Dagfari - 01.03.1998, Blaðsíða 11

Dagfari - 01.03.1998, Blaðsíða 11
hálendinu svo að margir duítu af baki og ein kona handleggs- brotnaði. I haust er leið geystust þoturnar svo yfir gangnamenn á Auðkúluheiði, svo hestar fældust en mönnum brá illilega. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um svipað athæfi bandarísku þotuflugmannanna og ollu slysinu á Ítalíu. Þeir íslendingar, sem hafa orðið fyrir barðinu á yfirgangi hermannanna í þotunum, hafa eðlilega kvartað en fengið lítil svör. Formælendur hersins hér á landi hafa svarað með óvenjulega miklum hermennsku- hroka, sagt að herinn verði að hafa „frelsi“ til að stunda æfingar og eflirlit hvar sem honum sýnist. Óbreyttir borgarar verði að bera ábyrgð á sjálfum sér og hvað eru þeir að „þvælast fyrir þegar um hernaðarhagsmuni er að ræða.“ Síendurteknar heræfingar á landinu eru líka vísbending um það að hernaðarhaukarnir hafa fundið hér gott æfingasvæði og það ekki aðeins til að æfa lágflug. Islenskir ráðamenn hafa ekkert um slík mál að segja sem ekki er heldur von eins og mönnum er skipað þar á bæ þar sem undirlægjuháttur gagnvart Bandaríkjamönnum er kjarni utanríkisstefnunnar. Jón Torfason

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.