Verktækni - 01.08.2002, Blaðsíða 3

Verktækni - 01.08.2002, Blaðsíða 3
Vistvæn byggingarstarfsemi Er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður á Grand Hótel 14. nóvember n.k. Fjallað verður um stöðu byggingariðnaðarins í ljósi sjálfbærrar þróunar og reynt að fá fram umræður um málefnið. Ljóst er að íslendingar eru á eftir öðrum þjóðum Evrópu hvað þessi mál varðar. Ráðstefn- an er fyrir alla þá sem koma að bygg- ingarmálum og er dagskrá hennar sett upp þannig að sem best yfirsýn fáist um stöðu þessara mála. Að ráðstefnunni standa Umhverfisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Staðardagskrá 21, Framkvæmdasýsla ríkisins, Samtök iðnaðarins, AÍ, VFÍ, TFÍ, Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins og aðrir aðilar að verkefninu"Byggingaúrgangur á íslandi". Daginn eftir, 15. nóvember, verður farið í skoðunarferð til Sólheima í Grímsnesi, nýtt ráðstefnuhús skoðað og starfsemin á Sólheimum kynnt. A heimleiðinni verður komið við hjá Eldhestum í Ölf- usi, húsakynni skoðuð og fyrirlestur haldinn um starfsemi og rekstur sem hlaut norræna umhverfismerkið Svan- inn síðastliðið sumar. Sjá dagskrá ráð- stefnunnar á: www.vfi.is og www.tfi.is Þátttaka tilkynnist á vfi@vfi.is eða tfi@tfi.is í bréfasíma: 568 9703 eða í síma: 568 8511. Samlokufundir Samlokufundir eru að jafnaði haldnir fyrsta fimmtudag hvers mánaðar, kl. 12:00 íVerkfræðingahúsi að Engjateigi 9. Félagsmenn fá samlokur og drykki án endurgjalds en utanfélagsmenn geta keypt veitingar á vægu verði. Samloku- fundirnir eru auglýstir á heimasíðum VFÍ ogTFÍ. Skipulagsþing Skipulagsstofnun boðar til Skipulags- þings dagana 8.-9. nóvember nk. á Hót- el Sögu í Reykjavík.Yfirskrift þingsins er: Skipulagsþing 2002, mótun umhverfis til framtíðar. Tölvupóstföng Félagsmenn eru hvattir til að senda upplýsingar um tölvupóstföng sín til skrifstofunnar: audur@vfi.is eða audur@tfi.is. Þeir sem það vilja eru settir á póstlista og minntir sérstaklega á við- burði á vegum félaganna. Skilafrestur Næsta tölublað Verktækni kemur út í lok nóvembermánaðar. Skilafrestur er til 18. nóvember. Þeir sem vilja koma efni í blaðið og/eða skilaboðum til ritstjóra eru beðnir um að senda tölvupóst á sigrun@vfi.is eða sigrun@tfi.is LEIÐARINN Byggjum við nógu vel? Var yfirskrift ráðstefnu sem Verkfræð- ingafélag íslands, Tæknifræðingafélag íslands og Arkitektafélag íslands geng- ust fyrir í Norræna húsinu 10. október s.l. Ráðstefnunni eru gerð ítarleg skil hér í blaðinu, nánar tiltekið á blaðsíðu 8. Ekki var samdóma álit varðandi svar við spumingunni sem yfirskrift ráðstefnunnar fól í sér. - Var því m.a. haldið fram að í sumum tilvikum væri byggt of vel og ekki litið til langtímamarkmiða með bygging- unni. Einnig var áhugavert að heyra álit þeirra sem vinna við hönnun hljóðvistar en þar var sett spumingamerki við að í raun- inni sé hannað annars flokks húsnæði í nágrenni stofnbrauta og lítið hugað að hljóðvistannálum. - Það hafi gleymst að raunverulegur mælikvarði á gæði húsnæð- is er líðan fólksins sem í því býr.Við pall- borðsumræður var bent á að fulltrúa fólks- ins hefði vantað á ráðstefnuna því gæðum íbúðarhúsnæðis sé oft ábótavant og margir fúskarar að verki. - Um það vitni fjöldi dómsmála á ári hverju. Líftími húsa var einnig ræddur og kom fram það sjónarmið að nauðsynlegt væri að byggja hús með endingargott burðarvirki en jafnframt sveigjanleika varðandi notkun. Þetta sjónarmið kemur einnig fram í viðtali við Eystein Einarsson, formann SV, hér í blaðinu en að hans mati em íslenskir tæknimenn of íhaldssamir í vali á burðar- kerfum fyrir mannvirki. Nánast öll mann- virki em staðsteypt með slakbentum plöt- um og oftast er mikið af steyptum veggjum sem koma oft í veg fyrir síðari tíma breyt- ingar á starfsemi í mannvirkinu. Eftir- spenntar plötur, stálvirki og burðarkerfi með samverkandi stáli og steypu em nán- ast ekkert notuð. Hann nefnir sem dæmi burðarkerfið í nýjum höfuðstöðvum Orku- veitu Reykjavíkur. Þar var farin leið sem er mjög vel þekkt erlendis en hefur nánast ekkert verið notuð hér á landi. Þetta burð- arkerfi reyndist ekki bara vera ódýrast, heldur býður það líka upp á mikla mögu- leika á breytingum á starfsemi í húsinu, einnig var það fljótlegt í byggingu. Sigrún S. Hafstein, ritstjóri. Nýr félagi - Einstakt tækifæri Nýir félagar íVFÍ fá nú einstakt tækifæri til að ná sér í fría sumarleyfisferð jafnhliða því sem þeir njóta góðs af því að vera félagar íVFÍ. Allir þeir sem gerast félagar fyrir 20. des- ember 2002 lenda í lukkupotti sem dregið verður úr. Vinningshaiinn fær vikuferð fyrir tvo til sólarlanda með leiguflugi Úrvals-Útsýnar sumarið 2003 að verðmæti kr. 120.000.- Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu félagsins www.vfi.is og á skrifstofu VFÍ í síma: 568 8511. V E R K T Æ K N I Engjateigi 9 • 105 Reykjavík Simi: 568 8510 • Símbréf: 568 9703 • Tötvupóstur: sigrun@vfi.is ■ sigrun@tfi.is Blaðið VERKTÆKNI er gefið út af Verkfræðingafélagi íslands, Stéttarfélagi verkfræðinga og Tæknifræðingafélagi íslands og er dreift ókeypis til félagsmanna. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún S. Hafstein. Blaðnefnd: Einar H. Oónsson (TFÍ), Árni Geir Sigurðsson (SV) og Kristinn Andersen (VFÍ) auk ritstjóra. Leyfilegt er aó birta efni úr Verktækni ef heimildar er getið. Skoðanir sem settar eru fram i blaðinu samrýmast ekki endilega viðhorfum útgefenda. Prentvinnsta: Gutenberg • Mynd af Perlunni S forsíðu: Rafn Sigurbjörnsson • Aðstoð við útgáfu: Hænir sf. Sími: 533 1850 • Fax: 533 1855 utgafa@haenir.is

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.