Dagfari - 01.11.1998, Blaðsíða 18

Dagfari - 01.11.1998, Blaðsíða 18
koma því í hlutabréfatækt form. En það er ekki þar með sagt að við verðum rekin i burtu, þvert á móti, okkur býðst efitir sem áður að vera: „Lægstlaunaða vinnuaflið í sambærilegum ríkjum Evrópu“. í hvert skipti og óráðskennd áform á borð við þessi spyrjast út rýkur þjóðin upp til handa og fóta með andfælum og mót- mælir hástöfum. En ofvirkjunarmenn eru ekki af baki dottnir, þeir taka málið einfaldlega af dagskrá, bæklingur sem aldrei var ætlaður fyrir almenningssjónir á íslandi er innkallaður. Ekki að þeir séu hættir við, þvert á móti: undirbúningur er í fullum gangi, aðeins er hann ekki til umræðu. Hér er komin þessi séríslenska þögn, svo lífgefandi á öræfum uppi, en að sama skapi þrúgandi í opinberri umræðu. Þess vegna er okkur lífs- spursmál að eiga fjölmiðla sem halda vöku sinni, sem upplýsa okkur um gang mála í þessu litla en lokaða samfélagi okkar og hafa úthald og siðferðisþrek til að fylgja málum eftir og afhjúpa þegar brögð eru höfð í frammi. Hin skrínlagða heimska má aldrei ná að ríkja yfir íslandi. Pétur Gunnarsson Eiturefnavopn? Eftir sex ár hafa ísraelsk stjómvold staðfest að flutninga- þota El A1 flugfélagsins sem hrapaði á íbúðarhverfi í Amsterdam 1992 hefði veríð með efnið DMMP innanborðs, en það er notað til framleiðslu taugagassins saríns. Vélin var á leið frá New Vbrk til Tel Aviv og samkvæmt farmskrá var efhið pan- tað frá Bandaríkjunum. Rannsókn stendur yfir á orsökum ýmissa sjúkdóma sem síðan hafa hijáð íbúa hverfis-ins og björgunarmenn á slysstað. (Heimild Mbl. 2. 10. 1998). Er ekki tlmabært að banna umferð með eiturefna- og kjamorkuvopn 1 lögSogu fsiands?

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.