Verktækni - 01.08.2002, Blaðsíða 8

Verktækni - 01.08.2002, Blaðsíða 8
Byggjum við hóq(j vel? Pallborðsumræður. F.v. Jóhann Einarsson, Ótafur Hjátmarsson, Eyjótfur Gunnarsson, Rúnar Gunnarsson, Óskar Vatdimarsson og Hjatti Sigmundsson. Einnig voru við paltborðið þeir Július Sótnes, Hetgi S. Gunnarsson og Björn Karlsson. Var yfirskrift ráðstefnu á vegum Verk- fræðingafélags fslands, Tæknifræð- ingafélags íslands og Arkitektafélags íslands sem haldin var 10. október s.l. Þar var fjallað um samskipti og störf fagaðila og annarra sem koma að bygg- ingu og hönnun húsa og hvers konar mannvirkja með tilliti til veðurálags, brunavarna, hljóðvistar og gæða. Umskipti Júlíus Sólnes prófessor var ráðstefnustjóri og flutti inngangserindi um stöðu máia og tilgang ráðstefnunnar. Hann sagði fyrstu áratugi eftirstríðsáranna hafa ein- kennst af forljótum húsum og heilu hverfin í Reykjavík einkennist af hug- myndafátækt og vanþekkingu. Hvað varðar tæknilega hönnun sagði hann lengi hafa ríkt mikla teikningafælni og víða úti á landi hefðu engar burðarþols- eða lagnateikningar verið gerðar. Smám saman hefði krafan um betri teikningar tekið völdin, m.a. vegna útboða og bylt- ing varð með tilkomu tölvuteikninga. íslendingar urðu ástfangnir af stein- steypu en vinnubrögðin voru oft óvönduð sem leiddi til lélegrar endingar húsa og mikilla viðgerða. Með tímanum varð breyting þar á með betri hönnun og eftir- liti. Júlíus telur að áratugurinn 1990-2000 hafi skipt sköpum í þessum efnum og það megi eflaust þakka vaxandi fjölda vel menntaðra arkitekta, verkfræðinga, tækni- fræðinga og iðnaðarmanna. Sjónarmið verkkaupa ÓskarValdimarsson, forstjóri Fram- kvæmdasýslu ríkisins kynnti sjónarmið verkkaupa. Að hans mati er heildarráðgjöf besta lausnin. Það þýðir að verkkaupi set- ur fram ítarlega kröfulýsingu og hönnun- arhópar, sem í eru m.a. arkitektar og verk- fræðingar, bjóða í verkin sem heild og setja fram sínar lausnir. Þá mun Fram- kvæmdasýslan gera kröfu um að þeir sem vinna verk fyrir stofnunina hafi viðurkennt gæðakerfi og vinni samkvæmt gæðastöðl- um FSR. Óskar nefndi í þessu sambandi aukna samvinnu og hugsanlega samruna verkfræðistofa og arkitektastofa í meira mæli en hingað til hefur verið. Framkvæmdasýslan mun leggja meiri áherslu en áður á að kanna líftímakostn- að bygginga.Við einkaframkvæmdir er sjálfkrafa litið til þessa kostnaðar og hann metinn en hjá hinu opinbera hefur þessi þáttur verið vanræktur. Þar er áhersla lögð á að stofnkostnaður bygginga sé sem lægstur en ekki er litið til kostnaðar vegna rekstrar og viðhalds. Opinberar byggingar grotna niður enda er viðhald þeirra ávallt fyrst skorið niður við gerð fjárlaga. Þá kom fram í máli Óskars að meiri áhersla verður lögð á vistvæn bygg- ingarefni og meðhöndlun byggingarúr- gangs en þessir þættir hafa verið van- ræktir hér á landi. Einangrun og hljóðvist Jóhann Einarsson arkitekt FAÍ sagði breytingar á byggingartæknilegum að- ferðum mjög hægfara. Hvað varðar klæðningar húsa að utanverðu vegi markaðsverðið líklega þyngst en einnig viðhorfið í iðninni því erfitt sé að breyta um verklag og læra aftur það sem áður var gert samkvæmt hefðinni. Skermun utan við eiginlega klæðningu húsa, til dæmis á utanáliggjandi stiga- ganga, hefur rutt sér til rúms. Nefna má að við tvo leikskóla hafa verið gerðar tilraunir með tjöld sem ætlað er að standa til fram- búðar. Húsin eru þá veggir þeirra rýma sem mynduð eru að þremur fjórðu hlutum en einn fjórði opinn.Yfir þetta er festur vatnsþéttur dúkur án allra þéttinga og er þetta rými ekki ólíkt því að standa í skóg- arsal með þéttu laufþaki. Jóhann sagði hljóðvist hafa verið van- ræktan þátt hérlendis. Hann sagði hinn al- menna íbúðarkaupanda hafa búið sér til vissa sáttalógík sem gengur út að að fjölbýli er eins konar stökkpallur sem ekki á að kosta miklu til, því næst verður flutt í einbýli og þá eru þessi vandamál úr sögunni. Eftir er á markaðnum annars flokks húsnæði sem erfitt er að bæta og hefur fengið á sig neikvæða mynd. - Staðreyndin er sú að stór hluti fólks býr í þessum blokkum til æviloka. Jóhann rakti síðan hvernig unnið var að hönnun hljóðvistar við hús íslenskrar erfðagreiningar. Við fyrirspurnir kom fram að kostnaður vegna þessa var 1-2%, eða um 30 milljónir, af um þriggja milljarða heildarkostnaði við bygginguna.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.