Dagfari - 01.03.1998, Blaðsíða 9

Dagfari - 01.03.1998, Blaðsíða 9
virkilega varið slíkar skröksögur fyrir því sem þeir kalla sína kristilegu samvisku? Við vitum öll að Kristur fæddist ekki á jólunum. Hann fædd- íst, en ekki á jólum. Við vitum flest líka, að fallega sagan um barnið í jötunni þar sem stjarna lýsti og vitringar komu að votta hollustu, hún er eldgömul þjóðsaga. Höldum við í einlægni að skröksögur, hvort sem er trúarlegar eða pólitískar, geri bömun- um okkar og unglingunum auðveldara um vik að skilja sjálf sig og tilvemna eða hjálpi þeim að byggja betri og réttlátari heim? Að tvöfeldni og hræsni geri veröldina tryggari, umgengni við jörðina skynsamlegri, samskipti manna friðsamlegri? Kveikjum ljós friðar og réttlætis Nei. Við skulum kveikja þau ljós sem við megnum, við skul- um gera allt eins hreint og við getum, í umhverfi okkar og innra með okkur sjálfum. Við skulum gera okkur glaðan dag í mat og drykk. Við skulum gefa hvert öðru gjafir sem gleðja. Við skul- um færa grænt líf náttúrunnar inn í hús okkar. Við skulum ekki éta á okkur magasár, við skulum ekki drekka í okkur óminni, en við skulum njóta ávaxta jarðarinnar þessa daga. Við skulum tengja hugsun okkar rísandi sól, vaxandi birtu, aukinni hlýju í veðrinu og okkur sjálfum og þar með vaxandi friði á þessari góðu jörð sem við eigum, og eigum eina. Látum hækkandi sól og hlýju hennar leiða okkur til þeirrar hyggju réttlætis, sem ein getur tryggt þann frið sem mannkynið og jörðin okkar þarf svo sárlega á að halda. Gleðilegar hátíðir. EyvindurP. Eiríksson

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.