Dagfari - 01.11.1998, Blaðsíða 21

Dagfari - 01.11.1998, Blaðsíða 21
mamma-san, ég sver við biksvart andlit þitt, við brennandi hár þitt, að ég skal verja því sem eftir er ævi minnar til að reyna að afstýra því að önnur eins ósköp dynji yfir að nýju. Jæja, mamma-san, ertu að brosa til mín? Var það þetta sem þú vildir að dóttir þín gerði - gæfi þér loforð? Vígði sig verkefninu? Ef svo var, þá er það fengið. Heit mitt hef ég unnið. Nú hverfur andlit þitt með þjáning sína í bárur vatnsins, og þar sem það var flýtur blómvöndurinn hennar Óhatsú. Hefur þú loksins öðlazt frið, mamma-san? Hefur þú öðlazt frið, elskuleg? (Edita Morris: Blómin í ánni, s. 149-150) Kertafleyting Kæru félagar, með þessi orð í huga skulum við fleyta kertum okkar út á Tjömina hér í Reykjavík á þessu friðsæla kvöldi. Nú er morgunn í Hirósíma, morgunninn 6. ágúst. Við bjóðum íbúum Hírósíma góðan dag með orðunum: Aldrei aftur Hírósíma! Einar Ólafsson Vopnaður friður C-17 Globemaster 111 Hutningavél Bandaríkjahers, sem stóö á flugvellinum í Vestmannaeyjum í nokkra daga eilir að leud- inuarbúnaður brotnaði beuar hún flutti háhvrnimúnn Keíko varnarsvæða má rekja til varnarsamningsins frá 1951 (Ileimild Mbl. 15. 9. 1998). Bendir þetta ekki til að brýn naoðsyn sé til að endurskoða téðan sarnning með uppsögn í huga?

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.