Verktækni - 01.02.2002, Blaðsíða 11

Verktækni - 01.02.2002, Blaðsíða 11
Hógværö verkfræðinga Egill Skúli Ingibergsson, heiðursfé- lagi VFÍ flutti þakkarávarp fyrir hönd þeirra fimm verkfræðinga sem heiðraðir voru á 90 ára afmælisárshá- tíð félagsins. Hann veitti góðfúslegt leyfi til að birta ávarpið hér. Veislustjóri - formaður - ráðherra - aðrir veislugestir. Það er mér mikill heiður að vera til- nefndur til heiðursfélaga VFÍ og síðan talsmaður þessa stæðilega hóps verk- fræðinga sem hér eru á palli. Fyrir hönd okkar allra þakka ég félaginu og stjórn- endum þess sem fengu þessa ágætu hugmynd. Auðvitað á maður að segja að þetta komi alveg á óvart og allt það, sem er sjálfsagður liður í menntun verkfræðinga að vera hógværir. Hógværð er í sjálfu sér ágæt, en ég hrökk við þegar ég las pistil, sem vinur minn Jón Erlendsson hjá Upplýsinga- þjónustu Háskólans sendi mér. Þar var fjallað um ímynd verkfræðinga. Hvernig er hún? Greinin byggði á Gallup athug- un sem gerð var í Bandaríkjunum og var niðurstaðan m.a.: Aðeins 2% aðspurðra tengdu verkfræð- inga við uppfinningar og lausnir vanda- mála. Aðeins 3% tengdu verkfræði og sköpunargetu saman. Ég þekki ekki til svona könnunar hér en á því miður ekki von á niðurstaðan væri mjög fjarri þessu. Hvernig stendur á þessu? Hvað gera verkfræðingar eiginlega? I hógværð sinni eru þeir allavega ekki alltaf að tala um sjálfa sig eða sín verk, en það mætti vera meira. Ég á von á því að ef maki verkfræðings væri spurður yrði svarið: „Hann fer í vinnuna á mánudagsmorgnum og kemur stundum heim um helgar." Sjálfur upp- lifði ég það þegar ég kom heim eftir meira en tveggja mánaða útivist -auðvit- að mjög glaður og hélt að krakkarnir myndu verða himinlifandi að sjá pabba sinn og þetta byrjaði svo sem allt vel. - Eftirmiðdagskaffi, labb og leikir og kvöldmatur, síðan sest inn til að hlusta á utvarpið (því þetta var fyrir tíma sjón- varpsins). Þá stillir yngri dóttirin, sem þá var um tveggja ára, sér upp fyrir framan stolinn hjá mér, horfir á mig og segir svo stundarhátt og skýrt „ætlar hann að sofa hérna líka"? Þetta var mikill lærdómur sem aldrei gleymist. En varðandi spurninguna um hvað verkfræðingar gera rakst ég á svar sem mér finnst ágætt en það er: „Þeir hanna (vinna) undir pressu". Sem þýðir að lausn þarf að fullnægja að minnsta kosti eftirfarandi kröfum: • Kröfum um kostnað • Kröfum um stærð vinnuflokka og véla sem nota skal • Kröfum um stærðir • Kröfum um þunga • Kröfum um útlit • Kröfum um öryggi • Kröfum um framleiðslumöguleika • Kröfum um viðhald • Kröfum um tillit til umhverfisþátta og fleira. Verkfræðistörf, hvort sem er úti í mörkinni eða við hönnun eru nánast alltaf skapandi vinna og að fá tækifæri til að vera þátttakandi í slíkri vinnu er spennandi og skemmtilegt, en skoðun almennings er greinilega allt önnur. Hversvegna? Eða gerir það kannski ekkert tii? Mér skilst að víðast hvar annars staðar en hér á íslandi fækki fólki sem sækir nám í verkfræðigreinum. Meðal annars vegna vöntunar á raunhæfum upplýs- ingum um hvers konar störfum verk- fræðingar eru í og að eina myndin sem við blasir í fjölmiðlum er ef verkfræðilegt slys verður. - Og ekki veifa verkfræðing- ar að jafnaði sverum seðlabúntum til að sýna velgengni, um starfsánægju er ekki skrifað. Viljum við ef til vill að stéttin vaxi ekki, og þegjum þess vegna um raunveruleg ágæti þess starfs; spennu, stöðuga glímu við margþætt vandamál, fögnuð yfir árangri og þokkalega af- komu? Nei, ég held ekki að það sé svo heldur sé um að kenna hugsunarleysi, önnum og vissri sjálfsánægju með feng- inn hlut. En ég tel það skyldu okkar vegna framtíðarinnar að láta unga fólkið vita að það er að jafnaði mjög spenn- andi og eins og það heitir víst í dag gef- andi að fá að starfa sem verkfræðingur, og með því að laða fólk að greininni. Nú og ekki sakar að starfsánægja er ekki skattlögð ennþá! Verkfræðingar þurfa að taka sér tak og verða meira og betur áberandi og um- fram allt pennaglaðari, og það þarf ekki alltaf að vera innlegg í doktorsritgerð. Við verður auðvitað að líta í eigin barm. Við gerum ekki nóg af því að gera grein fyrir því sem gert er, finnst svo sjálfsagt að hlutirnir virki eins og til stóð að það sé ekki til þess að tala um, hæverskan er þar alltaf í fyrirrúmi. Umtalið í fjölmiðlum um verkfræðileg verkefni er helst þegar eitthvað fer úr- skeiðis, og það er ekki oftar en svo að jafnvel verkfræðingheitið skilst ekki meðal almennings, og þó eru starfandi um 2000 verkfræðingar í landinu. Menn gleyma því stundum þegar fjár- málaspekingar okkar, sem ég ber að sjálfsögðu mikla virðingu fyrir, og efn- hagsgúrúar eru hafðir upp til skýja vegna verðbréfa sem hækkuðu eða ágóða hlutafélaga, að undirstaða efna- hags þróaðra þjóðfélaga byggist á vís- indamönnum og verkfræðingum að verulegu leiti. - Og staðreynd er að í hinum þróuðu löndum eru 2-4 slíkir á hverja 1000 íbúa en í vanþróuðu lönd- unum eru þeir 0,1 til 0,5 og margir hag- fræðingar benda á þetta sem eina af helstu skýringum ástandsins Ég vil svo endurtaka þakkir til félagsins fyrir mína hönd og félaga minna hér og færa félaginu hamingjuóskir á afmælisári með ósk um enn sterkara félag í framtíðinni. Góða skemmtun.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.