Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 10

Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 10
norðursvæðin skipta minna máli en meira þurfi að hyggja að samhangandi svæði frá Balkanskaganum yfir Mið- austurlönd, Persaflóa og Suður-Asíu og áfram frá Suðaustur-Asíu til Tævan (bls. xvii). Varðandi vígbúnað er lögð áhersla á ný og betri vopn en einnig er sagt að yfirráð yfir geimnum og höfunum verði æ mikilvægari, einkum vegna fjarskipta og eftirlits úr lofti. Bandaríkjunum sé reyndar ekki ógnað á úthöfunum en ástæða sé til að vera á verði varðandi sund og mikilvæg- ustu leiðir. Nýlegar ákvarðanir um aukin útgjöld til varnar- mála séu í samræmi við þær aðstæður sem eru að skapast, og þó megi búast við að auknar fjárveitingar muni ekki upp- fylla allar þarfir í varnarmálum (bls. xix). Á leiðtogafundi NATO í Madrid í júlí 1997 var samþykkt að bjóða þremur fyrrum Varsjárbandalags- ríkjum, Tékklandi, Ungverja- landi og Póllandi, þátttöku í NATO frá og með mars 1999. Gert er ráð fyrir að fleiri munu bætast við í framtíðinni. Bandaríkin hafa einnig verið með hernaðarráðgjafa í flestum löndum í austanverðri Evrópu að Júgóslavíu undanskilinni. Vesturveldin eru því komin NATO Á HAUKA í HOR.NI f með hermenn sína alveg upp að landamærum Rússlands. 23. september 1997 var tilkynnt að lokið væri endur- skoðun á viðmiðunarreglum fyrir varnarsamstarf Bandaríkj- anna og Japans, sem settar voru árið 1978. Með þeim var komið á nánara samstarfi milli landanna og reglur um gagn- kvæman stuðning voru skýrð- ar. Með þessum nýju reglum eru varnir Japans ekki lengur takmarkaðar við innanlands- varnir heldur er gert ráð fyrir hugsanlegri íhlutun í átök í nágrenninu. Þá hefur skilgrein- ing varnarsvæðisins breyst og er litið svo á að það nái yfir Tævan og einnig er Japan gert virkara í varnarsamstarfinu en áður var. Margir hafa lýst áhyggjum af hinum nýju reglum og óttast að þær geti ÍSLENSKU R.ÍKISSTJÓRNINNI leitt til hervæðingar Japans, en eftir seinni heimsstyrjöld hafa Japanir sett sér ákveðin tak- mörk varðandi vígbúnað og stjórnarskráin setti reyndar hinum nýju reglum skorður. Kínverjar hafa gagnrýnt reglurnar og telja að viðtekin hefð sé brotin með þeim. Undanfarið ár hafa samskipti Rússlands og Banda- ríkjanna stirðnað verulega. Reyndar hótuðu Rússar því þegar árið 1995, þegar farið var að tala um fyrirhugaða stækkun NATO til austurs, að standa ekki við sáttmálann frá 1990 um fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu (CFE). En steininn tók úr þegar loft- árásirnar hófust á Júgóslavíu og þá stöðvuðu Rússar alla samvinnu við NATO og síðan hefur engin samvinna verið þar VlÐ AUGLÝSUM HÉR! HVAR VERSLAR ÞÚ? Bókabúðin Hlemmi - Bókabúðin Mjódd Bókabúðin Hamraborg - Skákhúsið íslenskar og erlendar bækur, ritföng, bridge- og skákvörur 10

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.