Verktækni - 01.07.2002, Blaðsíða 1

Verktækni - 01.07.2002, Blaðsíða 1
Byggjum við nógu vel? 7. tbl. 8. árg. 2002 Frumherjar í verkfræði 8 VerkTæknimótið í golfi 12 HáskóLi atvinnulífsins 14 Kjör verkfræðinga á Norðurlöndum 16 Námskeið Frumherjar í verkfræöi Á þessu ári eru liðin 90 ár frá stofnun Verkfræðingafélags íslands. í tilefni af þessum tímamótum var ákveðið að gefa út tíu binda ritröð sem hefst á riti um frumherjana í verkfræði hér á landi. Eitt rit mun koma út á ári hverju og lýkur ritröðinni með 100 ára sögu Verkfræðingafélagsins. Nú er handrit að bókinni um frumherjana nánast tilbúið og annað ritið í röðinni, sem fjallar um brýr, er komið vel á veg. Höfundur beggja þessara rita er Sveinn Þórðarson, sagnfræðingur en honum til aðstoðar eru ritnefndir úr röðum verkfræðinga. Gert er ráð íyrir að ritið um frumherjana komi út í lok október. Þar er sagt frá 40 fyrstu verkfræðingunum hér á landi. Einnig er lýst aðstæðum á íslandi og þróun í Evrópu á seinni hluta 19. aldar. Lögð var áhersla á að ritið væri skemmtilegt og auðlesið en ekki eingöngu sagnfræðilegur fróðleikur. Bókina mun prýða fjöldi myiida. Þeir sem vilja tryggja sér bókina geta pantað hana á skrifstofu VFÍ. Sjá nánar bls. 4-5.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.