Dagfari - 01.03.1998, Blaðsíða 14

Dagfari - 01.03.1998, Blaðsíða 14
ENDURMINNINGAR ÚRHERNUM Árið 1992 kom út á íslensku bók eftir fyrrverandi banda- rískan hermann Richard Ivan Hillyard að nafni. Bókin heitir „Rassinn á Sámi frænda“. Hillyard hafði verið á Keflavíkur- flugvelli og vann þá m. a. við útvarpsstöð hersins. Hann giftist íslenskri konu og áttu þau eitt barn. Hér birtist nokkuð stytlur kafli úr bókinni þar sem hann bíður fars til íslands með herflugvél í herstöð í New Jersey eftir að hafa verið í herskóla vestra. Kona hans og barn voru farin á undan með Flugleiðavél. Þetta mun hafa verið á árunum 1983 - 86, þegar til stóð að setja upp mikið af kjarnorkuflaugum í Mið-Evrópu og milljónir Evrópubúa mótmæltu því með fjöldagöngum. Bið í herstöð „Eg staulaðist út af barnum og ákvað að líta á hvaða vélar * færu til Islands daginn eftir. Mér lil mestu furðu sá ég að vél átti að fara í loftið eftir tæpa tvo tíma. Þarna opnaðist mér leið heim og ég strammaði mig af og gekk að afgreiðsluborðinu. „Eg ætla að fara með þessari vél, frú, ef einhver sæti eru laus“. Hún svaraði: „Það eru aðeins sex sæti laus og auk þess þarf sérstök skilríki til að komast með þessari vél.“ Svo vildi til að ég hafði þau skilríki sem til þurfti. Af ein- hverjum ástæðum hafði þess verið krafist í Keflavíkurstöðinni að starfsmenn útvarpsins þar bæru slíkan passa, þótt harla litlar

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.