Dagfari - 01.05.1992, Blaðsíða 12

Dagfari - 01.05.1992, Blaðsíða 12
Mengun Dagfari Árni Hjartarson jarðfræðingur: Grunnvatnsmengun á Miðnesheiði Stórfelldasta grunnvatnsmengun sem orðið hefur á íslandi er á yfirráðasvæði bandaríska setuliðsins á Miðnesheiði. Mengunin er þó ekki bundin við herstöðvasvæðið eitt heldur teygir hún sig út af því niður til Keflavíkur og Njarðvíkur og hefur eyðilagt vatnsból þar. Berggrunnur á þessum slóðum er úr grágrýti sem gleypir auðveldlega í sig vatn og aðra vökva. Neysluvatn er tekið úr brunnum og bor- holum. Svæðið er því viðkvæmt og mengun í grunnvatni getur haft afdrifaríkari af- leiðingar á þessum slóðum en víða annars staðar. Upphaf mengunarinnar má rekja allt aftur til heimsstyijaldarinnar síðari og segja má að straumur mengunarefna til grunn- vatnsins hafi verið viðvarandi síðan. Efni þessi em einkum þrenns konar. I fyrsta lagi klórkolvetnissambönd, í öðru lagi olíur, í þriðja lagi nítröt. Mengun uppgötvast Setuliðsmenn sjálfir fengu grun um mengun í drykkjarvatni sínu snemma á níunda átatugnum. Arið 1985 lét herinn gera rannsókn á vatni ffá vatnsbólasvæði vallarins. Eitt af vatnsbólunum reyndist mengað af líffænum leysiefnum og var því strax lokað. Vitneskja um þessa mengun barst ekki til eyma íslenskra yfirvalda fyrr en rúmu ári síðar. I ffamhaldi af því vom gerðar ffekari rannsóknir á vatni í borholum um allt flugvallar svæðið og á vatnsbólum Keflavíkur og Njarðvíkur. Efhagreiningar bentu til vítækrar mengunar af ýmsum toga. M.a. mældust TCE (tríkfórethýlen) og PCE (tetraklórethýlen) í vatninu. Þetta eru líffæn leysiefhi sem notuð em í ýmsum hreinsi- vökvum en úti í náttúmnni geta þau verið hinir mestu skaðvaldar. Samkvæmt evrópskum heilbrigðisstöðlum er leýfdegt hámark TCE í neysluvatni 5 pg/1 (míkrógrömm í lítra). Leyfilegt hámark PCE er 0 pg/1, með öðrum orðum það má ekki finnast vottur af því í vatninu enda er um stórhættulegt eiturefni að ræða. Uppruni mengunar Þessar niðurstöður sýndu að hér vom menn í vondum málum. Settur var á stofh starfshópur til að vinna að úrlausn málsins og síðan hafin rannsókn á orsökum og uppruna grunnvatnsmengunarinnar. Rannsóknin var kostuð af hemum en ffamkvæmd af ráðgjafafyrirtækinu P..E. Wright sem hefúr sérhæft sig í mengunar- rannsóknum og hefur mikla reynslu að baki. Orkustofhun og Heilbrigðiseftirlit Suðu- rnesja vom undirverktakar og sáu um hluta rannsóknanna. Eftir fyrstu yfirlits- rannsóknimar var ákveðið að beina athyglinni sérstaklega að ákveðnum svæðum þar sem líklegast þótti að finna mætti uppmna mengunar í vatnsbólum Keflavíkur og Njarðvíkur. Eftirtaldir staðir voru hafðir í brennidepli: Camp Davies sem er í næsta nágrenni við vatnsból Njarðvíkur. Þar var rekin þurr- hreinsun á stríðsárunum. PCE var notað þar sem aðal hreinsiefni. Síðar var þar fiskverkun. “Tunnusvæði” skammt ffá Camp Davies þar sem geymdar vom tunnur sem talið var að hefðu innihaldið PCE og terpentínu. lcelandic Salvage Area á svonefhdu Nikkel-svæði. Þar var Sölunefhdin í árdaga, fimm braggar og lager af tunnum með olíuglussa og hreinsiefiium. Braggamir brunnu um eða eftir 1960. Talið er að eitthvað af efnunum hafi farið niður við brunann. Stóra skýlið (Skýli 885) þar sem bæði TCE og PCE höfðu verið notuð til hreinsunar á flugvélum. Niðurföll vom leidd út fyrir skýlið og ekki tengd ffárennsliskerfi. Gamalt æfingasvæði slökkviliðs rétt austan við Leifsstöð. Þar var brennd gömul smurolía sem einkum var safhað úr flug- skýlunum. Fyrstu árin var smurolíunni hellt beint á jörðina og kveikt í. Talið er að leysiefnum hafi verið hellt saman við úrgangsolíuna. Gamlir mslahaugar Suðumesjamanna á Miðnesheiði tvo kílómetra norðan við Leifsstöð. Haugamir vom notaðir ffá 1965- 69. Þar var ýmis konar óhollusta urðuð. Svæði skammt ffá þurrhreinsuninni í Camp Davies þar sem botnfalli úr olíutönkum var fargað. TCE mengun. Skyggðu svæðin eru menguð. Ljósgrátt 1-5pg/l, dökkgrátt 5-20 pg/l, svart >20 pg/l. Hringur er sýndur kringum borholur. 12

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.