Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 17

Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 17
leikar og óstöðugt stjórnarfar með eilífum valdaránum og borgarastyrjöldum hafa ein- kennt álfuna frá því að fyrsta nýlendan sunnan Sahara lýsti yfir sjálfstæði fyrir hálfri öld síðan. Trúlega má endalaust deila um rætur vandans en víst er að hann sækir næringuna ekki síst til okkar heimshluta og hervelda innan sem utan hans. Milliríkjaviðskipti með meiriháttar vígbúnað (major conventional weapons) nema árlega meira en 20 milljörðum dollara og hafa aukist ár frá ári að undanförnu (hér eru létt vopn undanskilin enda ill- mögulegt að henda reiður á verslun með þau). Þegar litið er á hverjir leggja stríðandi þjóðum til vopn kemur í ljós að þau tíu lönd sem flytja út mest af vopnum hafa samanlagt yfir 90% markaðshlutdeild. Banda- ríkin bera þar ægishjálm yfir öll önnur ríki með útflutnings- verðmæti upp á tæpa 54 milljarða dollara á árunum 1994-1998 og 48% markaðs- hlutdeild. Önnur ríki á topp- tíu-listanum eru Rússland (12,26), Frakkland (10,59), Bretland (8,91), Þýskaland (7,21), Kína (2,83), Holland (2,34), Ítalía (1,74), Úkraína (1,54) og Kanada (1,39). Frakkar og Þjóðverjar hafa mjög sótt í sig veðrið á þessum markaði á síðustu árum á meðan Kínverjar hafa dregið seglin verulega saman. Meðal þeirra 30 ríkja sem seldu vopn fyrir meira en 100 milljónir dollara á árunum 1994-98 var eitt ríki í Rómönsku Ameríku, Brasilía, og ekkert einasta * Afrílcuríki. A þeim lista eru ✓ nokkur Asíuríki: Israel er í 12. sæti, Úsbekistan í 24. sæti og í neðstu fimm sætunum eru Singapore, Norður-Kórea, Indónesía, Qatar og Suður- Kórea. Ástralir verma 19. sætið á þessum vafasama vinsælda- lista. Önnur ríki í sætum 11-30 eru öll í Evrópu. Þar á meðal eru Svíar, Norðmenn og Danir sem allir seldu vopn fyrir meira en 230 milljónir dollara á þessu tímabili. HVERJIR. KAUIIPA? Þegar kemur að lista yfir þau ríki sem keyptu víg- búnað fyrir meira en 100 milljónir dollara árin 1994-98 snýst dæmið við. Þar eru tíu efstu ríkin Taiwan, Saudi- Arabía, Tyrkland, Egyptaland, Suður-Kórea, Grikkland, Ind- land, Japan, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Thai- land. Af 30 efstu eru 18 lönd í Asíu, sjö í Evrópu og þrjú í Rómönsku Ameríku. Af þeim löndum sem hafna í sætum 31- 72 eru 16 í Evrópu, 12 í Asíu, fimm í Afríku og fimm í Rómönsku Ameríku. Aðrir kaupendur eru Bandaríkin (15.), Kanada (29.), Ástralía (33.) og Nýja-Sjáland (48.). Þarna vekur kannski helst athygli að svo fá ríki í hinni stríðshrjáðu Afríku skuli ná inn á listann. Fyrir utan það að tölur eru ekki aðgengilegar í öllum tilfellum - hvorki yfir kaup né sölu - verður að hafa í huga að þröskuldurinn er settur við um það bil 7 milljarða íslenskra króna á fimm ára tímabili. Og eins og áður segir ná þessar tölur ekki yfir létt vopn sem jafnan gegna stóru hlutverki í skæruhernaði. Ef litið er á árið 1998 þá eru tölurnar út af fyrir sig skuggalegar. Taiwanar keyptu þá vopn fyrir hátt í 4,7 milljarða dollara, Saudi-Arabar fyrir tæpa tvo milljarða, Japanar fyrir 1180 milljónir og smáríki á borð við Sameinuðu arabísku furstadæmin eyddi um 760 milljónum í vígbúnað. Þetta eru hins vegar allt auðugar þjóðir og sama má segja um Kuwait sem reiddi fram 230 milljónir dollara í þessu skyni árið 1998, tæplega fimmfalda þá upphæð 1995 og 1,34 milljarða 1996. Öðru máli gegnir um mörg lönd sem eru neðar á listanum yfir saman- lögð vopnakaup 1994-1998, lönd á borð við Perú (890 M $), Burma (690 M $), Bangladesh (243 M $), Túnis (180 M $) og Eritreu sem sóaði 122 Mál og menning 17

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.