Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.12.1993, Blaðsíða 12

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.12.1993, Blaðsíða 12
12 Alþýðublað Hafnarfjarðar Þá er ég ekki að segja að þetta þurfi allt að vera í formi listahátíða en það safnast saman þegar saman kemur. Eg held því fram, að ef við hlúum að menningunni á skynsamlegan máta hér á Islandi, þá muni okkur í framtíðinni farnast vel á öðrum sviðum Ifka. Háskólabíó eða Listasafn Islands. Sverrir: Fyrir afnot af þessum húsum ríkis og borgar hefur ekki verið reiknaður neinn beinn útlagður kostnaður fyrir Listahátíð í Reykja- vík. Það skiptir líka miklu máli í þessum samanburði. Örn: Eg held að menn geti í sjálfu fengið frá ríkinu þrátt fyrir fyrirheit um meira. Svipað á við á öðrum sviðum menn- ingarmála, Myndlistarskólinn í Reykjavík fékk t.d. 9 milljónir króna í styrk frá ríkinu á síðasta ári meðan Myndlistarskólinn í Hafnarfirði fékk 150 þúsund. Menn geta svo metið ' H t 1 f Wtsmr ) • Málarlist og gjörningar Manuel Mendive frá Kúbu þáttu mjög sérstœðir en bér hefur hann fengið einn áhorfanda til liðs við sig og dansara sem með honutn voru - Það hefur sœtt talsverðri gagnrýni, að listahátíðin hafi farið fram úr fjárhagsáœtlun. Er það eittlivað lögmál þegar listaliátíðir ciga í hlut? Sverrir: Svarið við þessari spurn- ingu er margþætt. A ákveðnum tímapunkti var ákveðið að auka umfang listahátíðarinnar. Þannig höfðum við ekki ráðgert að vera með sérstaka rokktónleika fyrir unga fólkið. I fyrsta lagi, þá er það með því dýrasta sem menn gera. í öðru lagi, þá vissum við ekki hversu gott eða mikið innlegg þetta væri í það sem við vorum að gera. En þessi ákvörðun var tekin og hún hafði í för með sér kostnaðarauka. Það var fleira að þessum toga sem við ákváðum í samvinnu við bæjar- yfirvöld að bæta inn í dagskrána, jafnframt því að auka umfjöllun um hana. Við sitjum ekki við sama borð og menningarbatteríin í Reykjavík í sambandi við fjölmiðlana. Þannig þurftum við að auka við auglýsinga- kostnað og fleira og fleira. Lendingin varð sú að hátíðin fór rúmar fimm milljónir fram úr áætlun. En við höfum samanburð við Lista- hátíð í Reykjavík. Kostnaðurinn við Listahátíð í Hafnarfirði er ekki nema brot af áætluðum kostnaði við Listahátíð í Reykjavík 1994. Þó stóð Iistahátíð í Hafnarfirði í heilan mánuð en í Reykjavík er gert ráð fyrir að hún standi í rúman hálfan mánuð. Hjá okkur var um að ræða yfirgrips- meira og lengra prógramm, en kostnaðurinn samt miklu minni en áætlað er kostnaðurinn við listahátíð í Reykjavík verði. Menn geta svo velt því fyrir sér af hverju það er. Gunnar: í því sambandi er rétt að koma inn á þann aðstöðumun sem er milli þessara tveggja sveitarfélaga. Við urðum í rauninni að byggja okkar tónlistarhöll í Hafnarfirði. Það voru gífurlegar framkvæmdir sem áttu sér stað í Kaplakrika til gera hann þannig úr garði að hægt væri að halda í honum tónleika með heimsþekktum söngvurum og hljóðfæraleikurum eins og Dimit- rovu og Nigel Kennedy. Einnig var byggt leikhús í Straumi og sýning sett upp í Bæjarbíói. Þannig varð tilkostnaðurinn hjá okkur í reynd miklu meiri en hjá þeim í Reykjavík, sem geta gengið inn Borgarleikhúsið, Þjóðleikhúsið, sér deilt um hvort Listahátíðin hafi verið of dýr fyrir bæjarfélagið okkar. En sé horft til umfangs hennar, þá er það ekkert vafamál að hún var til mikilla muna ódýrari en sambæri- legar hátíðir annars staðar. Eg vil þakka það m.a. að yfirstjórn þessarar listahátíðar var mjög lítil. Kostnað- urinn fór fyrst og fremst beint í þá sem komu l'ram og umgjörðina um sjálfa hátíðina. Þannig má segja að fjármagnið hafi nýst mjög vel í þágu listarinnar sjálfrar. Hvað með styrki frá ríkinu? Sverrir: Halla hátíðarinnar má að stórum hluta rekja beint til þess að styrkir til Listahátíðar frá ríkinu voru minni en efni stóðu til. Eg er nýbúinn að fara í gegnum plögg sem varða Listahátíð f Reykja vík. Þar kemur fram að sótt var um 19 milljónir til ríkis og 19 milljónir til borgarinnar. Þar fyrir utan hefur Listahátíð í Reykjavík ávallt haft óútfyiltan tékka til að mæta umfram- kostnaði. Við fengum hins vegar eina og hálfa milljón króna frá Menntamálaráðuneytinu. Það er allur sá styrkur scm við höfum / Bœjarbíói var frumflutt nýtt ísl- enskt leikrit, Fiskar á þurru lattdi, setn er eftir Hafnfirðinginn Árna Ibsen. það hver fyrir sig, hvort þetta sé rétt og heiðarlegt. Örn: Eg vil benda á mikilvægi þess að halda þessari baráttu áfram. Á Akureyri hafa mcnn staðið saman að því að byggja upp menningarmálin í víðum skilningi. Það er rétt að menn átti sig á því að af því fjármagni sem fer til mcnn- ingarmála á íslandi, þá fer megnið af því, svona 97 til 98%, í nokkrar stofnanir f Reykjavík. Það var sagt oft við okkur, þegar við vorum að leita til ríkisins að við skyldum sanna okkur, sýna livað við gætum gert og svo framvegis. Við þykjumst því vera að leggja inn á bók til lengri tíma með þessu starfi, sem þegar hefur verið unnið. Við ætlum okkur að sækja meira fjármagn til ríkisvaldsins næst, þannig að það standi betur að stuðn- ingi við menningu í Hafnarfirði, svipað og það hefur gert á Akureyri og í Reykjavík. Við kyngjum því að hafa fengið lítinn stuðning fram að þessu. Nú erum við búnir að sýna fram á það, að hér er merkileg og metnaðarfull menningarstarfsemi. Og henni ber að fá stærri skerf af framlögum ríkisins til menningarmála en verið hefur hingað til. Sverrir: í framhaldi af þessu er rétt að benda á, að það er komin ákveðin umræða í gang inn í ráðuneyti og víðar, um að rétt sé að endurskoða þáttöku ríkisins í Listahátíð í Reykjavík. Þar segja menn, að það sé ef til vill réttara að styðja allar listhátíðir á landinu eða sambærilega starfsemi um einhverja prósentu af kostnaði til jafns við framlög við- komandi sveitarfélaga. Þannig muni ríkið leggja meiri peninga í menn- inguna, ef bæjarfélögin eru tilbúin að veita meiru fjármagni í þessa hluti. Þetta þykja okkur góðar fréttir. Og sú spurning brennur á vörum margra, hvort það sé eðlilcgt að megnið af fjármunum ríkisins til menningarmála lendi liart nær allt hjá ríkasta sveitarlélagi landsins. Örn: Á þessu er ákveðin skýring. Reykjavík var í fararbroddi á þessu sviði. Það er ekki fyrr en núna á síðustu árum að Hafnarfjarðarbær ásamt ýmsum hafnfirskum fyrir- tækjum hefur staðið myndarlega við bakið á listamönnum. Hér hefur átt sér stað umfangsmikil uppbygging. Mönnum hefur vaxið fiskur um hrygg. Það leiðir til þess að menn sjá, að það er réttmætt að auka framlög frá ríkinu til þessara mála hér í Hafnarfirði. Sverrir: Stóra málið er það, að ég held að okkur Hafnfirðingum hafi tekist það sem engum öðrum hefur tekist. Það er að að eyða tortryggni milli listamanna og viðkomandi stjórnvalda, svo að þessir aðilar nái að vinna saman. Eg er sjálfur búinn að velkjast í menningarpólitíkinni út um allar jarðir og þetta hefur ekki gerst annars staðar. Eg held að sú góða samvinna hafi skilað sér ríkulega. Örn: Eg held ég að ákveðinn halla- samningur sé nauðsynlegur þegar halda skal listahátíð sem þessa. Það getur ekki farið hjá því, að menn verða að taka umtalsverða áhættu með einstökum atriðum. Menn geta séð að stórum hluta hver kostnaðurinn muni verða, en mun meiri óvissa ríkir með tekjurnar. Svona fyrirtæki verður því ávalt að liafa ákveðið svigrúm til að mæta óvæntum skakkaföllum, eins og venjulegum íslenskum rigningar- dögum. Gunnar: Þegar verið er að tala um tap á listahátíð þá eru menn bara að tala unt tap á hátíðinni sjálfri. Hins vegar vilja menn gleyma að reikna út allan þann óbeina gróða sem henni fylgir. Hátíðinni í sumar fylgdi að sjálfsögðu gífurleg velta í verslun og þjónustu. Eg er handviss unt það að það koma miklu meiri peningar inn í bæjarfélagið, heldur en það sem menn voru að greiða í aðgangseyri. Þannig var t.d. hvert einasta gisti- rými í bænum fullt meðan á hátíð- inni stóð og gríðarleg umsvif hjá matsölustöðum, veitingahúsum o.s.frv. Hvað atbuðir á listahátíð fannst ykkur standa upp úr og Itvað höfðaði mest til ykkar? Gunnar: Mér persónlega fundust t.d. tónleikar Dimitrovu ógleyman- legir. Eins vil ég nefna þá tónleika sem voru haldnir í Hafnarborg, þótt þeir hafi verið minni í sniöum og umgjörðin einfaldari. Þar gerðust samt sem áður ótrúlegir hlutir. I myndlistargeiranum vorum við með mjög gott fólk. Þetta var allt fólk sem hefur sett verulega mark sitt á heimslistina. Þar af leiðandi var vcrulega spennandi fyrir okkur að lá það hingað. Ekki má gleyma að við eigum fullt af ágætum listmönnum hér í Hafnar- firði. Stundum hef ég verið spurður hvort það væri nóg af þeint á Listahátíð. En við erum að halda alþjóðlega listahátíð hér í Hafnarfirði. Við erum að reyna að færa fólki eitthvað sem er öðruvísi en það fær dags daglega að heyra í útvarpi og sjá í sjónavarpi eða í sýningarsölum. Við erum að reyna að koma nýju blóði inn í þetta samfélag okkar með því að kynna fólki lítið brot af menningu annarra þjóða. Tilgangur- inn fyrst og fremst að víkka sjón- deildarhring okkar. Ég held að okkur hafi tekist það mjög vel. Það er mitt mat og ég er sjálfur mjög ánægður með það hvernig listahátíðin fór fram. Örn: Ég vil taka undir það með Sverri, að við vildum kynna fólki eitthvað nýtt. Við förum á vissan hátt í sparifötin á listahátíð. Hún hafi var fyrir alla. Þar gafst tækifæri til að upplifa, heyra og sjá nýja list. Ég vil hins vegar leggja áherslu á þátttöku hafnfirskra listamanna. Hafnfirskir kórar tóku þátt í hátíðinni. Við vorum með leikhús, þar sem fjölmargir Hafnfirðingar tóku þátt í og Kammersveit Hafnar- fjarðar lagði sitt fram. Þannig tóku á annað hundrað hafnfirskir listamenn þátt í Listahátíðinni. Á sama hátt og við viljum kynna Islendingum nýja og spennandi hluti þá leggjum við líka geysilega mikla áherslu á að Hafnfirðingar fái tækifæri til að koma sfnum hlutum á framfæri. Gunnar: Við lögðum líka umtals- verða peninga í nýsköpun. Við greiddum íslenskum listamönnum fyrir að semja tónverk, leikhúsverk og þess háttar. Það er þáttur sem ofl er vanræktur. Sverrir: Ég lít fyrst og fremst á hina gífurlegu menningaruppbygg- ingu hér í Hafnarfirði. Ég nefni Megináhersla Listhátíðar var á tánist en hér getur að líta meðlimi ítölsku hljómsveitarinnar Musica Antidogma sem léku íHafnarborg Tónleikar eins og þeir gerast bestir hér á landi. Ég nefni þar atriði eins og Barrueco gítarlcikara, tékkneska tríóið, Peter Matel píanista og Lipovetsky. Þetta voru allt tónleikar á heimsmælikvarða. Örn: Ég vil taka undir það sem Gunnari sagði hér áðan. En jafn- Iramt bendi ég á það, að við fengum líka frábæra myndlistarmenn eins og t.d. Manuel Mendive frá Kúbu. Hann cr feikilega öflugur málari og hlaut kannski ekki nægilega athygli fjölmiðla hér á landi. Hins vegar vil ég ekki vera að taka cinstök atriði sérstaklega út úr. En á heildina litið þótti mér margt sem þar kom fram bæði nýstárlegt og spennandi. Sverrir: Ég vil nú ekki heldur fara að leggja mat á það Itvað var best. En óneitanlega Dimitróva ansi rík f huga mér í mér. Tónleikar hcnnar voru alveg stórglæsilegir. Eins hafði ég mjög gaman af Kenncdy. Hann er vissulega stórmerkilegt fyrirbæri í tónlistarheiminum. En ég vildi gjarnan fá að hlusta á hann aftur, eftir fimm ár eða svo. Straum, Tónlistarskólann, Myndlist- arskólann, Listahátíðina, kórana, lcikfélagið og kammersveilina. Allt ber þetta merki um gróskumikið mennignarlíf í Hafnarfirði. Örn: Þá er rétt að menn átti sig á því hversu mikilvægt það er að menn haldi áfram. Við höfum nú oröið ákveðna reynslu. Við höfum gert mistök og við höfum gert góða hluti. En nú þurfa menn að taka sig saman, skoða hlutina og huga að fram- haldinu. Við erum þegar farnir að huga að næstu listahátíð. Við ætlum að standa að henni eins vel og liægt er, bæði faglega og fjárhagslega. En ég vil leggja áherslu á þá reynslu sem komin er og að menn byggi á henni. Ég lield að það sé samdóma álit okkar, að listahátíðin hafi ef til vill verið of löng. Okkur tókst að vísu að halda spennunni allan tímann þar sem við vorunt með glæsilegt lokaatriði á hátíðinni, þ.e. Kennedy. Hún má væntanlega verða nokkuð styttri í framtíðinni. Þetta er hlutir sem við erum að skoða núna. Þannig

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.