Dagfari - 01.11.1998, Blaðsíða 14

Dagfari - 01.11.1998, Blaðsíða 14
UM DAGINN OG VEGINN 30. mars 1998 Dagarnir sem við rífum af almanakinu, venjulega hverfa þeir út í bláinn og rýma til fyrir bræðrum sínum sem bíða í halarófu eftir að komast að og láta ljós sitt skína. Svo eru aðrir dagar sem ná að marka svo djúp spor að það má sjá eftir þá förin áratugum og jafnvel öldum eftír að þau hafa verið stigin. Þannig dagur er á vissan hátt 30. mars. Honum fylgja myndir sem eru svo ótrúlegar að maður spyr sig hvort þær hafi blandast saman við bíómyndir. Sviðið gæti að vísu ekki verið kunnuglegra, sjálfur Austurvöllur með styttunni af Jóni Sigurðssyní fyrir miðju sem er jafinvel kyrrstæðari en venjulega miðað við iljarnar sem sér í allt í kring, mannfjöldi á hlaupum burt. Og Alþingishúsið er á sínum stað, en samt ekki eins og það á að sér að vera, önnur hver rúða brotin og þegar við rýnum betur í myndina sjáum við að sumir viðstaddra bera hjálma og kylfur, aðrir kasta grjóti. En það sem ræður úrslitum um framandgervingu myndarinnar eru hin óvenju lágfleygu ský sem grúfa yfir mannijöldanum: táragasið. Þetta er 30. mars 1949 og innan veggja Alþingishússins eru þingmenn að samþykkja aðild íslands að Atlantshafsbandalag- inu með 37 atkvæðum gegn 13. Síðan eru liðin 49 ár. Erlend ásælni Fátt setur þetta litla land jaíh gersamlega úr jafhvægi og erlend íhlutun. Ein og sér er þjóðin eins og skopparakringla sem ymur og snýst í samleik við þyngdaraflið og miðflóttaaflið og hvað þeir heita allir þessir kraftar sem halda sköpunarverkinu

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.