Dagfari - 01.05.1992, Blaðsíða 9

Dagfari - 01.05.1992, Blaðsíða 9
Dagfari Sagan Virki morðsins. Víða liggja “verndaranna ” brauíir. Vart mun sagt um þá, að þeir hafi óttast mennskar þrautir eða hvarflað frá, þótt þeim enga auðnu muni hyggja Islandströllin forn. Mér er sagt þeir œtli að endurbyggja Aðalvík og Horn Láttu fóstra napurt um þá nœða norðanélin þin, fjörudrauga ogfornar vofur hrœða. Feigum villtu sýn. Þeim sem vilja virkjum morðsins níða vammlaust brjóstið þitt. Sýniþeim hver örlög böðuls bíða' bernskuríkið mitt. Það var einnig ætlun hjá Atlantshafsbandalaginu að halda heræfingar út af Homströndum. Þá orti þessi sama kona ljóð, sem ég held stundum að sé svo seiðmagnað að “vemdaramir” þurftu að halda kyrm fyrir vegna veðurs og síðan að hætta við stríðsæfingar og halda á braut ffá þessum guðlausa og göldrótta stað. Válega ýlfruðu vindar, veifaði Núpurinn éljum, öskraði brimrót við björgin boðaði víkingum feigð. Hljómaði hátt yfir storminn: Hér skal hver einasta þúfa varin, og aldrei um eilífð ykkur til skotmarks leigð. Hvort varþá hlegið í hamri? Hermenning stejhdi frá landi óvíg gegn islenskri þoku ófœr að glettast við tröll, Ijómuðu bjargabrúnir, brostu þá sund og víkur, JÖðmuðust lyng og lækur, logaði ósnortin mjöll. Eitt er víst að án nokkurs fyrirvara var “stöðin” á Straumnesijalli lögð niður og yfirgefin í skyndi. Eftir stóðu auð hús, vélarhlutir, jámadrasl og fjall i sárum. Vel væri ef oddvitar landsins reyndu að bæta fyrir þau hervirki sem unnin hafa verið á þessu fagra fjalli. Að sjálfsögðu væri æskilegast að þeir létu aftná allar menjar þessa glapræðis. Það minnsta sem gera ætti nú þegar er að kanna hvort eiturefiii vom þama eftir skilin og hefðu borist í grunnvatnið á svæðinu. Ef svo reynist vera má telja víst að þau berist m.a. í hafið fyrir utan en þar em fengsælustu fiskimið þessa lands. byggðin dæmd til dauða. Á Látmm eða á sandinum í víkinni var skipað upp öllu hersins hafurtaski og þar á meðal steyptum húseiningum í byggingar þær sem herinn var að reisa hinum megin á fjallinu, þar sem Rekavíkurbjargið ris þverhnípt 450 metra veggur móti úfhu norðurhafmu og harðhentum kuldabeljandanum. Vegur var spændur um hlíðina og öllu ekið upp eftir og auðvitað vinstra megin á veginum, eins og þá tíðkaðist. Gárungamir töldu einum ágætum bílstjóra af Isafirði trú um að hér ætti að aka eins og í Amríku, sem sé hægra megin. Eftir fyrstu ferðina var bíllinn tekinn af honum og hann lækkaður í stöðu verkamanns. Svo völt getur upphefð heimsins orðið. Var nokkur furða þótt sá hinn sami kæmi sér upp einhverju magnaðasta blótsyrði sem heyrst hefur í norðurbyggðuin? “Fokkenískeit”, sagði hann þegar mest á reið. Rétt við bjargbrúnina voru byggð mörg hús og löng og flest tengd með göngum svo innangengt yrði í alla stöðina, ekki myndi af veita í stórhríðum vetrarins hér uppi. Undarleg tíð þessa sumars hélt áffam, það rigndi nær alla daga og við óðum drulluna í ökkla og upp í kálfa stundum, svei mér þá, þrifalegt var hvergi á þessum slóðum. Náttúran sjálf skemmdi svo sem stundum vill verða, leysti jarðveg og hleypti skriðum úr fjöllum, en landspillingarmenn þeir, sem hér fóru, voru þó mörgum sinnum stórvirkari til eyðileggingar lands og lífs. Mengunarvamir voru engar, sorpi sturtað í ósnert dalverpi, olíu og úrgangsefnum hvers konar hellt niður, drasli alls konar hent fram af brúninni og það settist á syllur og nef og þræðinga niður eftir öllu bjargi þar sein það hékk eins og óþverradruslur á snögum, tjaran fylltist, en hreinsaðist að vísu öðru hvoru aftur í briminu sem oft gerir undir björgunum. Við strákamir vomm títt við hreinsun á timbri, fleygðum því iðulega okkur til gamans út í beljandi uppstreymið, þar sem hrafnar léku sér skrækjandi, og hoiíðum gapandi á hvernig heilar uppistöður og stóreflis uppsláttarborð þeyttust til baka og yfir hausinn á okkur og stungust loks í jörðina tuttugu-þrjátíu metmm innan við brúnina. Eitt aðalsportið var að taka sponsin úr bensíntunnu, velta henni eftir brúninni, kveikja í slóðinni og sparka henni síðan snöggt í gegnum logana. Þar kviknaði í henni og hún hentist í loftköstum niður allt bjarg og skildi eftir sig eldslóðina þar sem bensínið spýttist úr sponsgötum og tættum rifum sem hvassar brúnir bjargsins skám á hana. Náttúran stóð á öndinni og krummana setti hljóða um stund þangað til eldtunnan splundraðist blossandi í stórgrýtisfjömnni og brann út. Og brimið tók aftur að svarra og krummamir hófu leik sinn að nýju og þó með heldur meiri varúð gagnvart þessum bijáluðu mannvemm sem ekki virtust kunna annað en brenna og eyðileggja þá móður jörð sem þrátt fyrir allt fóstraði þá og fæddi. En eitrið bíður okkar og þess að við bætum fyrir brot eineygðra gróðamanna og geðsjúkra stríðsmanna, eftir þvi sem unnt verður, einnig hér, þótt vafalaust sé mengunin sú minni miklu en óþverrinn, sem allt bendir til að bíði okkar þar sem lengur og meir hefúr verið eitrað fyrir fólk og náttúm. Eða hvenær skyldu Keflavíkursárin gróa? Kannski er vorkunn að kjarkleysinu, þeim sem nú sitja í mengunarvömum, þótt þeir virðist helst vilja verja mengunina fyrir þeim sem vilja rannsaka hana og kortleggja. 9

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.