Dagfari - 01.03.1998, Blaðsíða 19

Dagfari - 01.03.1998, Blaðsíða 19
af skemmtan víkinga hin subbulegasta, en verk þeirra eru hin sömu. Clinton í hlutverki barnakallsins gætir sprengjanna sem senda skal á saklaus börn á meðan Madeleine Albright æðir um allan heim og fær snatana til að hertaka mæður, hálshöggva feður og brenna hús. Thatcher sagði á sínum tíma að það væri til lítils að eiga kjarnorkusprengju ef maður væri ekki reiðubúinn að nota hana, sama segir frú Albright. Markmiðið er ekki að eyða gjöreyð- ingarvopnum, markmiðið er að koma öllum gjöreyðingarvopn- um í hendur bandarískra stjórnvalda, þeirra sömu sem iðnust hafa verið að beita þeim. Þar hefur ekki skort viljann til að sýna valdið í verki. Við munum eftir Hírósíma og Nagasakí. Við munum eftir Víetnam sem sprengl skyldi aftur til steinaldar, við munum eftir blómunum í ánni og napalmbrenndum börnum. Við munum eftir Persaflóastríðinu sem framið var í beinni útsendingu. Það þótti afar snyrtilegt stríð. Sprengjum varpað úr öruggri hæð, flestir drengjanna kornu aftur sléttir og felldir, hrukku- og bletta- lausir. Að vísu var kastað urn 88 þúsund tonnum af sprengjum yfir Irak, eða jafngildi sjö kjarnorkusprengja eins og varpað var á Hírósíma, og á sex vikurn voru um 200 þúsund manns myrtir á þann hátt. Við vitum öll um afleiðingar stríðsins og viðskiptabannsins, enn em það börnin sem láta lífið fyrir höndum bandarískra stjórnvalda, 600 þúsund nú þegar og ekki þykir nóg að gerl. Enn skal haldið áfram. Yfirskinið er kúgun valdhafa Iraks á eigin þjóð, kúgun Saddams Hussein sem allt l'ram undir Persaflóastríð var einn af góðu drengjunum. Þá skipti litlu þótt íbúar landsins væru kúgaðir, þótl Kúrdar væru ofsóttir, þótt sýklavopnum og eilur- gasi væri beitt. Þótt Saddarn Hussein væri tíkarsonur, þá var hann okkar tíkarsonur, þannig að notað sé kunnuglegt málfar.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.