Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 6

Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 6
ÍSLENZKRA STÚLKNA ekki allir Islendingar fram af ættjarðar- ást eða sjálfsæði. Rúmu ári seinna urðu „býtti" á hertökunni. Island var afhent Bandaríkjunum, og þá með skyndiaf- greiðslu Alþingis og án þess að þjóðin sjálf væri spurð ráða í atkvæðagreiðslu, eins og sjálfsagt hefði verið, því samþykkt Alþingis getur aldrei verið prófsteinn í svo örlagaþrungnum málum sem þetta var. Þar á þjóðin sjálf að ráða með atkvæða- greiðslu. En með hliðsjón af því, sem að framan hefur verið sagt, vil ég að lokum enn vitna í hið suðurjóska vandamál Dana og spyrja: Hversu lengi þola Islendingar með íbúa- tölu innan við 200 þúsimd mans erlenda á- sækni og hersetu stórveldis í landinu? ERIK BLOMBERG: SKAPARINN Sem mannsbarn þú upplyftir örmum og ákallar hvelin víð í beiskri bæn um að slökkva þinn brennandi þorsta um síð. En þú ert einn með öllu sem aldrei nokkur var; þú átt þér engan himin og ekkert svar. Og raust þín, til einskis ymur um útgeimsins þögla tóm; en mannshjartað kvika kennir af kvöl þinni bergmáls óm. Helgi Hálfdánarson þýddi. Áhrif hersetunnar koma fram í mörgum myndum. Einn þáttur þeirra, sem þó hef- ur verið lítill gaumur gefinn, er gifting ís- lenzkra stúlkna og Amerikana. En eftir upplýsingum frá fyrstu hendi, er hér um athyglisverðar tölur að ræða, sem vert er að gefa gaum. Á árunum 1946—1960, eða 15 árum, hef- ur tala hjónavígslna framkvæmdra hér á landi, þar sem brúðurin hefur verið is- lenzkur ríkisborgari, en brúðguminn bandarískur, reynst samtals 571, eða nær 40 árlega að meðaltali. Flestar á einu ári 59, en fæstar 22. Enn liggur ekki fyrir skýrsla um árið 1961. Eins munu engar skýrslur til um hjónavígslur framkvæmdar erlendis, þar sem brúðurin er íslenzk. Og enn síður skýrslur um hve margar íslenzkar stúlk- ur hafa liðið skipbrot af kynnum sínum við hið erlenda herlið. En þessi tala, — þessar 571 islenzkar stúlkur, sem við höfum á einum 15 árum séð á bak, á altari herverndarinnar, er okk- ur dýrari fórn heldur en tölum verði talið. Ef til vill finna ýmsar þessar konur hamingju sína í kynnum sínum við hina erlendu hermenn. En þær eru flestar að fullu horfnar landi okkar og íslenzku þjóð- félagi. Island hefur þarna reynst uppeldis- stöð til að ala upp brúðir handa erlendum hermönnum. Ekki er mikil ástæða til að undrast yfir þessu, eða áfella hinar ungu konur. Þessi sama saga endurtekur sig á öllum tímum, þar sem erlendur her dvelur í öðrum lönd- um. En þetta er engu að síður mjög alvar- leg staðreynd. Æskumenn þessa lands eru okkur of dýrmætir til þess, að hægt sé að horfa á með hlutleysi og köldu blóði, að ungar stúlkur séu í vaxandi mæli hafðar að útflutningsvöru sem afleiðing erlendrar hersetu. Sé litið á íbúatölu Islands og Bandaríkja Norður-Ameríku eru sambærilegar tölur fyrir Bandaríkin, að um 40 þúsund stúlkur hyrfu úr landi árlega á altari hermennsk- unnar, eða full 570 þúsund á 15 árum. Þetta þætti nokkurt mannfall í styrjöld. Til samanburðar er rétt að hugleiða, að í síðustu heimsstyrjöld féllu samtals (að- eins) um 150 þúsund Bandaríkjamenn (sjá Heimsstyrjöldina 1939—1945 eftir Ölaf Hansson, Menntaskólakennar, útg. af Menningarsjóði, bls. 261). Þeir sem kunnugir eru þessum málum, fullyrða að ekki ófáar frænkur eða kunn- ingjastúlkur þessara hermannakvenna, flytjist á eftir þeim vestur, til að sjá sig um og menntast. Og verður þá a. m. k. stundum sú reyndin, að þær koma ekki aftur til ættlands síns. Og ennfremur munu einstaka stúlkur fara vestur með eða á eft- ir mannsefni sínu og giftast þar. Allar líkur benda því til, að talan sé nokkru hærri heldur en um getur hér að framan. En þessi staðreynd, — þessi einföldu sannindi ættu að vekja menn til umhugs- unar, einkum þær konur og karla, sem tala með allmiklu yfirlæti og jafnvel nokk- urri fyrirlitningu um andstæðinga erlendr- ar hersetu á Islandi. Fer ekki ónotahrollur um herverndar- menn, — karla og konur, — þegar þeir hugsa um stúlkurnar fimmhundruð sjötiu og eina? 6 DAGFARI

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.