Dagfari - 15.04.1998, Blaðsíða 2

Dagfari - 15.04.1998, Blaðsíða 2
AVARP Guðrúnar Helgadóttur, fyrrverandi alþingismanns, á friðardagskrá sem Samtök herstöðvaandstæðinga stóðu að í Þjóðleikhúskjallaranum 30. mars sl. (nokkuð stytt). Kæru vinir og félagar. Fyrir nokkrum árum vildi svo til að ég var stödd í Washington dagana sem verið var að vígja undurfallegt minnismerki um Bandaríkjamenn sem féllu í Víetnam. Nafntogað fólk var fengið til að lesa upp nöfn þeirra 47 þúsund hermanna sem látið höfðu lífið í hryllingnum þeim, en nöfn þeirra allra eru skráð í svartan steininn sem liðast þarna um garðinn. Við vorum þarna nokkrir íslenskir þingmenn og horfðum furðu lostin á þetta leikrit. Ég var að hugsa um að fyrir áratugum fylktum við nokkur hundruð íslendingar liði og gengum mótmælagöngur til þess að reyna að stöðva þennan ljóta leik, til að lífi þessara ungu manna yrði þyrmt og þeir fengju að sjá börnin sín vaxa úr grasi eins og við hin. Og ekki síður til að stöðva grimmilega slátrun á saklausu fólki austur í Víetnam sem hvergi eiga nöfn sín greypt í steina. Auðvitað hló fólk að okkur þá. Hvað kom okkur svo sem við þó að eitthvert fólk væri að drepa hvert annað þarna austur frá? Ekki vorum við flækt í það. Það fór þó svo að almenningsálitið í heiminum sigraði öflugasta hervald veraldar og stöðvaði þennan hildarleik að lokum. Samábyrgð Því auðvitað var þessi styrjöld á okkar ábyrgð. Vera okkar í hern- aðarbandalagi með árásarþjóðinni og afnot hennar af okkar eigin landi var bein þátttaka okkar í þessari styrjöld. Það er engin þjóð laus undan þeirri ábyrgð sem hún axlar með því að gerast aðili að hern-aðarban- dalagi. Fjarlægð atburðanna bjargar engu, landamæri sam-viskunnar enda við upphaf sitt á þessari hnöttóttu jörð. Ég veit ekki hvernig þeim félögum mínum, sem harðast vörðu Víetnamstríðið, var innanbrjósts þarna í Washington. Eitt er hins vegar augljóst að enginn virðist hafa lært neitt. NATÓ lifir góðu lífi

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.