Verktækni - 01.08.2002, Blaðsíða 12

Verktækni - 01.08.2002, Blaðsíða 12
Að hjálpa sér sjálfur Eysteinn Einarsson byggingar- og jarðskjálftaverkfræðingur er formaður Stéttarfélags verkfræðinga. Auk þess hefur hann setið í samninganefnd SV gagnvart FRV stofunum frá 1999. í viðtalinu ræðir Eysteinn um helstu verkefni Stéttarfélagsins, stöðuna á vinnumarkaði verkfræðinga og framtíðarhorfur auk þess að segja frá reynslu sinni af því að starfa í Bandaríkjunum þar sem hann bjó í tæp átta ár. Ef við byrjum á Stéttarfélaginu hvað er helst aðfrétta af þeim vettvangi? Það má fyrst geta þess að nýlega var ráðinn nýr starfsmaður til félagsins. Félagið verður þá með tvo starfsmenn í fullu starfi og það er von okkar að starfsemin muni eflast enn frekar. Því er ekki að leyna að framkvæmda- stjórinn hefur verið ansi mikið lestaður, ef svo má segja, og of mikið af hans tíma farið í verkefni tengd daglegum rekstri félagsins. Ég hef alltaf litið á SV sem stéttarfélag sem hjálpar fólki að hjálpa sér sjálft. SV er ekki að vasast í því að semja um bein launakjör, nema gagnvart sumum opinber- um aðilum. Það er mín skoðun að verk- fræðingar verði að stunda sína kjarabar- áttu að langmestu leyti sjálfir, félagið myndar rammann og bakkar fólk upp. Starfsemi SV er fyrst og fremst kjarna- starfsemi. Það felst í því að aðstoða félags- menn við ýmislegt sem varðar kaup og kjör. Dæmi um slíka aðstoð er yfirferð ráðningarsamninga og aðgengi að margs- konar upplýsingum um hvernig kaupin á eyrinni ganga fyrir sig. Einnig er félagið til staðar ef upp koma vandræði og/eða deilur við vinnuveitanda s.s. uppsögn eða þess- háttar. í slíkum deilum eiga félagsmenn SV m.a. kost á ókeypis lögfræðiaðstoð. Þörfin fyrir slíka aðstoð hefur heldur aukist eftir

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.