Dagfari - 01.05.1992, Blaðsíða 4

Dagfari - 01.05.1992, Blaðsíða 4
Dagfari Kefla víkurgangan Jón Torfason: Keflavíkurgangan 1992 hafa hana 10. ágúst en ekki í júní eins og oftast áður. Það kom að vísu á daginn að margir höfðu ráðstafað sér annað í byrjun ágúst og komust ekki í gönguna en hins vegar urðum við vör við aukinn áhuga ungs fólks á aldrinum 16- 20 ára og margir nýir félagar gengu í samtökin í tengslum við gönguna. Laugardagsmorguninn 10. ágúst var þungbúið loft þegar safnast var saman við “hliðið” um kl. 9 undir vökulum augum flokks lögreglumanna sem fengu dágóðan yfirvinnuskammt þennan dag. Veðrið hélst þurrt og eftir gönguhvatningu Steingríms J. Sigfússonar og Árna Hjartarsonar hófu menn á loft spjöld og fána að venju og þrömmuðu af stað. Kjörorð göngunnar var að þessu sinni meitlað í slagorðinu “I átt til afvopnunar.” í Vogunum var fyrsti áningarstaðurinn að venju og var þar nartað í nesti og gerðar teygjuæfingar en slíkt er nýmæli í Keflavíkurgöngum og reyndist vel. Þar talaði Ægir Sigurðsson og Þorvaldur Þorvaldsson söng við undirleik Reynis Jónassonar sem var mættur með nikkuna sína. Nú tók við erfiðasti spölurinn Starf Samtaka herstöðvaandstæðinga er nokkuð fastmótað ár frá ári. Hafðar eru uppi aðgerðir á ákveðnum dögum, eins og 30. mars, Hírósimadaginn og Þorláksmessu svo eitthvað sé nefnt. í sumar var ráðist í að hafa Keflavíkurgöngu. Tímasetning göngunnar réðst m.a. af því að erfitt er að safna fé rétt eftir kosningar en fyrirtæki eins og Keflavíkurganga er talsvert kostnaðarsamt. Því var ákveðið að 4

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.