Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.12.1993, Blaðsíða 10

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.12.1993, Blaðsíða 10
10 Alþýðublað Hafnarfjarðar Rætt við stjórn Listahátíðar í Hafnarfirði Stórglæsileg listahátíð og almenn þátttaka Fjórum sinnum fylltist Kaplakrikinn og bærinn iðaði af mannlífi meðan á hátíðinni stóð Kaplakrikinn troðfullur við setningu Listahátíðar í Hafnarfirði íjúiní síðastliðið sumar Listahátíð í Hafnarfirði hefur vakið gífulega athygli um allt land og reyndar einnig út fyrir landsteinana. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að uppgangur menningar og lista hefur verið gríðarmikill í Hafnarfirði á sfðustu árum. Alþýðublað Hafnarfjarðar átti samtal við þá þrjá einstaklinga sem sem voru í forsvari fyrir Listahátíð, Gunnar Gunnarsson, flautuleikara og skólastjóra Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Sverri Olafsson myndlistarmann og Örn Óskarsson, hljómsveitarstjóra og skólastjóra Myndlistarskóla Hafnarfjarðar. Eftir að hafa komið okkur þægilega fyrir í Alþýðuhúsinu spurði blaða- maður, hvað það væri helst sem stæði upp úr eftir síðustu Listahátíð. Örn: Mér finnst standa hvað mest upp úr mikil og almenn þátttaka almennings, glæsileg efnisskrá og hvað framkvæmd hátíðarinnar tókst vel. Mjög mikilvæg var einnig sú nýsköpun, sem átti sér stað. Það var skrifuð fyrir Listahátíð ný íslensk ópera, það voru skrifuð þrjú leikrit, það voru samin tónverk og búnir voru til skúlptúrar sem fara í Högg- myndagarð Hafnarfjarðar. - Hátíðin hefur þá ekki verið fyrir fáa útvalda menningarvita eins og stundum hefur þótt brenna við? Gunnar: Nei, alls ekki. Ef við lítum yfir salinn eins og hann var í Kapla- krika, þá gat þar að líta alls konar fólk, ekki bara þá sem þekktir eru fyrir að mæta á listviðburði, heldur allan almenning. Það voru haldnir fernir stórir tónleikar í Kaplakrika með fjölda eins og gerist á bestu kappleikjum. Þarna var því ekki nein elíta á ferðinni. Stærsti hópurinn voru Hafnfirðingar sem fjölmenntu á þessa tónleika. Sverrir: Við lögðum alla áherslu á að allir ættu þess kost að sækja Listahátíð og gera hana þannig að almenningseign. Margir höfðu orð á því að það væri óvenju breiður hópur sem sótti hátíðina. Enda var það eitt af megin- markmiðum hátíðarinnar hér í Hafnarfirði að kotna listinni til fólksins og gefa öllum kost á að njóta hennar. Með því vildum við undirstrika að listin er fyrir alla en ekki einhverja fáa útvalda. Örn: Við notuðum slagorðið að; listin væri fyrir alla. Það sem Sverrir bendir á og er ekki livað síst mikilvægt, er að miðaverðinu var stillt mjög í hóf. Uppleggið var að ná til fjöldans, þó ef til vill hefði mátt hafa fjárhagslega meira út úr einstökum listviðburðum með hærra miðaverði. Eg held að við hér séum allir sam- mála um það, að besta stuðnings- yfirlýsing við Listahátíð í Hafnar- firði var sá mikli fjöldi sem kom á hin margvíslegu atriði listahátíðar. Sverrir: Það er ekki nokkur vafi. Ég er nú búinn að búa lengi í þessum bæ og það sem ég verð sérstaklega var við að standi upp úr er, hvað Hafnfirðingar í heild sinni eru orðnir stoltir af menningarlífi sínu. Við eru hreinlega rígmontnir yfir því hvað hefur verið að gerast hér í listum og menningu. Það skemmti- lega við þessa listahátíð og menn- ingarpólitík er, að hún höfðar til allra og allir bæjarbúar taka með einum eða öðrum hætti þátl í að móta hana og mynda. Það er ótal margir sem koma beint að þessum málum en aðrir með óbeinum hætti. Hér gilda engar kommisaraskipanir að ofan, heldur er það hin almenna þátttaka sem er drifkrafturinn í menningarlífinu. Örn: Ef menn hugsa út í það hvað það er sem skapar samfélag eða bæjarfélag, þá er það er fyrst og fremst margbreytileg menning og athafnalíf. Ég held, því miður, að menningin sé þáttur sem menn oftast vanrækja. Menn byggja stórhýsi, menn leggja vegi og jafnvel mennta fólk. En menn gleyma því oft, að það þarf að gefa fólkinu jafnframt möguleika á að stunda góðar listir og njóta þeirra. Ég held að sú ákvörðun að halda listahátíð hér í Hafnarfirði hali þjappað bæjarbúum saman og hafi lyft þessu bæjarfélagið, bæði livað íbúana sjálfa snertir og á landsvísu. Sverrir: Ég held að það sé kannski heila málið. Fyrir mér er þetta pólitískt spursmál fyrst og fremst. Mér finnst, að sé ekki pólitískur vilji fyrir listsköpun og menningarlífi og séu ekki teknar pólitískar ákvarðan- ir, þá gerist ekkert. Listamennirnir sjálfir hafa sjaldnast peningaráð eða völd. En þeir búa yfir gríðarlega miklum öðrum auöi, sem menn verða að hafa skynsemi til að nota. Ég hef séð tímana tvenna hér í Hafnarfirði, séð steindauðan svefn- bæ með steindautt menningarlíf, þar sem ekkert var að gerast. Síðan á örfáum árum breytist Hafnarfjörður allt í einu í Mekku menningar á þessu landi. Málið er það, að við siglum nú á frontinum í menningar- málum á landsvísu og það er hið besta mál. Gunnar: Það er kannski rétt að koma inn á það, að við allir hér höfum sterk tengsl við menningar- starfsemina í Reykjavík í gegnum þær listgreinar sem við leggjum stund á. Ég verð að segja fyrir mig að það Við óskum Hafnfirðingum gleðilegra jóla og farsœls komandi árs. Um leið þökkum við gott samstarfá árinu sem er að líða.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.