Verktækni - 01.02.2002, Blaðsíða 10

Verktækni - 01.02.2002, Blaðsíða 10
AC s-f-jórnarborði TSÍ 10 Tækniháskóli íslands Á fundi sem Guðbrandur Magnússon átti með stjórn TFÍ um miðjan febrúar kom fram að áhugi er á samstarfi Tækniskólans og Tæknifræðingafélagsins vegna undirbúnings að stofnun Tækni- háskóla íslands. Sem fyrr leggur TFÍ mikla áherslu á að við skólann verði kenndar allar greinar tæknifræðinnar auk þess að frumgreinadeildin verði áfram starfrækt við skólann. Þá kæmi til greina að bjóða mastersnám í tækni- fræði. Ef fram fer sem horfir mun menntamálaráðherra leggja fram frumvarp á vorþingi vegna stofnunar skólans. Danir skipta yfir í ensku Hjá fyrirtækinu Danske Navision hefur verið tekin ákvörðun um að allir starfs- men fyritækisins sem eru um 500 talsins skuli í daglegum samskiptum innan fyr- irtækisins tala ensku. Hjá fyrirtækinu starfa um 100 erlendir ríkisborgarar og er þessi stefnubreyting liður í þeirri áætlun fyrirtækins að fá fleira erlenda sérfræðinga til starfa innan fyrirtækisins. Geta tölvunarfræöingar gerst tæknifræðingar? Á fundi skorarformanna Verkfræðideildar HÍ og fulltrúa TFÍ sem haldinn var í lok janúarmánaðar voru farið yfir námsfram- boð við Verkfræðideild HÍ. Meðal hug- mynda sem ræddar voru vár hvort og hvernig tölvunafræðingar sem lokið hafa 90 eininga B.Sc. prófgráðu geti bætt við sig námsgreinum/ verkefnum og sótt um starfsheitið tæknifræðingur. Innan stjórn- ar TFÍ verður unnið að frekari útfærslu á hugmyndinni í samvinnu við mennta- málanefnd félagsins. Um 180 nemendur eru í tölvunarfræðinámi við HÍ. Aðalfundur TFÍ verður haldinn 22. mars Áður auglýstur aðalfundur TFÍ verður haldinn föstudaginn 22. mars og hefst fundurinn kl. 17.00. Erlendur Geirdal og Einar H. Jónsson sem setið hafa í stjórn fé- lagsins munu gefa kost á sér til endurkjörs. Ráðstefna um einkaframkvæmd Á ráðstefnu sem haldin var 19. febrúar á vegum AÍ, VFÍ ogTFÍ voru flutt mörg áhugaverð erindi um stöðu einkafram- kvæmda á íslandi. í erindum fyrirlesara kom fram mikill áhugi á þessari hug- myndafræði þar sem þeir töldu sig hafa náð fram nokkrum árangri við að ná fram lækkun á byggingar- og rekstrarkostnaði. ítarleg umfjöllun um ráðstefnuna verður í næsta tölublaðiVerktækni. Aðstoð til tæknifræðinga í Eistlandi Norrænu tæknifræðingafélögin hafa á- kveðið að veita eistneska Tæknifræðinga- félaginu fjárstyrk að upphæð um átta milljónir króna til næstu tveggja ára. Styrkinn á að nota til að taka saman yfirlit yfir skóla, nemendur og tæknifræðinga í landinu. Fram hefur komið að lítið sem ekkert heildaryfirlit er til staðar yfir tækni- fræðinga í Eistlandi. Jóhannes Benediktsson, formaður TFÍ. Einingahús -betrí byggingarkostur Einingahús eru bæði hagkvæm og fljótleg leið til að koma sér þaki yfir höfuðið. Gæði einingahúsa eru ótvíræð og viðhaldskostnaður í lágmarki. Einingaverksmiðjan framleiðir fjölbreyttar gerðir forsteyptra eininga, sem sníða má að þörfum hvers og eins. Mikið úrval er af litum og áferðum. Hafðu samband og kynntu þér kosti og margvíslega möguleika einingahúsanna. Breiðhöfða 10 Fax: 587 7775 110 Reykjavík e-mail: ev@ev.is Sími: 587 7770 www.ev.is EININGAVERKSMIÐJAN

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.