Dagfari - 01.11.1998, Blaðsíða 11

Dagfari - 01.11.1998, Blaðsíða 11
Samþykkt Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna loftárása Bandaríkj ahers á Afganistan og Súdan 21. ágúst 1998 Samtök herstöðvaandstæðinga fordæma hernaðarárásir Bandaríkjanna á Afganistan og Súdan. Ekkert getur réttlætt þessar árásir, ekki fremur en fjölmargar aðrar árásir sem þetta ríki hefur gert á önnur lönd. Hryðjuverkin í Naíróbí og Dar-el- Salam réttlæta ekki árásirnar, þvert á móti er það framferði á borð við þessar loftárásir sem skapar hryðjuverkamönnum tilverugrundvöll. Eða voru árásirnar kannski gerðar til að skapa hinum falleraða forseta hagstæða ásjónu heima fyrir; ásjónu hins alvarlega og hugrakka forseta sem þorir að brýna klærnar og flytur þjóð sinni ávarp á örlagastundu, ávarp sem ríkissjón- varp Islendinga sér til að fari ekki heldur framhjá okkur eybúum. Samtök herstöðvaandstæðinga fordæma árásarstefnu Bandaríkjanna og krefjast þess að herstöðvar þeirra hér á landi verði lagðar niður hið fyrsta og Island segi skilið við hemaðar- bandalag þeirra, Nató.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.