varð fátt um bókbindara sem tóku að sér handband. Geta má um Pétur Ingólfsson, en hann flutti til Akur- eyrar 1995 og setti upp aðstöðu á heimili sínu í Hrafnagilsstræti 6 og í nóvember 2005 í Norður- byggð 16. Pétur er sonur Ingólfs Sigurgeirssonar bónda og bókbind- ara í Vallholti í landi Stafns í Reykjadal. Lærði Pétur bókband af föður sínum og þá fyrst til að aðstoða hann við gyllingu. Tók hann við viðskiptum föður síns er hann hætti að binda inn eftir 60 ára starf við iðnina og þá sérstak- lega varðandi rit eins og Árbók Þingeyinga. Eins og áður kom fram, keypti Prentsmiðja Bjöms Jónssonar vinnustofu Sigurðar Þorsteinsson- ar árið 1943, í þeim tilgangi að koma þar upp bókbandsdeild. Anders Olafsson var ráðinn þangað sem verkstjóri, sem hann gegndi til 1947. í janúar 1946 kom upp eldur í skúrbyggingu sem áföst var við Hafnarstræti 93 og hýsti bókbandsstofuna. Tókst fljótlega að slökkva eldinn, en efni og verkfæri eyðilögðust að mestu. Voru þá keypt verkfæri vinnustofu Árna Árnasonar og flutt í prentsmiðjuna. Þá var Jóhannes Júlíusson lær- lingur hjá Árna og fylgdi hann verkfærunum til prentsmiðjunnar þar sem hann lauk námi. Þórarinn Loftsson (1915-1992) hafði lært hjá Árna og starfað hjá honum til ársloka 1942. Réðst hann þá sem sveinn til Prentsmiðju Björns Jónssonar, en hann fékk ekki sveinsbréf fyrr en 1972 þótt hann hefði lokið námi 1936. Tók hann við verkstjórn af Anders. Árið 1950 var öllu bókbandi hætt í prentsmiðjunni. Jóhannes Júlíusson og Þorvaldur Kr. Jóns- Bœkur innbundnar af Jóhannesi Júliussyni, Þorvaldi Kr. Jónssyni og Þórarni Loftssyni. son vom þar sveinar. Þorvaldur var ekki heilsugóður sem ungling- ur. Var honum komið 15 ára gömlum til Áma Árnasonar, mest til þess að hann hefði eitthvað fyrir stafni. En það nægði til þess að hann fór á samning hjá Prent- smiðju Bjöms Jónssonar. Jóhannes og Þorvaldur fengu, ásamt Þórami, leyfi til að starfa áfram í prentsmiðjunni fyrir eigin reikning og höfðu þeir afnot af húsnæði bókbandsstofunnar ásamt verkfærakosti. Eina bókbandsvél prentsmiðjunnar var saumavél, en hafa höfðu þeir ekki þörf fyrir þar eð þeir tóku einungis að sér handband. Gyllingarvél höfðu þeir ekki. Þeir höfðu einn stóran viðskiptavin sem hélt stofunni gangandi, en það var Gunnar Hall bókasafnari. Einnig bundu þeir mikið fyrir Þorstein M. Jónsson. Þorvaldur hætti í bókbandi 1952 og sneri sér að öðmm störfum, en næstu hálfa öldina stundaði hann nokkuð handband sem aukastarf á heimili sínu. Hann var góður bókbindari. Jóhannes Júlíusson var sérlega sérvitur maður og fór sínar eigin leiðir, en besti strákur. Hélt hann ásamt Þórarni úti vinnustofunni til 1957 og fluttist þá til Hafnarfjarðar en Þórarinn hóf störf í bókabúð. Árið 1963 keypti Skjaldborg Prentsmiðju Bjöms Jónssonar og var þá að nýju sett þar upp bók- bandsdeild. Hóf Þórarinn þá aftur störf þar við bókband í prent- smiðjunni og var þar til 1978. Þórarinn hafði ekki verið í iðn- skólanámi á námstíma sínum og fékk því sveinsbréf fyrst 1972 eftir undanþágu. Hann vann mikið að handbandi heima hjá sér, ásamt Valnýju eiginkonu sinni, sérstaklega eftir að hann hætti í prentsmiðjunni. Einnig kenndi hann bókband á nokkrum námskeiðum. Þórarinn handgyllti einungis á yngri árum, en vél- gyllti oft á meðan hann var hjá prentsmiðjunni og oft fengu þau hjónin að nota gyllingarvél Jóns Sigfússonar. Valný Eyjólfsdóttir starfaði sem aðstoðarkona í Prent- smiðju Bjöms Jónssonar, þar sem þau Þórarinn kynntust, og síðan í Skjaldborg og Fonti. Þórarinn og Valný fluttu til Reykjavíkur 1986

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.