Dagfari - 01.03.1998, Blaðsíða 16

Dagfari - 01.03.1998, Blaðsíða 16
Á Keflavíkurflugvelli Þotan hægði á sér og stöðvaðist. Vélardynurinn lækkaði. Ég ætlaði að fara að losa um öryggisbeltið þegar annar vörðurinn brá við. „Sittu kyrr þangað til að ég segi að þú megir losa beltið. Þú verður kyrr í sætinu þangað til ég segi að þú megir andskot- ast út“. Mér féll allur ketill í eld. Það hafði verið málað yfir gluggana svo ekki sást út en ég heyrði raddir fyrir utan og verið var að draga lokur frá dyrum. Báðir verðirnir voru í skotstöðu eins og þeir ættu von á því að í dyrunum birlist harðsnúinn hópur íslenskra skæruliða í skemmdarverkaerindum. Ég gat heldur ekki verið viss um að við hefðum lent á íslandi og hugsaði með mér: Hvað nú ef við höfum lent annars staðar og verið er að ráðast á okkur. Nú höfðu dyrnar opnast og verðirnir virtust tilbúnir að láta handsprengjurnar vaða. Það var auðséð á svip þeirra að þeir voru reiðubúnir að skjóta hvern þann sem ekki sýndi réttu skilríkin. Það reyndust þó bara venjulegir sjóliðar sem birtust í dyrunum og mér var leyft að fara frá borði ásamt öðrum flug- manninum. Annar flugmaður kom um borð í stað hans og mér var ljóst að vélin ælti ekki að stansa lengi. Eldsneytisbíll var þegar kominn og byrjað var að fylla á tankana. Við fórum inn í ljóslausan bíl og var ekið á miklum hraða til flugstöðvarinnar. Flugmaðurinn sagði að mér væri best að gleyma þessu með öllu. Ég skil, hugsaði ég. Farmurinn hlaut að vera eitthvað sem menn vildu ekki að Islendingar vissu af. Kominn heim ✓ Eg var kominn heim til lengdamóður minnar, hallaði mér aftur á bak í stólnum og hlustaði á gömlu útvarpsstöðina mína á Keflavíkurflugvelli. Þar var greint frá því í fréttum að fyrsli farmurinn í fyrirhuguðum kjarnorkuflaugaflutningum hefði komið til Bretlands daginn áður á leið til Þýskalands. Hárin risu

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.