Verktækni - 01.02.2002, Blaðsíða 4

Verktækni - 01.02.2002, Blaðsíða 4
A? sfjórnðrboráí SV Vísinda- og starfsmenntunarsjóður hjá Ríki Næsti fundur verður haldinn í mars (í vikunni fyrir páska). Sjóðfélagar eru beðnir um að skila umsóknum fyrir þann tíma. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu SV: http://www.sv.is/. Sjóður- inn er mjög sterkur og eru því sjóðfélag- ar enn og aftur hvattir til að sækja um styrki. Hægt er að sækja um styrki sem nema allt að kr. 390.000. Á árinu 2000 var aftur farið að veita styrki til tölvu- kaupa. Þeir voru þó háðir því að um- sækjendur hefðu ekki fengið slíka styrki áður. Nú hefur verið ákveðið að gefa einnig þeim sem áður hafa hlotið tölvu- styrk kost á að sækja um slíkan styrk aftur. Skilyrt er að minnst fjögur ár líði á milli styrkveitinga. Upphæð tölvustyrkja hefur verið hæl uð í 130.000 kr. veittir til að sækja námskeið og ráðstefn- ur, til kaupa á bókum, tölvum o.s.frv. Starfsmenntunarsjóöur hjá Reykjavíkurborg Næsti fundur verður haldinn í mars (í vikunni fyrir páska). Sjóðfélagar eru beðnir að skila umsóknum fyrir þann tíma. Búið er að hækka upphæð há- marksstyrkja í 390.000 kr. Þá aukast rétt- indi um 130.000 kr. á ári sem er 30% hækkun. Sjóðfélagar eru hvattir til að sækja um styrki. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu SV: http://www.sv.is/ Styrkir eru veittir til að sækja námskeið og ráðstefnur, til kaupa á bókum, tölvum o.s.frv. S p o r n i n 3 ni á m ð a r í n s hjá S V : Hver er réttarstaða starfsmanns við gjaldþrot atvinnurekanda? Svar: Samkvæmt gr. 112 í gjaldþrotalögum njóta launakröfur forgangs í þrotabú. Ef laun fást ekki greidd úr þrotabúi ber Ábyrgðarsjóður launa ábyrgð á launakröfum (lög nr. 53/1993). I raun leysir sjóðurinn kröfurnar til sín, greiðir starfsmanninum og sækir síðan greiðsl- ur í þrotabúið. f lögunum má finna ítarlega lýsingu á öllu ferlinu. Sjóðurinn greiðir bætur vegna launamissis í allt að þrjá mánuði. Stjórnarmenn, eigendur ogyfirstjórnendur eiga ekki rétt til ábyrgðar úr sjóðnum. Kjarakönnun SV 2002 Verið er að undirbúa útsendingu spum- ingablaða vegna Kjarakönnunar SV 2002. Mikilvægt er að auka þátttöku frá því sem hún var á síðasta ári. Mikil þátttaka gefur áreiðanlegri niðurstöður og em verkfræð- ingar hvattir til að taka þátt í könnuninni. Niðurstöður hennar hafa löngum gagnast verkfræðingum vel í kjarabaráttu þeirra. Frá Orlofssjóöi SV Hinn nýi sumarbústaður OSV í Hraunborgum í Grímsnesi er til leigu í vetur og vor. Almenn ánægja er með bústaðinn sem er mjög vel búinn. Bú- staðurinn er til leigu frá fimmtudegi til fimmtudags. Hann stendur félags- mönnum SV til boða. Ekki er um sér- stök umsóknareyðublöð að ræða en áhugasamir eru beðnir að snúa sér beint til skrifstofu SV, tölvupóstfang: sv@sv.is og sími: 568-9986. Leiguverð: Kr. 10.000/viku fyrir sjóð- félaga í Orlofssjóði SV. Kr. 12.500/viku fyrir félagsmenn SV sem ekki eru félagar í Orlofssjóði SV. Úthlutunarreglur eru þær að sá sem fyrstur sækir um viku fær hana að því tilskyldu að hann greiði leigu- gjaidið tveimur dögum eftir úthlutun. Þegar þetta er ritað eru allar vikur upppantaðar fram að sumarúthlutun. Sumarúthlutanir Nú er unnið af fullum krafti að und- irbúníngi sumarúthlutunar. Boðið verður upp á leigu á húsi OSV í Hraunborgum í Grímsnesi, íbúð að Bifröst, íbúð á Súðavík, íbúð á Akur- eyri og sumarhús við Egilsstaði. Ný- mæli er að félagsmönnum mun bjóðast fbúð íVestmannaeyjum. Þá er verið að athuga með fleiri orlofs- bústaði á Suður- ogVesturlandi. Auk þess verður hægt að kaupa greiðslu- miða á Eddu hótel. Bæklingur mun fljótlega berast félagsmönnum. Þeir sem skila inn svörum eiga möguleika á að vinna til þátttökuverðlauna. Þau eru frá fyrirtækinu Tal hf. Líklegt er að þetta verði í síðasta sinn sem spumingablöð verða send verkfræð- ingum á pappírsformi. Verið er að vinna að því að afla netfanga félagsmanna og eru þeir hér með beðnir að senda netföng sín til skrifstofu SV. Netfang Stéttarfélags- ins er: sv@sv.is Tiikynning frá SV Mjög mismunandí er hvemig stofnanir raða störfum í launaramma og launa- flokka.Verkfræðingar sem hyggjast ráða sig hjá ríki eða Reykjavíkurborg eru hvattir til að leita sér upplýsinga um röðun hjá viðkomandi stofnun áður en þeir ráða síg þangað til vinnu. Námskeiö í samningatækni Stéttarfélag verkfræðinga býður félögum stutt og hnitmiðað námskeið í samninga- tækni. Fyrsta námskeiðið var haldið 3. október og annað 31. október. Leiðbein- andi er Þuríður Magnúsdóttir, frá fræðslu- og ráðgjafarsviði Iðntæknistofnunar. Til- efnið er einkum stofnanasamningar opinberra stofnana. Næsta námskeið verður haldið í apríl og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við skrifstofu SV til að skrá sig á námskeiðið. Tölvupóstfangið er: sv@v.is og sími: 568-9986.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.