Verktækni - 01.02.2002, Blaðsíða 6

Verktækni - 01.02.2002, Blaðsíða 6
Námskeið á vegum Endurmenntunar HÍ Námskeið haldin í samstarfi við ENSÍ og símenntunarnefnd VFÍ, TFÍ og SV) fræðslunefnd Arkitektafélags íslands Microstation -Grunnnámskeið Farið verður í helstu teikniskipanir, hnita- kerfi og grunnuppsetningu á skrám. Unnið er með lagskiptingu og útlit og fjallað um nákvæmnisinnsetningu á gögn- um. Einnig er unnið með texta, girð- ingar, tákn og bakgrunnsskrár og skoð- aðar leiðir til að breyta eigindum eininga. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að hafa grunnþekkingu á Microstation'95 og að geta sett upp og unnið verkefni í tvívídd. Kennari: Daði Björnsson landfræðingur. Tími: 4. og 5. mars kl. 9:00-17:00. Múrverk Gefið er yfirlit yfir faggreinina. Farið yfir helstu efni og aðferðir sem notaðar eru í múrverki, einnig bindiefni og blöndunar- hlutföll. Tekin verða íyrir sérstök atriði s.s. viðgerðir á gömlum múraðferðum. Fjallað um múrklæðningar og múr sem endanlegt yfirborðsefni og komið inn á ýmis hagnýt atriði fyrir tæknimenn við hönnun og eftirlit. Kennari: Flosi Ólafsson múrarameistari og Karsten Iversen byggingartæknifræðingur. Tími: 11., 12. og 13. mars kl. 8:30-12:30. Gott hljóð í húsum Farið verður yfir nokkur grunnatriði í hljóð- einangrun og hljóðdeyfingu og helstu hug- tök skýrð. Teknar verða fyrir helstu kröfur í reglugerðum og viðmiðunarreglur í hand- bókum. Dæmi verða tekin um val á veggj- um, milligólfum, loftum og gólfefnum í íbúðarhúsum, skrifstofum, skólum og heilsugæsluhúsnæði. Einnig verður farið yflr val á hurðum og gluggum og loftrásum í inn- og útveggjum. Að lokum verður fjallað um endurbætur á húsnæði m.t.t. hljóðvistar. Kennari: Steindór Guðmundsson verk- fræðingur á Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins. Tími: 12. og 13. mars kl. 13:00-17:00. AutoCAD - Framhaldsnámskeið Markmiðið er að þátttakendur geti sett upp og aðlagað vinnuumhverfi fyrir AutoCAD teiknikerfíð og að þeir læri að teikna í þrívídd. Farið verður í uppbygg- ingu á blokkum með viðhengjum, tilvís- anateikningar (Xref) og grúppur. Fjallað verður um gluggakerfi ásamt pappírs- og teikniham. Að lokum verður farið í þrí- víddarhönnun og stoðforrit. Kennari: Magnús Þór Jónsson prófessor við HÍ. Tími: 21. og 22. mars kl. 9:00-17:00. Önnur námskeið Að taka á ágreiningi á vinnustað Mikilvægt er fyrir fyrirtæki og stofnanir að starfsfólk búi yfir hæfni til að taka fljótt á ágreiningi og leysi hann sín á milli. Deilur sem koma upp á vinnustöðum og fólk nær ekki að leysa geta verið kostnaðarsamar því virkar vinnustundir verða færri. Áhersla verður lögð á að auka þekkingu þátttakenda á því hvenær ágreiningur er í uppsiglingu og hver séu helstu einkenni samskiptaerfiðleika á vinnustað. Með dæmum verður sýnt fram á hvaða áhrif ágreiningur hefur á hugsanir og gerðir fólks, hvernig deilur magnast og hvað gera má til að þær hjaðni. Fjallað er um ýmsar ástæður vinnustaðadeilna og greint frá leiðum til að taka á þeim á uppbyggilegan hátt og fyrirbyggja um leið að úr verði kostnaðarsöm og óleysanleg illdeila. Fyrir- lestur, umræður og verkefni. Kennari: Rannveig Einarsdóttir kennslu- fræðingur og ráðgjafi. Tími: 4. og 5. mars kl. 8:30-12:30. Microsoft project - tímaáætlanir Markmið er að þátttakendur skilji grund- vallaratriði við áætlanagerð og læri að nota Microsoft Project í tímaáætlunum. Undir- stöðuatriði í áætlanagerð: Sundurliðun verkefna, Gantt-rit, CPM-aðferðin, örvarit og kassarit, tölvuforrit. Fyrirlestrar og sýni- dæmi. Helstu skipanir MP sýndar í fyrir- lestrasal. Þátttakendur fá einnig leiðbein- ingar og aðstoð við að nota forritið í tölvu- veri. Lesefni: Glærur úr fyrirlestrum kenn- ara og kennslubók í notkun MS Project. Kennari: Helgi Þór Ingason véla- og iðn- aðarverkfræðingur. Tími: Fim. 7. mars kl. 8:30-16:30. Arangursrík samskipti Farið verður yfir atriði sem einkenna jákvæð og árangursrík samskipti, en einnig einkenni erfiðra samskipta og leiðir til að bregðast við þeim. Fjallað verður um ákveðni, hroka og yfirgang, feimni og hlédrægni og tengsl þessara eiginleika við sjálfsmynd, persónu- leika, hugarfar og viðhorf. Einnig um sam- talstækni, framkomu og líkamstjáningu, að- ferðir við að gagniýna og taka gagnrýni, leysa ágreining, hrósa og hvetja o.fl. Fyrir- lestrar, verkefni og léttar æfingar. Kennarar: Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæmundur Hafsteinsson sálfræðingar. Tími (1): 8. mars kl. 15:00-19:00 og 9. mars kl. 9:00-17:00. Tími (2): 18., 19. og 20. mars kl. 16:00- 20:00. Virðisstjórnun Með virðisstjórnun er tekið á helstu þáttum í rekstri fyrirtækja og stofnana og reynt að beina athygli að „raunveru- legum" árangri. Helsta mælieiningin í fyrirtækjarekstri er svokallaður raun- hagnaður en með honum er verðmæta- sköpun fyrirtækisins metin fyrir hlut- hafa. í opinbera geiranum er sjónum hins vegar beint að svokölluðu þjónustu- virði. Til að virðisstjórnun skili árangri er nauðsynlegt að vinna að skipulagi og móta stefnu, greina kostnað og fjár- magn, skipta ábyrgð, meta árangur og hvetja starfsfólk. Unnið er með svoköll- uð virðistré til að greina áhrif einstakra ákvarðana á rekstrarniðurstöðu eininga og heildarinnar. Farið er markvisst í stefnu- mótun, verðmætasköpun og samræmingu á stefnu, kerfum og ferlum í rekstri með það að markmiði að skapa raunhagnað. Kennari: Hrannar Hólm ráðgjafí hjá KPMG. Tími: 11. og 12. mars kl. 8:30-12:30. Nárnri upplýsingar og skráning í síma 525-4444, bréfasíma 525-4080, tölvupóstur endurmenntun@hi.is, vefsetur. endurmenntun.is

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.