Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.12.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.12.1993, Blaðsíða 3
Alþýðublað Hafnarfjarðar 3 Listahátíð í Hafnarfirði Hafnfirðingar haldi áfram hátt á loft því listablysi sem þeir hafa tendrað - segir frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, sem segir Listahátíð í Hafnarfirði vera bænum til sæmdar „Listahátíðin í Haf'narfirði hefur að sjálfsögðu styrkt ennfrekar ím.vnd Hafnarfjarðar og gefið byr þeirri skoðun að þar sé mikill nienningarbær. Enda vitum við að í Hafnarfirði og nágrenni búa margir góðir listamenn, sem eru ekki síður þjóðarlistamenn en bæjarlistamenn, og Hafnar- fjörður nýtur góðs af”, sagði frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands í samtali við Alþýðublað Hafnarfjarðar aðspurð um Lista- hátíð í Hafnarfirði. Því næst spurðum við Vigdísi hvort það væri eitthvað sérstakt sem henni væri sérstaklega eftirminnilegt frá Listahátíð í Hafnarfírði? ,,Mér finnst Listahátíðin í Hafnarfirði hafa lánast svo vel, að að alll er mér eftirminnilegt sem ég sá þar og mér finnst ávallt erfitt að segja að eitt sé betra en annað jregar vel er gert. En mér er leikbús þó svo kært, að ég fagnaði því auðvitað sérstaklega að á hátíðinni skyldi vera frumflutt íslenskt leikrit sem var auk þess eftir Hafnfirðing. Þá dásamaði ég lengiþau útilista- verk sem voru til sýnis um bæinn á Listhátíð sem þið Hafnfirðingar liéklu fyrir tveimur árum. Það varð til jress að maður sóttist eftir að aka unt miðbæ Hafnarfjarðar til að virða fyrir sér þá góðu list og skoða aftur og aftur.” - Oft reynist erfill að afla fjár til að standa fyrir listviðburðum og í ýmis konar aðra menningarstarf- semi. Surnir telja að of langt sé gengið í að styrkja slíka iðju. Hvað finnst hér uiii það? ,,Því má aldrei gleyma að styðja verður við bakið á list og listsköpun. Það er afar mikil- vægt fyrir okkur öll því maðurinn geru ekki án þess verið að hafa eitthvað til að gleðja andann. Það er ekki nóg að hafa að bíta og brenna og að raða í kringum sig veraldlegu dóti. Maðurinn hefur ekki aðeins þörf til að gleðja andann heldur einnig að brýna and- ann. Það skemmti- lega við listahátíðir er að þá koma menn víða að og örva heimamenn í að njóta og skapa. Listir kalla einatt á bergmál og eru aflvaki nýrra sköpunarverka. Við getum tekið bækur sem dæmi. Erlend bók sem vel er þýdd er hvalreki fyrir heimabókmenntir.Þar er ég ekki síst að hugsa um íslenskar bókmenntir sem þýddar eru yfir á erlend tungumál. Það að kynnast menningu annarra þjóða er ákaflega mikilvægt fyrir allar þjóðir og reyndar nauðsynlegt.” - Nú er Hafnarfjörður ekki stór bœr á alþjóðlegan inœlikvarða. Engu að síður liafa Hafnfirðingar staðið fyrir alþjóðlegum listaliátíð- um og styrkt menningu á ýmsa lund svo atliygli liefur vakið langt út fyrir landsteinana. Hvað gildi hefur slíkt? ,,Það er mikils virði fyrir hvert einasta byggðarlag að listasköpun sé ríkur þáttur í sjálfsmynd þess. Þótt lífsundirstaðan á hverjum stað sé blómlegt atvinnulíf heima- byggðinni til hagsældar, þá er a’ engu að síður svo, að sönn innri gleði manna á sér hljómgrunn í því að vera í beinni snertingu við góða menningu og þar eru listir í öndvegi. Víða þar sem ég hef farið um landið eru góðir söngkórar, hljóðfæraleikur barna og unglinga, og skemmtileg áhugamannaleikhús stolt heimamanna - og menn eru alls staðar að yrkja. Veittu því athygli að í livert skipti sem byggðarlög eiga afmæli þá kappkosta þau að fá heim til sín alla þá listamenn sem eru fæddir og uppaldir þar. Þeir koma þá færandi hendi með myndirnar sínar, sönginn sinn, með dansinn sinn, með höggmyndimar sínar og hvað eina. A slíkum stundum skynjum við betur enn ella hvers virði listin og menningin eru okkur.” -En hvað finnst þér um Hafnar- fjörð að öðru leyti? „Ég kem nokkuð oft í Hafnarfjörð einmitt af því að ég sæki þangað í listsköpun. Mér þykir afar vænt um að eiga Hafnfirðinga að nágrönn- um. Mér finnast Hafnfirðingar svo skemmtilegir. Ég átti t.d. eitt sinn að segja frá smærra bæjarfélagi á Islandi sem ég hefði mætur á fyrir dagblaðið The Europian, fyrir tveimur eða þremur árum, og ég valdi Hafnarfjörð. Afi minn og amma bjuggu lengi í Hafnarfirði. Afi var kennari við Flensborgarskóla. Sem barn kom ég oft til þeirra og lék mér á Hamrinum. En nú ég sæki list til Hafnarfjarðar og vildi óska þess, fyrir þá miklu byggð sem er í kringum Hafnarfjörð, þar með talda stórborgina Reykjavík, að Hafn- firðingar haldi áfram hátt á loft því listablysi sem þeir hafa tendrað heima hjá sjálfum sér.” Nokkur orð um Listahátíð Birgir Björnsson, forstöðumaður íþróttahússins í Kaplakrika Stoltur af mikilvægu hlutverki Kaplakrika Mér fannst Listahátíðin sérstaklega skemmtilegt átak hér í Hafnarfirði. Hún hafði mjög örvandi áhrif á allt bæjarlífið og var góð auglýsing fyrir bæinn út á við. Ég er jafnframt stoltur yfir því mikilvæga hlutverki sem Kaplakrikinn gegndi á Listahátíðinni. Það var yfirleitt geysimikil aðsókn á þá viðburði sem fram fóru í Kaplakrikanum. Þannig troðfylltist húsið fjórum sinnum, á tónleikum Dimitrovu, Rage Against the Machine, Nigel Kennedy og svo við opnunarhátíðina þegar Sinfóníuhljóm- sveitin lék og kórar úr Hafnarfirði sungu. Kaplakrikinn var byggður sem æfinga- og keppnishús fyrir íþróttir en það hefur sýnt sig að með breytingum og lagfæringum má hæglega gera hann að tónlistarhöll, leikhúsi eða sýnarsal. Það kosta að vísu talsverða vinnu. í tenglsum við Listahátíðina var allt á haus héma hjá okkur og mikil vinna við að undirbúa svið og alla aðstöðu. Við áttum í þeim efnum nijög góða samvinnu við áhaldahús bæjarins. Þessi hátíð bar þess vissulega merki að menn voru að nota Kaplakrikann í fyrsta skipti til þessar hluta og örugglega má standa að hlutunum með meiri hagkvæmni í framtíðinni. En Listahátíðin gekk frábærlega vel. Runólfur Birgir Leifsson,framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands Gott orð og jákvæð ímynd Mér finnst Listahátíð í Hafnarfirði vera mjög merkilegt framtak og Hafnarfjarðarbæ til mikils sóma. Dagskrá hátíðarinnar var mjög fjölbreytt og boðið upp á góð atriði. A síðustu hátíð var megináherslan á tónlistina sem mér líkaði að sjálfsögðu vel. En ég var líka mjög hrifinn af Listahátíðinni fyrir tveimur árum síðan. Þarna var boðið upp á allar tegundir tónlistar, popp, jass og alheimsnöfn á tónlistarsviðinu. Með Listahátíð hefur Hafnar- fjörður skapað sér gott orð og jákvæða ímynd sem menning- arbær. Þetta er nokkuð sem ég held að eigi eftir að skila Hafnfirðingum miklu þegar fram líða stundir. Það vantar ef til vill á, að verslanir og fyrirtæki nýti Listahátfðina sem skyldi til að vekja athygli á sér. Það er alkunna erlendis að fyrirtæki styrkja listviðburði, bæði til að vekja athygli á sér og samtímis styðja við listina. Með því eru fyrirtækin jafnframt að búa sér til jákvæða ímynd. Ég vona svo sannarlega að það verði framhald á Listahátíð í Hafnarfirði. Svo mikið er víst að Sinfóníuhljómsveitin hefur mjög jákvætt viðhorf til samstarfs við Hafnftrðinga. Guðmundur Árni Stefánsson, heilbrigðisráðherra Hafnfirðingar voru stoltir af bænum Allir Hafnfirðingar voru stoltir af bænum sínum meðan á Lista- hátíð stóð yfir í júnímánuði síðast- liðnum. Hátíðin vakti verðskuldaða athygli allra landsmanna og einnig langt út fyrir landsteinana. Listahátíðin var faglega mjög góð og framkvæmdin gekk vel fyrir sig. Þar gat að sjá og heyra magra stórkostlega listamenn, jafnt erlenda sem innlenda, flytja eða sýna list sína. Fjölbreytileiki hátíðarinnar gerði það að verkum að allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Þá fannst mér einstaklega ánægjulegt hversu þátttaka bæjarbúa var geysilega almenn á Listahátíð en jafnframt komu fjölmargir gestir annars staðar frá. Bæjaryfirvöld og stjórn Listahátíðar stuðluðu að almennri þátttöku með því að stilla miðaverði mjög í hóf. Stjórn Listahátíðar og allir aðrir sem að henni komu eiga þakkir skildar fyrir frábær störf. Listahátíð okkar Hafnfirðinga stóð Listahátíð í Reykjavík alls ekki að baki nema síður sé. Ég veit að Listahátíð á eftir að verða fastur þáttur í menningarlífi bæjarins um ókomin ár og bera hróður bæjarins víða.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.