Dagfari - 01.05.1992, Blaðsíða 16

Dagfari - 01.05.1992, Blaðsíða 16
Viðtal Dagfari Vatnið er auðlind, sem þarf að vernda Viðtal við Davíð Scheving Thorsteinsson .landbúnaðurinn er aðal mengunarvaldurinn. Það var í byrjun febrúarmánaðar að undirritaður hringdi í Davíð Scheving og spurði, hvort hann væri fáanlegur í viðtal hjá blaði herstöðvaandstæðinga. Eg tjáði honum, að ástæða þess, að ég vildi ræða við hann væri sú, að hann er í vatnsútflutningi. Lindarvatn er ein allra mikilvægasta auðlind okkar Islendinga. Ýmsar nágrannaþjóðir okkar eru svo að- krepptar með land til heræfmga, að þær munu áreiðanlega gimast land okkar til slíkra æfmga, ef þeir bara uppgötva möguleikana, sem Island býr yfir á þessu sviði. A síðastliðnu ári hélt banda- ríski herinn umfangsmestu heræfingar sínar hér á landi frá lokum síðari heims- styrjalarinnar. Að þessu sinni náðu her- æfingamar í fyrsta sinn alla leið inn á Miðhálendið, en þar eiga allar helstu lindár landsins upptök sín. Mikil hætta er á, að í þessu efni gildi hið fom- kveðna: Ef þú réttir skrattanum litla fingur, tekur hann alla höndina. Heræf- ingar á Miðhálendinu og stórkostlegur drykkjarvatnsútflutningur í framtíðinni, þetta tvennt getur ekki farið saman vegna mengunar, sem jafnan fylgir hern- aðammsvifum. Þama er verið að leika sér að fjöreggi þjóðarinnar og jafnvel jarðarbúa allra, því einhvers staðar verð- ur að halda vatninu ómenguðu. Davíð var skjótur til svars. Hann sagð- ist aldrei hafa hugsað þetta tvennt í sam- hengi, „en auðvitað er þetta alveg rétt. Eg fer á fund utanríkisráðherra eftir nokkra daga og ég ætla svo sannarlega að ræða þetta mál við hann.“ Jafnframt lýsti Davíð sig fúsan til að láta hafa við sig viðtal í Dagfara og mæltum við okk- ur mót viku síðar. Getur vatnsútflutningur orðið jafnmik- ilvœgur fyrir efnahagslíf okkar og ferða- mannaþjónusta eða jafnvel þorskurinn eru í dag? Það verður nú ekki á þessari öld, nátt- úrlega ekki. En þetta gæti orðið hliðar- grein með sjávarútveginum og er þegar orðið það. En það er engin ástæða til að fara að metast um það, hvað sé mikil- vægast. Persónulega held ég, að sjávar- útveginum hafí aldrei verið gerð jafn- mikil bölvun eins og þegar farið var að tala um hann sem undirstöðuatvinnuveg. Hann hefur aldrei náð sér eftir það. Nú er væntanlega nóg til af vatni hérna á Islandi. Og það er svo sem nóg til af vatni annars staðar, en það er gjarnan mengað. Þú segir, að það verði að gœta þess að menga ekki uppsprettu- lindir og vatnasvœði þeirra. Frá Lang- jökli streymir hvað mest af uppsprettu- vatni hér á landi! Já, það er líklega rétt. Þaðan eru bæði Sogið og Brúará ættaðar. ... og í Haukadal streymir fram mikið af vatni, sem mun vera œttað frá Lang- jökli. Lindirnar þar eru líklega hálf- drœttingur á við Brúará og renna út i Tungufljót. Svo er mikið af vatni, sem við vitum ekki um. Þegar við hugsum um vatnið, verðum við að fara að hugsa um Iandið allt öðru vísi. Ég hafði alltaf hugsað landið í tveimur víddum, en það bætist við þriðja víddin, þ.e.a.s. niður. Og hvað sem Snorri nú segir, en hann segir að fjöllin hafi ekki rætur, þá er það bara ekki rétt. Þau hafa rætur og þeina þang- að neðanjarðarám. Við vitum ekki mikið um neðanjarðarárnar á Islandi. Þær eru margar og kannski miklu stærri en þær ár sem renna ofanjarðar. Það hlýtur t.d. að vera að meðfram allri Suðurströndinni; Eyjafjalla- Mýr- dals og Langjökli. Frá þessu hlýtur að koma alveg óskaplega mikið vatn, sem streymir neðanjarðar til sjávar. Við vit- um bara um vatnið, sem streymir út hjá Straumsvík, Kaldá. Þannig að það er al- veg óskaplega mikið vatn, sem streymir neðanjarðar, sem enginn veit um. Er ekki tímabœrt að takmarka umferð vélknúinna ökutækja um Langjökul? Það verður að gera þetta. Ef við vilj- um vernda þessa auðlind. Auðlindin er svona mikil vegna þess að hér er enginn landbúnaður stundaður. Hér er grasrækt við sjávarsiðuna og 50 km inn í land, þar sem hún nær lengst. Hitt er bara eyðimörk. Hér höfum við ekki dælt út ókjörum af skordýra- og jurtaeitri, nema við sjávarsíðuna. En við höfum ekki dælt því yfir vatnasvæði lindánna. Stór hluti íslands er óbyggður og þar hefur ekki átt sér stað þessi hryllilega mengun, landbúnaðarmengun, sem er í öllum hinum löndunum - því aðalmeng- unarvaldurinn er landbúnaðurinn. Engar heræfingar Eg kom til Englands fyrir nokkrum ár- um. Þá vakti það athygli mína, að á leiðinni frá Farnham í Surrey og inn í London var skógrœktarsvœði. Og inni í þessu skógrœktarsvæði miðju var her- stöð, þar sem (vœntanlega bara breski) herinn hafði einhveijar œfingabúðir. Þá datt mér i hug, að Bretland er svo þétt- býlt land, að sé það ekki nýtt til annars en skógrœktar, þurfa þeir líka að nota svæðið til herœfinga. 16

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.