Verktækni - 01.02.2002, Blaðsíða 14

Verktækni - 01.02.2002, Blaðsíða 14
Dómur Hæstaréttar í máli verkfræöings gegn íslenska ríkinu Stéttarfélag verkfræðinga lét á það atriði reyna fyrir dómstólum hvaða gildi regl- an um að uppsögn skuli miða við mán- aðamót hefði á fyrstu þremur mánuðum í starfi, en réttaróvissa þótti vera um þetta atriði þegar svo stóð á að upphaf ráðningar var ekki um mánaðamót, heldur síðar. Málsatvik voru þau að verkfræðingur var ráðinn til starfa 10. janúar 2000. í ráðningarsamningi var kveðið á um að 14 uppsagnarfrestur væri þrír mánuðir, en gagnkvæmur uppsagnarfrestur einn mán- uður á fyrstu þremur mánuðum í starfi. Þá var mælt fyrir um að uppsögn væri miðuð við mánaðamót. Verkfræðingnum var sagt upp starfi 7. apríl. Uppsögnin kom í hendur hans innan þriggja mánaða frá því að ráðning átti sér stað. Uppsögnin gat þó fyrst byrjað að telja um næstu mánaðamót þar á eftir, mánaðamótin aprfl/maí. A þeim tímapunkti hafði verkfræðingurinn unnið meira en þrjá mánuði. Verkfræðing- urinn hélt því fram að fýrst hann hefði á þeim tímapunkti sem uppsögn gat farið að telja unnið lengur en þrjá mánuði, bæri atvinnurek- anda að segja honum upp með þriggja mánaða upp- sagnarfresti í stað eins mán- aðar uppsagn- arfresti. At- vinnurekand- inn hélt því aftur á móti fram að réttilega hefði verið staðið að uppsögninni og hún hefði átt sér stað á fyrstu þremur mánuðum verkfræð- ingsins í starfi. Héraðsdómur sýknaði atvinnurekand- ann og var málinu vísað í Hæstarétt. Niðurstaða Hæstaréttar var sú sama, en þar sagði m.a.: „Samkvæmt ráðningar- samningi átti gagnkvæmur uppsagnar- frestur að vera einn mánuður á þriggja mánaða reynslutíma hans í starfi og Lára V. Júlíusdóttir hrl. ý y s f $ r á f r $ á i v e f o r Þann 20. febrúar s.l. var opnaður nýr vefur: Stærðfræðin hrífur sem hefur slóðina: www.staerdffaedin-hrifur.khi.is. Á vefnum er að finna efni um stærðfræði, stærðfræðinám og stærðfræðikennslu sem ætlað er almenningi, nemendum, kennurum og foreldrum. Nefna má greinar, fræðsluefni fyrir nemendur á mismunandi aldri, verðug verkefni af ýms- um toga, keppni til að efla áhuga á stærð- fræði og krækjur í áhugavert efni. Ritstjóri vefjarins er Anna Kristjáns- dóttir en þess má geta að á síðast- liðnu ári voru henni veitt hvatningarverðlaun Hags- munafélags um eflingu náms í verkfræði og tæknifræði fyrir framlag sitt til raun- greinakennslu. skyldi uppsögn miðast við mánaðamót. Að þeim reynslutíma loknum átti upp- sagnarfresturinn að vera þrír mánuðir. Óumdeilt er að áfrýjanda var tilkynnt uppsögn 7. apríl 2000. Fór hún því fram innan þess tíma, sem áfrýjandi var ráðinn til reynslu. Áfrýjanda var því réttilega sagt upp með eins mánaðar fyrirvara og skiptir ekki máli þótt sá frestur hafi ekki byrjað að líða samkvæmt ákvæðum ráðn- ingarsamningsins fyrr en 1. maí 2000 og þar með að loknum þriggja mánaða reynslutíma hans í starfi. Að þessu at- huguðu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur." Því er við þetta að bæta að í dönskum lögum um uppsagnir er sérstaklega tekið fram að tilkynna verði um uppsögn á reynslutíma fyrir mánaðamót, þ.e. upp- sögn með 6 mánaða reynslutíma verði að tilkynna á 5. mánuði o.s.frv. Þessi ákvæði voru sett í lög eftir að dómvenja hafði myndast um þessa framkvæmd. íslenskir dómstólar tóku þetta atriði ekki til greina í ofangreindu dómsmáli. Lára V. Júlíusdóttir hrl. Leiörétting I grein í síðasta tölublaði Verktækni sem bar yfirskriftina „Gögn upp til skýja", og fjallaði um framleiðslu upplýsinga í heiminum, slæddist inn villa sem tainaglöggur lesandi kom auga á. Taflan fyrir stórar tölur á semsagt að vera svona: 1000 kílóbyte eru eitt megabyte (MB) 108 B 1000 megabyte eru eitt gígabyte (GB) 10^ B 1000 gígabyte eru eitt terabyte (TB) 10*^ B 1000 terabyte eru eitt petabyte (PB) 1015 B 1000 petabyte eru eitt exabyte (EB) 10]8 B

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.