Dagfari - 01.03.1998, Blaðsíða 3

Dagfari - 01.03.1998, Blaðsíða 3
FRÁ LANDSRÁÐSTEFNU Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga 1997 var haldin laugardaginn 25. október. Auk hefðbundinna liða var efnt til málþings um eilurarf hersetunnar og hafði Einar Valur Ingimundarson umhverfisverkfræðingur framsögu um það mikilvæga mál. * Alyktun Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga haldin í Miðgarði í Reykjavík 25. október 1997 ályktar: í aldarfjórðung hefur legið fyrir vitneskja um ógætilega meðferð eiturefna hjá Bandaiikjaher víða um land. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa ekki veríð í neinu samræmi við alvöru málsins. Bandarísk umhverfis- og heilbrigðisyfirvöld létu gera víð- tækar rannsóknir á gæðum drykkjarvatns í herstöðvum sínum innanlands sem utan á árunum 1980-1985. Niðurstöður rnæl- inga í Keflavík og Njarðvík 1985 leiddu til lokunar tveggja vatnsbóla þar að kröfu bandarískra yfirvalda og íkjölfarið var samið um fjármögnun nýrrar vatnsveitu á svæðinu. Samtök herstöðvaandstæðinga hafa gert alhugasemdir við framgöngu íslenskra stjórnvalda í þessu máli undanfarin ár, enda ljóst að hvergi nærri er lokið frágangi og meðferð á eiturúrgangi hersins víða um landið, hvorki á Stokksnesi, Straumnesfjalli, Suðurnesjum né Heiðarfjalli.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.