Dagfari - 01.03.1998, Blaðsíða 23

Dagfari - 01.03.1998, Blaðsíða 23
Innheimta árgjalda Greiðið gíróseðla! Með þessu tölublaði Dagfara fylgir gíróseðill til greiðslu árgjalds Samtaka herstöðvaandstæðinga. Árgjaldið er 1500 krónur og eru það einu tekjurnar sem við höfum til að halda úti starfi okkar. Vonandi bregðast félagar skjótt við þannig að rödd andstöðunnar við hernaðarbrölt og hemaðarhyggju nái að heyrast áfram og stöðvist ekki af peningaskorti. Allmargir félagar okkar hafa ekki hirt um það að greiða árgjöld sín til Samtakanna í einhvem tíma, en fengið Dagfara sendan eigi að síður. Þetta hefur verið meðvituð ákvörðun, grunduð á útbreiðslu- og fræðsluhlutverki Dag- fara. Nú hefur miðnefnd hins vegar tekið þá ákvörðun að héðan í frá muni Dagfari einungis verða sendur þeim sem greitt hafa árgjald. Þetta er ekki síst vegna gífurlegrar hækkunar á póstburðargjöldum sem dundu yfir á síðasta ári. Félagar eru því cindrcgið hvattir til að sýna ábyrgðartil- finningu og greiða gíróseðlana. Nokkrir félagar hafa verið undanþegnir greiðslu árgjalda, er þar fyrst og fremst um öryrkja og aldraða að ræða. Að sjálfsögðu verður engin breyting á því. Allmargir félagar greiða árgjald til Samlakanna með því að láta taka það af kortum sínum. Þetta er mjög þægilegt fyrir alla aðila, bæði þá sem greiða og hina sem standa í innheimtu. Félagar cru hvattir til að nýta sér þennan mögu- leika og hafa samband við gjaldkera Samtakanna, Sigurð Flosason, í síma 554 0900. Binia Þórðardóttir, formaður miðnefndar

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.