Dagfari - 01.05.1992, Blaðsíða 24

Dagfari - 01.05.1992, Blaðsíða 24
Hafið, fjöllin og hugarfarið Tónleikar í Borgarleikhúsinu 11. nóvember 1991 tileinkaðir baráttu gegn hernaðarmengun á íslandi Tónleikamimir í Borgarleikhúsinu 11. nóvember síðast liðinn undir yfirskriftinni hér að ofan verða lengi í minnum hafðir. Ekki bara af því að það vom Hörður, Bjartmar, Bubbi og Megas. Ekki bara af því að húsið var troðfyllt. Fyrst og fremst af því að þama var fiillt af skemmtilegheitum, baráttuanda og nostalgíu (kannski þýðir þetta síðasta fortíðardýrkun). Sá sem dreif þetta allt í gegn var Sveinn Rúnar Hauksson læknir sem lengi hefúr dugað herstöðvaandstæðingum vel. Eg tók Svein Rúnar tali fyrir Dagfara. Hvað hefur það með baráttuna gegn hemum að gera að halda svona tónleika? Listamenn eiga ekki hvað minnstan þátt í að halda baráttu okkar lifandi. Þannig hefiir þetta alltaf verið. Með þessu leggja þeir sitt af mörkum til stuðnings málstaðnum. Eruþeirþá með boðskap gegn hernum? Það er mjög mismunandi hvemig þessu er háttað hjá þeim. Bubbi hefiir frá fyrstu tíð verið mjög beinskeyttur gegn hemum og Nató í textum sínum og svo kemur hann boðskapnum á framfæri á milli laga. Kannski em hinir ekki eins beinskeyttir í textunum en innihald ljóðanna og flutningur tengist þessu máli samt á einhvem hátt. Það er heldur ekki aðalatriðið í svona baráttu að hvert orð sem sagt er beinist gegn hemum eða hver mynd sem máluð er beinist gegn herstöðvunum. Barátta herstöðvaandstæðinga er óijúfanlegur hluti íslenskrar menningar og menningin er óijúfanlegur hluti baráttunnar gegn hemum. Svona er þetta samtvinnað á tónleikum okkar, Keflavíkurgöngum og baráttusamkomum. Það sem skiptir máli er undir hvaða merkjum við göngum og að hverju við stefrium. Leiðimar eru margar og aðferðimar til að ná settu marki. Verða þá ekki fleiri slíkar samkomu? Örugglega verða margar samkomur og margir fundir. En kannski verður einhver bið á sambærilegri samkomu við tónleikana í Borgarleikhúsinu. Það er langt síðan þessu lík samkoma hefúr verið haldin. Það vom rokktónleikamir í Laugardagshöllinni 11. september 1980. Rokk gegn her hét þetta þá. Þar voru allar helstu rokkhljómsveitir á Islandi á þeim tíma. Þama vom m.a. Þursaflokkurinn (að miklu leyti Stuðmenn), Mezzoforte, Karl heitinn Sighvats neð frumsamið verk um 30. mars ‘49 og hljómsveit sem hann nefndi Táragas; að ógleymdum Bubba Morthens sem þá var að koma upp sem fremsti rokksöngvari landsins. Myndlistarmenn og leikarar tóku þátt í þessu líka. Þetta vom stærstu rokktónleikar sem þá höfðu verið haldnir hér á landi með íslenskum hljómsveitum. En gleymum því ekki að í millitíðinni hafa fjölmargir tónlistarmenn komið fram hjá samtökunum, trúbadorar, klassískir og allt þar á milli. Eru herstöðvaandstœðingar sammála um mikilvœgi svona baráttuaðferða? Árið 1980 vom margir í vafa um hvort rokk hefði eitthvað með baráttuna gegn hemum að gera. Rokkaramir svömðu þessu sjálfir. Og núna voru allir sammála um að rétt væri að halda þessa tónleika. Það var auðvitað ótti við að allt kynni að renna út í sandinn og fáir kæmu. Sjálfur var ég ekki í rónni fyrr en ég sá fólkið streyma að Borgarleikhúsinu þetta kvöld en þá varð líka ljóst að húsið yfirfylltist og hundruðir urðu frá að hverfa. Viltu ekki að lokum þakka einhverjum góða framgöngu o.s.frv.? Jú, mörgum. Listamönnunum og öllum þeim sem tóku þátt í undirbúningsstarfínu. Eg vil nefna Tolla, sem í snarheitum rissaði upp mynd af hafí, fjalli og dúfu, sem þeir Sverrir Bjömsson og Halldór Guðmundsson breyttu svo á örskotsstundu í veggspjald til að auglýsa tónleikana. Það er gaman að vera í svona undirbúningi. Allir leggjast á eitt og þá tvíeflist maður af baráttu og sköpunargleði. Ragnar Stefánsson

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.