Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.12.1993, Blaðsíða 13

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.12.1993, Blaðsíða 13
Alþýðublað Hafnarfjarðar 13 Sverrir Ólafsson ígóðuin liópi óli íStraumi, en þar var lialdiii sólstöðugleði þann H.júní. byggjum við á reynslu okkar við undirbúning næstu hátíðar. Það cr enginn uppgjafatónn í okkur. Gunnar: Það hel'ur alla tíð verið einhver inenningarstarfsemi í Hafnarfirði. Það iná ef til vill líkja þessu við eldfjall þar sein lengi hafði kraumað undir. En nú hafi varað stanslaust gos s.l. fimm ár eða svo. Og mér sýnist ekkert lát vera á því gosi. Það sem er að gerast núna, er að ákveðnir hlutir eru að festast í sessi. Nú er búið að halda Listahátíð í Hafnarfirði tvisvar sinnum. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að hún verði í framtíðinni haldin annað hvert ár til móts við Listahátíð í Reykjavík. Þó veltur það á pólitískri afstöðu ráða- manna. Það er rétt að geta þess að hér er veriö að byggja stórglæsilegan tón- listarskóla, sem á engan sinn líka á Islandi og reyndar þótt víðar væri leitað. Það er búið að stofna hér myndlistarskóla og mikil gróska á sér stað í Straumi. Við höfum haldið marga frábæra tónleika í tengslum við Tónlistar- skólann og kennara þar. Það gaf því auga Ieið að stofna kammersveit, þar sem þungamiðjan kemur úr tónlistarskólanum. Það er alveg augsýnilegt að öll menningar- starfsemi í Hafnarfirði er í geysilega miklum blóma. Við erum á ákveðn- um tímamótum núna. Við megum ekki með einhverjum slagorðum eyðileggja það mikla starf sem búið er að vinna á þessu sviði. Það þarf að tryggja að þessir hlutir séu komnir til að vera. Sverrir: Ég held að menn, og þá ekki síst stjórnmálamenn hér í bæn- um, veioi að gera sér grein fyrir því að hér er á ferðinni viðkvæmur nýgróður. Það er enginn vandi að drepa nýgræðinginn. Við höfum unnið hér í Hafnarfirði alveg gríðar- legt starf sameiginlega til þess að koma þessu öllu á legg. Því verða menn að halda vel utan um þetta tjöregg og vemda það og verja. Við erum nú komnir á blað sem eitt helsta menningarsamfélag á landinu og þótt víðar væri leitað. Við megum því ekki láta einhverja pólitíska framagosa, sem nærast á einhverju vitleysiskjaftæði, ná undir- tökunum í umfjöllun um menningu og listir í bænum okkar. Slíkir menn eru andstæðingar Hafnarfjarðar og fólksins þar. Um þessi mál þarf að nást pólitísk samstaða. Orn: Ég vil taka undir þetta með nýgróðurinn. Við erum hér að sækja fram á vissan hátt á nýjum sviðum. Þar koma fjölmargir við sögu. Við erum í reynd að búa til nýja atvinnu- grein hér í Hafnarfirði og ætlum okkur að byggja upp starfstétt. Það er ljóst að það verður ekki gert einungis með fjárframlögum úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar, heldur verður einnig að koma til fjármagn úr sameigilegum sjóðum lands- manna í réttu hlutfalli við þau um- svif sem hér eiga sér stað . Til gamans vil ég vitna í skýrslu sent danska menntamálaráðuneytið Itefur sent frá sér. Þar kemur fram að á næstu árum í Danmörku er gert ráð fyrir að mestur vaxtarbroddurinn í atvinnumálum verði á menningar- sviðinu. Menn muni ekki búa til fleiri plastbíla eða önnur áhöld. Þetta er kannski nýr vettvangur fyrir okkur til að byggja upp blómlegt atvinnulíf. Þeir sem ekki taka þátt í þessum leik munu líklega dragast aftur úr og koðna niður vegna of einhæfs atvinnulífs. Ég vil því leggja áherslu á það með Sverri, að það er ákaflega mikilvægt að leggja rækt við þennan nýgræðing og að hann verði hluti af þeirri heildaratvinnu- uppbyggingu sem hér þarf að verða og leggja þannig grunn að blómlegu lífi hér í framtíðinni. Aftur óbreytt miðaverð: 600 kr. Áhættufé sem þú getur vænst niikils af á afinælisári. AfmæJisvinningur: Samtals 54 MILLJÓNIR dreginn út í mars, eingöngu úr seldum miðum! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Sverrir: Hér iðaði allt af mannlífi meðan á Listahátíðinni stóð. Ég er alveg sannfærður um það að þarna eigum við mikla möguleika. í því sambandi má geta þess að samtök um byggingu tónlistarhúss á íslandi hafa m.a. þreifað fyrir sér um að byggja það í Hafnarfirði. Og það ekki að ástæðulausu. Gunnar: Þetta er bara sönnun þess að menn líta ekki lengur á Hafnar- fjörð sem einhvern aflóga bæ suður með sjó eins og kannski var. Orn: Ég vil aðeins halda áfram með þessa efnahagsumræðu. Ég get nefnt byggðarlög eins og t.d. Aspen f Bandaríkjunum þar sem menn hafa gert út á menninguna. Þetta eru byggðarlög sem eru aðeins minni en Hafnartjörður. Þar og víðar gera menn út á menn- ingarmálin. Þar eru t.d. þekktar tón- listarhátíðir og það er það sem þessi byggðarlög lifa á. Ég held að menn steinana. Eftir fyrstu hátíðina var mér t.d. boðið að fara í fyrirlestrar- ferð og kynna þá aðferð sem við beitum hér við uppbyggingu og stjórnun menningarmála og það samstarf sem hér hefur átt sér stað rnilli listamanna og stjórnmála- manna. M.a. fór ég á ráðstefnu í Santa Fe í Bandaríkjunum, sem er ekkert annað en smábær sem vaxið hefur upp í það að verða stórveldi í menningarmálum. Þar lifir um 90% íbúanna að ein- hverju leyti á menningunni. Vitan- lega vitunt við það að undirstöðu- atvinnuvegir þjóðarinnar missa aldrei sitl gildi. En það þarf fleira til. Þetta vinnur allt saman. Sá skiln- ingur sem við höfum mætt meðal ráðamanna Hafnarfjarðar er algjör grundvallarundirstaða undir þetta mál allt saman. Við gætum ekkert gert neina með pólitískum stuðningi. Félagar úr Lúðrasveit Hafnarfjarðar blása á Listahátíð verði að gera sér grein fyrir því að menningin getur verið lífvænlegur atvinnuvegur. Því eiga ntenn ekki að sjá eftir þeim peningum sem þeir leggja fram til hennar vegna þess að þeir munu skila sér aftur. Asamt öðru mun menningin búa til lieil- steypt byggðarlag sem getur tekið hvaða áföllum sem er og á sér jafnframt mikla vaxtannöguleika. Sverrir: Þetta framtak okkar hefur vakið athygli langt út fyrir land- Við látum Sverri eiga hér síðasta orðið en það er greinilegt á orðum þeirra þremenninga að þeir eru staðráðnir í að halda áfram á þeirri braut sem lögð hefur verið með Listahátíð í Hafnarlirði og upp- b.vggingu á lista- og menningar- sviðinu í bænum okkar. Jafnframt vildu þeir félagar koma á fram- færi þökkum til allra Hafnfirðinga fyrir samvinnu og hlýhug til Listahátíöarinnar. Kaupmenn - verslunarstjórar Tökum að okkur að skapa jólastemninguna með lúðrablæstri á háannatímum jólavertíðarinnar gegn vægu gjaldi I pplvsiiiL'ar í siina 653995 eða 51270 Málmblásarakvintettin ÞEYR Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum Kr a arinu r f j sem er að líða SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.