Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.12.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.12.1993, Blaðsíða 2
2 Alþýðublað Hafnarfjarðar J ólahugvekj a Einar Eyjólfsson, fríkirkjuprestur skrifar: Þá birti í landi er bjarminn komfyrst frá Betlehem ríkinu góða og heiðinginn skynjaði Hvíta Krist sem liöfðingja manna og þjóða. Með slíkum orðum hafa skálcl íslensku þjóðarinnar tjáð tilfinningar sínar og þakkarkennd fyrir þá gæfu sem þjóðin varð aðnjótandi þá boðskapurinn bjarti frá Betlehem barst til landsins. Já, hingað norður í Dumbshaf að ystu endimörkum hins byggilega heims barst boðskapurinn bjarti og sigraði íslensku þjóðina með svo eftirminni- legum hætti. Engin þjóð í Evrópu beygði sig undir konungsvald Jesú Krists á sama hátt og sú íslenska. Það hefur orðið mörgum hugleiðingarefni hve greiðan aðgang boðskapur mildi og miskunnar átti að mannlífi sem stóð rótum í harðneskju vfkingaaldar. Ein skýring og ekki veigalítil er sú, að þrælar og ambáttir sem víkingar rændu á Bretlandseyjum og fluttu til íslands voru kristnar manneskjur. Þetta fólk sem var öllu svipt átti þó eitt sem enginn gat af þeim tekið, trúnna á Jesú Krist. Er ekki að efa að hljóðlát áhrif þessa fólks, ekki síst ambátta sem oft voru barnfóstrur, hafi átt stóran þátt í því hve Kristur átti greiðan veg til viður- kenningar hér á landi. En hver nú sem skýringin kann að vera, þá er það víst að á skömmum tíma birti yfir á þeim heimilum sem áður höfðu verið á valdi óttans, við vætti og goðmögn í stokkum og stein- um og boðskapur Hvíta Krists tók að móta menningu og hugsunarhátt. Já, það var örugglega máttug reynsla í mörgu koti að kynnast boðskap Krists. Víst voru kröfur hans framandlegar og furðurlegar fyrir fólk sem átti rætur í harðneskjulegum heimi víkingaaldar. Hann vildi ekki láta bera út börn né úthýsa gamalmennum og einstæð- ingum. Hann taldi meiri hetjuskap að sættast og fyrirgefa en að hefna. Hann vildi ekki þiggja blót en gladdist ef vergangsmaður var nærður, hýstur og klæddur. Þetta var sannarlega nýtt og kom mögum ókunnlega fyrir en víst er unt það, að almúginn tók hinum nýja sið fegins hendi eins og endurspeglast svo vel í kveðskap þjóðarinnar þar sem nafn Krists er aldrei langt undan. Stefið úr jólasálminum góða; „hvert fátækt hreysi höll nú er, því guð er sjálfur gestur hér” lýsir betur en flest annað hvað átt er við þegar sagt er að; ,,þá birti yfir landi er bjarminn kom fyrst - frá Betlehem ríkinu góða”. Já fögur stef úr gömlum jólasálmum segja mikla sögu um hin innri verm- andi áhrif sem boðskapurinn frá Betle- hem bar inn á íslensk alþýðuheimili. Sú saga verður hins vegar aldrei sögð tii fulls með hvaða hætti óbrotið alþýðufólk hefur notið varmans frá boðskap hans í betra mannlífi þar sem leitast var við að hlúa að þeim sem minna máttu sín. Við vitum það hins vegar nú, að flest það sem við búum að í dag og lýtur að velferö, samhjálp og réttarfari má rekja lil þess að Kristur hefur átt greiðan veg til viðurkenningar hjá íslensku þjóð- innni. Víst komu þeir tímar að tvísýnt var um hvort boðskaðurinn myndi lifa með þjóðinni og halda áfranr að veita heil- næmum og hollum áhrifum urn þjóðar- líkamann. Sú staðreynd minnir á að Kristur neyðir engan til að lúta valdi sínu, hvorki þjóðir né einstaklinga. Barátta hans fyrir velferð manns og þjóðar er háð með vopni kærleikans, vopni sem hann leggur í hendur þeirra sem sjá hver hann er og skilja hvað hann vill. Abyrgð okkar er því mikil, okkar sem höfum tekið boðskapinn í arf frá fyrri kynslóðum og höfum það í eigin valdi, hvort við viljum bera birtunni frá Betlehem vitni í okkar nánasta um- hverfi, minnug orða Krists. ,,Þér eruð Ijós heimsins, þannig lýsi ljós yðar mönnunum að þeir sjái góðverk yðar og vegsami föður yðar á himni.” Það er bæn mín á þessari aðventu að þessi orð verði okkur öllum ofarlega í huga á komandi dögum sent og Ijóð- línurnar sem ég vitnaði til í upphafi þessarar jólahugvekju. Guð gefi ykkur öllum blessunarríka og bjarta jólahátíð. Helgihald um hátíðarnar Víðistaðakirkja Hafnarfiarðarkirkja Fríkirkian Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18:00 Náttsöngur kl. 23:30 Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00 Annar dagur jóla: Skírnarguðsþjónusta kl. 14:00 Gamlársdagur: Aftansöngur kl. kl. 18:00 Nýársdagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00 Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18:00 Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00 Sólvangi kl. 15:30 - Presture séra Þórhildur Ólafs. Annar dagur jóla: Fjölskyldu- og skírnarguðsþjónusta kl. 14:00 Hanna Björk Guðjónsdóttir syngur einsöng. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju leiðir söng undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur. Gamlársdagur: Aftansöngur kl. kl. 18:00 Rúnar Óskarsson leikur á klarinett. Nýársdagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00 Ræðumaður dr. Ólafur Proppé Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18:00 Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00 Annar dagur jóla: Skírnarguðsþjónusta kl. 14:00 Gamlársdagur: Aftansöngur kl. kl. 18:00

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.