Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 22

Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 22
Þessi mynd þarfnast ekki skýringa. Þannig hugsar skopteiknarinn sér, er Bretar gerast aðilar að E.B.E, öflug andstaða er í Bretlandi gegn aðild að K.B.10. Oðagotshræðsla við að þjóðin tapi á því að vera ekki fullgildur aðili. I Noregi að minnsta kosti hefur ver- ið áberandi óðagotshræðsla: „Við getum ekki verið utan við,“ „við verðum að vera með, þó að það þyki ekki gott“ og svo framvegis. Þessi ótti er orðinn til og hon- um er haldið við viða á fölskum forsendum. Til að mynda hefur verið dreift útreikn- ingum, sem hafa skelft fólk, án þess að nokkur heil brú væri til í þeim. Með fullri aðild er lítil þjóð af- skorin þeim vaxtarskilyrðum í heimsviðskiptum, sem vert er að tala um. Aðild að Efnahagsbandalaginu stendur meðan heimur stendur, þvi eitt einstakt land getur ekki sagt henni upp (240. grein). Þegar þvi þjóð á að taka afstöðu til þess, hvort hún eigi að sækja um aðild, verða menn að skilja hreyfinguna í efna- hagsþróun litið yfir langan tíma. Það er blindur maður, sem aðeins hugleiðir stöð- una eins og hún er nú eða verður næstu árin. Það, sem fyrst og fremst breytir stöð- unni, þegar fram í sækir, eru hin miklu lönd og þjóðir í þeim hlutum Asíu, Afríku og latnesku Ameríku, sem nú eru kallaðar vanþróaðar. Þegar menn hugsa út í það, hvað gengið er hart fram I þvi í löndum þessum að koma af stað hröðum hagvexti, og hversu góðir vilji er til að hjálpa til þess meðal ýmissa iðnaðarþjóða og í al- þjóðastofnunum, þá er augljóst, að það er meðal hinna vanþróuðu þjóða, að vænta má þeirrar þenslu í efnahagslífi heimsins, sem vert er að tala um. Þessi svœði munu innan tíðar skipta talsverðu máli, og þegar tímar líða þá munu þau eiga drjúga hlut- deild í kaupmætti heimsins og sistækk- andi. Viðskiptasambönd við þessi svæði eru því mjög mikilvæg þjóð, sem vill tryggja hag sinn i framtíðinni. Það á ekki sízt við um smáþjóir. Vanþróuðu löndin, sem nú eru orðin "frjáls raunverulega, en hafa ekki einung- is skipt á gamalli nýlendukúgun og nýrri, þar sem eru tengsl við Efnahagsbanda- lagið, þau eru á móti bandalaginu. Smáþjóðirnar, sem velta nú fyrir sér að- ild, verða þvi að spyrja sig, hversu miklu tjóni þær muni verða fyrir við inngöngu í Efnahagsbandalagið, af því að þá muni þær sjálfkrafa gera sér erfiðara um vik að taka þátt í þeirri þenslu i heimsvið- skiptum, sem vert er að tala um, þegar litið er fram í tímann. Eg er í engum efa um, að það tjón verður miklu meira en skammær ávinningur af aðild, ef hann er þá nokkur. Aðeins það að hefja samninga um fulla aðild er hættulegf lítilli þjóð efnahagslega. Því er stundum haldið fram af fylgj- endum aðildar, að enginn sé skaðinn, þó 22 að hafnir séu samningar um aðild. — Það er einungis til þess að „fá skilyrð- in skýrð“, svo við getum siðan tekið á- kvörðun, þegar þau eru kunn. Þessi rök hafa verið mikið notuð í Noregi. Þannig er ekki rétt að leggja málið fram. I fyrsta lagi af því að allt, sem máli skiptir og fólk þarf að vita, má lesa í Rómarsamningnum og í ótal yfirlýsingum og ummælum forystumanna i bandalaginu. Og í öðru lagi af þvi að aðeins það- að hefja samninga um aðild bindur þjóðina mörgum böndum. Aðeins það að hefja samningsumleitanir mun strax valda margs konar ákvörðun- um í atvinnulífi þjóðarinnar. Það verða gerðar framkvæmdir og fjöldi breytinga í framleisluháttum til þess að aðhæfa efna- hagslíf landsins ástandinu í Efnahags- bandalaginu. Þorir nokkur að halda því fram í alvöru, að þjóðin sé frjáls að taka lokaákvörðun, þegar að því kemur? Hvaða flokkur mun voga að fá þessar breytingar teknar aftur? Erlent auðmagn mun einnig fljótt und- irbúa eða hefja framkvæmdir í landi, sem hefur hafið samninga um aðild. Nú þegar skipuleggja erlend stórfyrirtæki miklar alúmníumverksmiðju í Noregi. — Við að- ild munu erlendir auðhringar, en ekki Norðmenn sjálfir, nýta hinar miklu orku- lindir, sem valda þvi, að Noregur hefur góð skilyrði tæknilega séð til að reka orku- frekar útflutningsiðngreinar. Ef svo færi, að Noregur og Danmörk yrðu fullgildir aðilr, þá munu menn verða hrifnir harka- lega úr „alúmíníumrómatíkinni" í Noregi og „ostarómantíkinni", sem nú ræður í Danmörku. Þetta eru aðeins tvö dæmi. Mörg önnur mætti nefna. Hversu margir skyldu ánetjast? (Myndirnar á síðunni eru teknar úr New Statesman). DAGFARI

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.