Dagfari - 01.05.1992, Blaðsíða 7

Dagfari - 01.05.1992, Blaðsíða 7
Dagfari Mengun viðtal sem Morgunblaðið átti við yfirmann Ratsjárstoínunar, þann 23. nóvember 1989. Þar kemur fram að bandaríski sjóherinn beri ábyrgð á ratsjárstöðvunum. Stjórnarskrárbrot Landeigendur hafa bent flotaforingjanum á að samningurinn bijóti ákvæði stjómarskrárinnar um eignarrétt 67. gr. og hann sé ekki í samræmi við 21. gr. stjómarskrárinnar sem segir: Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur riki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða þeir horfa til breytinga á stjóinarhögum ríkisins nema samþykki Alþingis komi til. Slíkt inngrip Alþingis, sbr. 21.gr. og einnig sbr. 67. gr. stjómarskrárinnar yrði þá væntanlega vegna skerðingar á eignarréttindum, þ.e. eignamáms vegna almenningsþarfa bæði hvað varðar samninginn Memorandum of understanding ffá30.júní 1970 og vamarsamninginn frá 5. maí 1951. Báðir þessir samningar virðast brjóta lög um skuldskeytingar 23. kap. Jónsbókar. Vísað er til viðtals sem DV átti við formann utanrikismálanefhdar, þann 13. ágúst 1991. Þar kemur m.a. fram að milliríkjasamningur er þá og því aðeins gildur að Alþingi hafi samþykkt hann. Ríkisstjórn íslands er notuð sem skálkaskjól Það er ljóst af samskiptum við bandaríska sendiráðið og sérstaklega við bandaríska flotaforingjann, sem hafa verið allnokkur að háttvirt ríkisstjóm Islands er ítrekað notuð sem skálkaskjól í málinu og bandaríkjamenn skýla sér á bak við íslensk stjómvöld, sbr. t.d. bréf, dags. 11. mars 1992 frá flotaforingjanum til landeigenda. Mönnum finnst það ekki aðeins óviðeigandi heldur einnig niðurlægjandi og til skammar að islenska ríkisstjómin skuli vera notuð á þennan hátt. Það er krafa tjónþola að ríkisstjóm Islands bæti úrþessu hið fyrsta. Að ríkisstjórn íslands leiðrétti þetta formlega við Vamarliðið, hr. Thomas F. Hall flotaforingja og við bandaríska sendiráðið, þessum aðilum verði vinsamlegast bent á að ekki verði hjá því komist að bandarísk stjómvöld axli ábyrgð sína í þessu máli, enda sé augljóst að í téðum samningi felist valdníðsla. Samningurinn um H-2 svæðið á Heiðarfjalli er hvorki í samræmi við íslensk lög né alþjóðlega mannréttindasamninga sem íslendingar hafa undirritað. Bandarískum stjómvöldum verði einnig gert ljóst að skv. íslenskum lögum sé ekki hægt, með þeim hætti sem gert er í samningnum, að afsala stjómarskrárvernduðum eignarréttindum og grundvallarmann- réttindum að eignarrétthöfum íjarstöddum nema sérstök lagasetning komi til. Umhverfisspjöll og úrbætur Það virðast vera uppi þær hugmyndir að landeigendur ætli að sætta sig við úrganginn inn á landi sínu og það tjón sem þeir hafa orðið fyrir. Hér er um mikinn misskilning að ræða. Astandið á ijallinu er ekki forsvaranlegt miðað við kröfur í umhverfismálum í dag og enn eiga kröfumar í þeim efhum sjálfsagt eftir að aukast. Astandið er einnig óþolandi fyrir landeigendur, þvi sem slíkir yrðu þeir sjálfir ábyrgir í ffamtíðinni fyrir þessum bandarísku haugum og öllum liugsanlegum afleiðingum þeirra ef þeir verða ekki ljarlægðir. Það er því krafa manna að bandarísk stjómvöld hreinsi upp eftir sig og komi svæðinu, H-2 SITE LANGENES, í viðunandi horf. Vegna þessa er þörf á aðstoð íslenskra stjómvalda og að þau vinni með mönnum en ekki á móti og aðstoði við lausn þessa máls. Lokaorð Miklum fjámiunum er nú veitt á fjárlögum Bandaríkjanna til að bæta úr umhverfistjóni vegna starfsemi hersins jafnt innan lands sem utan. (Defense Environmental Restoration Program, áætlað 1,5 miljarðir bandaríkjadala, 90 miljarðir íslenskra króna fyrir árið 1992), og er bandaríski herinn með áfonn um að hreinsa eftir sig víða um heim. I undirbúningi er hreinsun á samsvarandi ratsjárstöðvum í Kanada og á Grænlandi. Aætlað er að hreinsunin í Kanada muni kosta um 300 miljónir bandaríkjadala eða 18 miljarða íslenskra króna. Vitund fólks fyrir umhverfisvemd fer vaxandi. Þetta kom í ljós í könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans í maí 1991 þar sem umhverfisvemd var efst á lista yfir þau verkefhi sem æskileg þóttu ríkisstjóminni. Hinn íslenski umhverfisráðherra, hr. Eiður Guðnason, virðist hins vegar líta á það sem hlutverk sitt (ásamt með öðrum krötum) að vemda fyrst hagsmuni Vamarliðsins áður en kemur að íslenskum hagsmunum. Landeigendur telja að eítirfarandi lög og reglur hafi verið brotin hvað varðar fyrrgreint mál: 1. Stjómskipunarlög Islands 21. gr. og 67. gr. 2. Mannréttindayfirlýsing Evrópuráðsins og Sameinuðu þjóðanna, 1. gr. og 17 gr. 3. Hegningarlög, XVIII. kafli, 165. gr., 169.gr., 170. gr., og 171. gr., XXVI. kafli 254. gr. og XXVll. kafli, 257. gr. og 259. gr. 4. Kröfuréttindi, Jónsbók, kap. 23 um skuldskeytingar. 5. Náttúruvemdarlög, t.d. 13., 14. og 15. gr. 6. Lög um hollustuhætti, 109/1984 og 45/1972. 7. Vatnalög nr. 15/1923, t.d. 83. gr., sbr. einnig ritið „Umhverfisréttur” -1985, höfundurGunnarG. Schram. 5. aprfl 1992 SRÞ/BE/VAÞ/HE/JÁÞ 7

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.