Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 5

Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 5
þeirri ríkjaskipan sem hæfði veldi borgarastéttarinnar sem var smám saman að tryggja sig í sessi. Með þeim var Evrópa gerð að safni fullvalda eininga sem smám saman áttu eftir að þróast í þá mynd sem við þekkjum nú. Hugmyndin um fullveldi felur í sér að ekkert æðra vald er yfir hinum full- valda. Með þessu var til dæmis vald páfans stórlega skert. Westfalen-samningarnir voru evrópskir samningar, ríkjasamningar hinnar upp- rennandi borgaralegu og að eigin mati siðmenntuðu Evrópu. Það fyrirkomulag sem þeir boðuðu gilti ekki fyrir barbaríið utan Evrópu og það hlaut engan helgan sess í Bandaríkjunum þegar þau urðu til enda fóru þau smám saman að áskilja sér rétt til íhlutunar í málefni annarra Ameríkuríkja. Eftir seinni heims- styrjöldina má segja að West- falen-hefðin hafi skilað sér í sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Á eftirstríðsárunum fengu nýlendurnar í Asíu og Afríku sjálfstæði og fullveldi hver af ✓ annarri. I þessu nýja alþjóðlega samstarfi gætti þó tvískinnungs gagnvart þessari hefð því að Bandaríkin viðurkenndu hana aldrei í raun og Sovétríkin töldu sig ekki upp á þetta borgaralega fyrirkomulag komin, enda var þar gengið út frá öðrum skilningi á lýð- ræðinu, ríkinu og fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti þjóða. Eftir því sem þessi tvö ríki urðu meiri stórveldi þá varð fullveldi margra ríkja á áhrifasvæði þeirra í raun takmarkaðra. Bandaríkin og Sovétríkin voru í reynd æðra vald gagnvart mörgum ríkjum sem að nafninu til voru full- valda. En um leið settu þessi tvö stórveldi hvort öðru tak- mörk og að mörgu leyti var ágætt að hafa hefðina frá West- falen sem stuðpúða og tæki eftir því sem hentaði. Það má hins vegar segja að þessi hefð hafi smám saman orðið úrelt frá borgaralegu sjónarmiði eftir því sem fjár- magnsöflin hafa orðið alþjóð- legri. Menningarlegur, þjóð- ernislegur og þjóðréttarlegur skilningur hefur þó verkað sem tregðulögmál gegn þessari þróun auk þess sem þessi hefð hefur verið látin ráða eftir hent- ugleikum við lausnir vanda- mála víða um heim. Hið skjóta fall Sovétríkjanna batt enda á hina tvískauta heimsskipan sem hafði ríkt í nærri hálfa öld og haldið við þessari hefð þótt henni hafi verið gefið langt nef frá báðum þessum skautum. NATO-ríkin lögðu út í loftárás- irnar á Júgóslavíu af því að þau álitu Rússland of veikt til að skapa vandræði. CLINTON-KENNINGIN Nú er gjarnan talað um Clinton-kenninguna. í grund- vallaratriðum byggist hún á því sem hefur verið kallað túlkun Roosevelts á Monroe-kenning- unni. Árið 1904 lýsti Theodore Roosevelt forseti því yfir að „sífelld óhæfuverk eða van- hæfni, sem endar með því að öll tengsl við siðmenntað sam- félag losna, gerir það nauðsyn- legt að einhver siðmenntuð þjóð skerist í leikinn og Banda- ríkin munu ekki skorast undan því.“ Sagt hefur verið að þessi kenning hafi verið skýrast orðuð í ræðu Clintons í San Francisco í febrúar 1999 - mikilvægri ræðu sem ber- sýnilega boðaði ákvörðunina um loftárásir á Júgóslavíu (sjá Michael Klare). Hann velti því BRESK NATO'HERSKIP Á ÍSLANDSMIÐUM 5

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.