Dagfari - 01.11.1998, Blaðsíða 19

Dagfari - 01.11.1998, Blaðsíða 19
ALDREI AFTUR HIROSIMA! Avarp íslenskra friðarhreyfinga, flutt við árlega kertafleyt- ingu á Tjörninni í Reykjavík 5. ágúst 1998. í vor sprengdu Indveijar kjarnorkusprengju í tilraunaskyni og skömmu síðar nágrannar þeirra, Pakistanar. Þessar spreng-ingar voru fordæmdar víða um heim bæði af almenningi og ríkisstjór- num og meðal annarra lét íslenski utanríkisráðherrann í ljós vandlætingu sína. Því miður var æði holur hljómur í röddum sumra sem for- dæmdu sprengingarnar. Indverjar höfnuðu á sínum tíma sam- komulagi um bann við tilraunum og framleiðslu kjarnorku- vopna. Þeir bentu á það, og það er víssulega ekki órökrétt á sinn hátt, að sumir gætu trútt um talað þegar kæmi að slíkum samn- ingi. Þeir sem ættu þegar birgðir af kjarnorkuvopnum og hefðu þegar gert allar hugsanlegar tilraunir, þeim væri auðvelt að undirrita svona samning. En eitt kjamorkuveldið, ríki sem stærír sig af gamalgróinm siðmenníngu, Frakkland, lét sér þó ekki nægja um 190 tilraunir með kjarnorkusprengjur á ámnum 1960 til 1991. Okkur er það í fersku minni að árið 1995 sprengdu þeir margar kjarnorkusprengjur á Mururoa í Kyrra- hafinu, en á þeim slóðum höfðu þeir sprengt frá árinu 1966 123 sprengjur neðanjarðar og 44 í andrúmsloftinu. Og Bandaríki Norður Ameríku hafa verið stórtækust allra við framleiðslu kjamorkuvopna og eina ríkið sem hefur notað kjarnorku- sprengju. Raunin er sú, að þessi ríki vilja ekki afhema kjarn- orkuvopn heldur tryggja yfirráð sín yfir þeim. Bandaríkin, Frakkland og Bretland hafa staðið gegn því að kjamorkuvopn verði lýst ólögleg og komið í veg fyrir að Sameinuðu þjóðirnar ályktuðu um það, en Indland og Pakistan hafa hins vegar stutt slíkar tillögur.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.