Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 8

Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 8
venjulegt stríð og hins vegar kjarnorkustríð. Hin nýja stefna byggist hins vegar á að hægt sé að heyja tvö meiriháttar stað- bundin stríð samtímis (MRC - major regional conflicts) með Irak og Norður-Kóreu sem dæmi um hugsanlega óvini. Þessi stefna er tíunduð í skýrslu varnarmálaráðuneytis- ins í maí 1997 (Report on the Quadrennial Defense Review - QDR), en einnig er lögð áhersla á nauðsyn þess að vera stöðugt til staðar handan hafs- ins til að móta hið alþjóðlega umhverfi og geta betur brugð- ist við minniháttar átökum og tilfallandi ógnun. Þetta er að nokkru leyti fjármagnað með því að draga úr kostnaði við herstöðvar innanlands. Hluti af þessari stefnu er áætlun um nútímavæðingu her- aflans, „Joint Vision 2010“, sem snýst fyrst og fremst um nýja tækni. Þetta fæddi af sér það sem kallað er hvorki meira né minna en „Bylting í hernað- arlegum málefnum“ (Revo- lution in Military Affairs - RMA). Áætlunin gekk út á að halda við þáverandi herafla en innleiða jafnframt RMA, en með þeirri leið yrði haldið uppi nægum hernaðarmætti til að viðhalda forystu Banda- ríkjanna á heimsvísu meðan RMA yrði komið á með skynsamlegum hraða (Achcar, 92-94). Þótt Irak og Norður- Kórea séu í líkaninu að varnar- stefnu Bandaríkjanna er auð- vitað ljóst að þessi gríðarlegi hernaðarmáttur miðast við eitt- hvað meira en hættuna af þess- um ríkjum (Achcar, 98). Aðeins tveir andstæðingar heimsforræðis Bandaríkjanna nálgast eitthvað slíka stærð, Rússland og Kína. Það má því ✓ ætla að Irak tákni Rússland og Norður-Kórea Kína. William Cohen sagði í skýrslu sinni í maí 1997 um það sem kallað er „Quad- rennial Defense Review“ eða fjögurra ára endurskoðun varnarmála að ólíklegt væri að nokkurt ríki eða ríkjahópur mundi geta ógnað Banda- ríkjunum fram til ársins 2015 á sama hátt og Sovétríkin gerðu í kalda stríðinu. Svo bætti hann ✓ við: „A tímabilinu eftir 2015 er hugsanlegt að svæðisbundið stórveldi eða heimsveldi á borð við Bandaríkin komi fram. Það má líta svo á að Rússland og Kína eigi möguleika á að verða slíkir keppinautar þótt framtíð þeirra sé mjög óviss“ (Report on Quadrennial Defense Review, 2. hluti). Við Varnarmálaháskól- ann í Washington, National Defense University, er stofnun sem heitir Institute for National Strategic Studies og gefur út skýrslur um varnarmál og stöðu alþjóðamála. Þessar skýrslur eru ekki á ábyrgð stjórnvalda en þó má ætla að þær endurspegli þær hug- myndir sem uppi eru meðal ráðamanna. I skýrslunni „1997 Strategic Assessment“ er greint á milli þrenns konar ógna sem steðja að Bandaríkjunum: ógnir frá óstöðugum ríkjum og vandamál sem ná þvert á landamæri eins og hryðjuverk, ógnir vegna meiriháttar svæðisbundinna átaka, og hér eru nefnd „utangarðsríki“ (rogue regimes) eins og Norður-Kórea, írak og íran, og loks ógnir frá hugsanlegum keppinautum sem vissulega gætu ekki ógnað hagsmunum Bandaríkjanna á heimsvísu en gætu hugsanlega valdið hern- aðarlegri ógn á svæðum nálægt landamærum sínum. Á það er bent í skýrslunni að Norður- Kórea og Irak séu ekki lengur sama ógnin og fáum árum fyrr. 8

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.