Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 9

Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 9
Rússland og Kína hafi hins vegar ástæðu til að óttast um sinn hag og megi því búast við að þau sýni klærnar. Það sé raunar ekki við því að búast að þau veiti Bandaríkjunum keppni sem heimsveldi á næsta áratug og þau muni varla ógna Bandaríkjunum beinlínis, frekar halda uppi „strategískri“ samkeppni á lágu nótunum til að hindra áhrif Bandaríkjanna á þeim svæðum sem þau, það er Rússland og Kína, gera tilkall til sem áhrifasvæða. En þrátt fyrir veikleika þeirra geti hugsanlega stafað af þeim meiri vandræði en af smærri ríkjum: bæði eru þau kjarn- orkuveldi og stórþjóðir með þróaðan vígbúnað og sterka stöðu í alþjóðlegum stofnun- um. Gagnvart þessu verði Bandaríkin að bregðast með því að halda uppi nægum styrk, bæði með kjarnorkuvopnum og hefðbundnum vopnum, í samráði við bandamenn á svæðinu, vera alltaf á undan en þó ekki ógnandi og koma þannig í veg fyrir að þessi ríki reyni að jafna ágreining með valdi. Bandaríkin verði líka að búa sig undir að stjórna tak- mörkuðum aðgerðum á jaðar- svæðum keppinautanna. Þessar aðgerðir verði að vera vel ígrundaðar til forðast kjarnorkuátök, byggjast á y firburða- stöðu í upp- lýsingastríði og diplómatískri list (sjá Achar bls. 104 og skýrsluna á vefnum). Þessi skýrsla kom út árið 1997. Er kannski hér að finna fyrsta skrefið í undirbún- ingnum að loftárásunum á Júgóslavíu. Næsta skref hafi verið að finna heppilegt jaðar- svæði? ✓ I nýjustu skýrslu þessar- ar stofnunar, sem var lokið í júní 1999, gætir meiri svart- sýni. Gert er ráð fyrir umtals- verðum breytingum á næst- unni, sumum til hins verra en öðrum til góðs, en einnig sé hugsanlegt að meginþróunin verði í átt til aukinnar spennu og vaxandi óróa. Við lok kalda stríðsins var búist við skjótri útbreiðslu lýðræðis og mark- aðsbúskapar og innan lýð- ræðislegra markaðshagkerfa Evrópu og Norðaustur-Asíu er talið að „lýðræðisleg sam- þætting (integration)“ sé í miklum gangi en í Evrasíu, Miðausturlöndum og Suður- Asíu og víðar í Asíu sé rík tilhneiging til andstöðu við samþættingu og búast megi við að svæðisbundin utangarðsöfl og vandræðagemsar (rogues and troublemakers) taki hönd- um saman á heimsvísu, hugsanlega með stuðningi Rússa og Kínverja (bls. xi-xii). „B andaríkin geta ekki treyst á friðsamlegt alþjóðlegt kerfi við að tryggja hagsmuni sína í sama mæli og fyrir fáum árum“ (bls. xv). Þegar litið er yfir heimsálfurnar er ekki gert ráð fyrir að miklar áhyggjur þurfi að hafa af Rómönsku-Ámeríku né Afríku sunnan Sahara. Það sé hins vegar áhyggjuefni að umbæturnar í Rússlandi hafi verið ófullnægjandi og Kína geti orðið mikið vandamál. Önnur helstu vandamál eru svo „utangarðsríkin“ Norður- Kórea, Iran, írak og Serbía (bls. xii-xiii), en þessi ríki eru einmitt á jaðarsvæðum Rúss- lands og Kína og auk þess við dyrnar að helstu olíusvæðun- / t um eða á þeim. I skýrslunni er vikið að þeim vandamálum sem minnkandi olíu- og gas- forði veldur og þess getið að þrír fjórðu hlutar þess forða séu á svæðunum við Persaflóa og ✓ Kákasus. A n æ s t u á r u m muni

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.