Dagfari - 01.02.1992, Blaðsíða 2

Dagfari - 01.02.1992, Blaðsíða 2
Fljótlega kom í ljós að margir yrðu í burtu í byijun ágúst og kæmust því ekki í gönguna . Við urðum hins vegar vör við aukinn áhuga ungs fólks á aldrinum 16- 20 ára og margir nýir félagar gengu í samtökin í tengslum við þessa göngu. Ég held að ég tali fyrir mun allra þeirra sem tóku þátt í göngunni þegar ég segi að mér fannst hún takast vel og einkennast af baráttuanda þrátt fyrir að ég hefði auðvitað kosið að sjá fleiri sérstaklega á fundinum á Lækjartorgi. Aðrar aðgerðir á starfsárinu voru: Forláksmessuganga 22.desember í samvinnu við aðrar friðarhreyFtngar. í byrjunjanúar tóku félagar samtakanna virkan þátt í aðgerðum hópsins "Átak gegn stríði& gegn Persaflóastríðinu. Fyrsta maí kaffi samtakanna var haldið í Hlaðvarpanum að þessu sinni og var mjög vel sótt. Um Hvítasunnuna kom hingað til lands hcrskipið HMS York sem getur borið kjamorkuvopn. Send voru bréf til allra Alþingismanna þar sem athygli þeirra var vakin á heimsókninni Einnig var fjölmiðlum og Biskupsstofu bent á að ætlunin væri að nota messutíma á Hvítasunnudag til að sýna herskipið. Þegar félagar samtakanna mættu með dreifirit niður í Sundahöfn kom í ljós að hætt hafði verið við herskipasýninguna. Farin var fjölskylduferð út í Viðey 2.júní og tókst hún vel. í þeirri ferð var hugmyndin um unglingahóp innan samtakanna fyrst reifuð og í kjölfarið boðað til undirbúningsfundar Ungs fólks gegn her. Sá hópur starfaði ötullega að því að hengja upp plagöt bæði 7. júlí vegna 50 ára hersetu og síðan fyrir Keflavíkurgöngu. Heimavarnarliðið hittist 17.júlí vegna frétta um fyrirhugaðar heræfingar. Það fór m.a fjöruskoðunarferð að Sosus kaplinum á sama tíma og bandarískt varalið var við æfingar hér á landi. Herstöövaandstæöingar á Suðurlandi unnu gott starf með því að beita sér fyrir mótmælafundi í Tungnaréttum 29.júlí eða kvöldið áður en heræfingamar hófust. Fundurinn var vel heppnaður og fékk talsverða fjölmiðlaathygli. Félagar af höfuðborgar-svæðinu heimsóttu þá síðan um Verslunarmannahelgina en þá var herlið við æfingar að Einholti. Dreifði hópurinn dreiftritum meðal hermannanna og ræddi við þá .Herstöðvaandstæöingar á Borgarfirði eystra héldu fund í byrjun ágúst og sendi fundurinn frá sér stuðningsyfirlýsingu við baráttu landeigenda Eiðis á Heiðarfjalli vegna hemaðarmengunar þar. Samtökin skipulögðu með öðrum friðarhreyfingum Kertafleytingu á Hírósímadaginn ó.ágúst. ANNAÐ STARF: Miðnefnd sendi frá sér nokkrar ályktanir á starfsárinu: M.a vegna stríðsins við Persaflóa og aðra þar sem framferði sovéska hersins gegn íbúum Eystrasaltslandanna var fordæmt. 30 mars sendu samtökin frá sér ályktun þar sem því var fagnað að Varsjárbandalagið hefur nú loksins verið lagt niður og lagt til að Nató færi sömu leið. Ennfremur var bent á nauðsyn þess að gera raunhæfar áætlanir um þróun atvinnulífs á Suðurnesjum án hersins. Um miðjan maí ályktuðu samtökin vegna heimsóknar breska herskipsins HMS YORK til Reykjavfkur í lok júní var endalokum hersetu Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu og Ungveijalandi fagnað. 11 .júlí var síðan send ályktun þar sem því var fagnað að ákveðið hefur verið að fækka F-15 flugvélum hersins um þriðjung. Einnig var ályktað vegna frétta Stöðvar 2 um herskipaheimsóknir Litli Dagfari var gefinn út þrisvar á starfsárinu. I janúar í mars og fyrir landsráðstefnu í október. Auk þess komu út tvær aukaútgáfur af Dagfara í tengslum við Keflavíkurgöngu: Göngutíðindi 1 og 2 . Var þeim dreift til þeirra sem komu á skrifstofuna og vildu fá upplýsingar um gönguna og samtökin.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.