Verktækni - 01.02.2002, Blaðsíða 9

Verktækni - 01.02.2002, Blaðsíða 9
þróaður hugbúnaður sem getur greint beinin sjálfvirkt. Þá tekur við áfram- haldandi þróun og gerð söluvara. Ný tækni á íslandi Avinningur Marel af því að innleiða röntgentæni er ótvíræður. Reyndar er hér um að ræða þekkingu og tækni Skopskynið verður að vera í lagi. Þessa mynd not- uðu verkfræðingarnir í rannsóknahópnum þegar þeir kynntu starfsfélögunum „beinaverkefniö" svo- kallaða. Myndin sýnir dramatískt atriði úr Franken- stein mynd sem komin er til ára sinna! sem að hluta er ný á íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem unnið er að því hér á landi að þróa og setja saman röntgen- búnað. Þetta gefur ný tækifæri í vöru- þróun hjá Marel. Hægt er að leggja grunninn að nýrri tækni, til dæmis að samtvinna röntgentölvusjónina annarri skynjunartækni. Hjá Marel eru miklar vonir bundnar við þetta verkefni því um er að ræða nýja tækni í fiskvinnslu sem gefur fyr- irtækinu sérstöðu og verulegt forskot á keppinautana. Rannsóknir og tækniþróun Starf rannsókna og tækniþróunar- hópsins hjá Marel er einkum fjórþætt. í fyrsta lagi að sækja nýja tækni inn til fyrirtækisins s.s. röntgentæknina, ró- bótatækni og fleiri tæknisvið. í öðru iagi að þróa nýja tækni, má þar nefna samtvinnun röntgentækni við aðra skynjunartækni og aðrar nýjungar við fttælingar á eiginleikum hráefnis, þ-m.t. vigtun. í þriðja lagi samstarf við hina ýmsu aðila um rannsóknir og þróun, til dæmis Háskóla íslands, RANNÍS og ýmsa erlenda rannsókna- aðila. í fjórða lagi vinna við einkaleyfi Marel en þess má geta að á fimm ára h'mabili. Árin 1994-1999 sótti Marel um 25 einkaleyfi og á árunum 2000 og 2001 voru umsóknirnar sjö talsins hvort ár og ber þetta merki um þá öfl- ugu tækniþróunarstarfsem sem fram fer innan fyrirtækisins. Fyrirlestrar á vegum íslandsdeildar IEEE Starfsárið 2001 - 2002 standa IEEE á ís- landi, rafmagns- og tölvuverkfræðiskor Háskóla íslands og Rafmagnsverkfræði- deild Verkfræðingafélags íslands (RVFÍ) fyrir fyrirlestraröð um rannsóknir í raf- magns- og tölvuverkfræði á íslandi. Kennarar við Háskóla íslands munu flytja fýrirlestra ásamt starfsmönnum fyrirtækja sem stunda framsæknar rann- sóknir í rafmagns- og tölvuverkfræði. Fyrirlestrar í mars eru eftirfarandi: 12. mars: Hákon Guðbjartsson, íslenskri erfðagreiningu - MRI 26. mars: Kristinn Andersen, Marel - Röntgenmyndvinnsla í matvælaiðnaði. Fyrirlestrarnir eru haldnir í stofu 101 í Odda og hefjast kl. 17:15. Samningur VFÍ og IEEE Verkfræðingafélag íslands og IEEE (Institute of Electrical and Electronics) undirrituðu samstarfssamning í júní s.l. Með samningnum var komið á samstarfi um ýmis málefni; s.s. fyrirlestra og fundi. íslandsdeild IEEE var stofnuð í september árið 2000 og er dr. Jón Atli Benediktsson, prófessor, formaður þess. Heimasíða IEEE á íslandi: www.ieee.is IEEE voru stofnuð 1884 og eru langstærstu og öflugustu samtök raf- magns- og rafeindaverkfræðinga í heim- inum. Meðlimir eru rúmlega 350 þúsund í 150 löndum einnig eru starfræktar um eitt þúsund nemendadeildir í háskólum víða um heim. Útgáfa IEEE er mjög öflug en samtökin gefa út um 30% af öllu því sem gefið er út í heiminum á sviði raf- magnsverkfræði, tölvunarfræði og stýri- tækni. Samtökin halda um 300 ráðstefn- ur á ári og þau hafa sett 800 staðla, þar af eru 700 í þróun. í IEEE eru 36 félög sem hvert um sig er með öfluga útgáfu á sínu fagsviði. Stærsta félagið er á tölvu- sviði en félagsmenn innan þess eru um 90 þúusnd. IEEE eru rekin án hagnaðar. Löggilding mannvirkjahönnuöa Námskeið prófnefndar mannvirkjahönnuða „Löggilding mannvirkjahönnuða verður haldið í marsmánuði. Námskeiðið er ætlað mannvirkjahönnuðum sem óska löggild- ingar Umhverfisráðuneytis að leggja aðal- og séruppdrætti fyrir byggingarnefndir og luku námi 1. janúar 1998 eða síðar. Athygli er vakin á því að umsækjendur skulu hafa lokið tilskilinni starfsreynslu áður en þeir sækja námskeiðið. Ef rými er á námskeiðinu geta hönnuðir, sem þegar hafa hlotið löggildingu, sótt um þátttöku. Námskeiðsgjald er lægra en þeirra sem stefna á próftöku og löggildingu. Nánari upplýsingar í síma 552 1040.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.