Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 20

Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 20
á texta sáttmálans, einkanlega til að undanskilja jarð- sprengjubelti á landamærum Kóreuríkjanna frá banninu og einnig þær sprengjur sem vinna jafnt á skriðdrekum og fót- gangandi manneskjum. Kröf- um Bandaríkjastjórnar var algerlega hafnað af fylgjendum bannsins og við það tækifæri sagði Lloyd Axworthy, utan- ríkisráðherra Kanada, að Bandaríkin gætu ekki prúttað sig að samningaborðinu. Að þessu sinni yrðu engar undan- tekningar og engar smugur. Ekki þarf að deila um það að það veikir samninginn að mörg þeirra ríkja, sem framleiða jarðsprengjur og telja þær nauðsynlegar fyrir varnir sínar, hafa kosið að standa utan s Ottawa-samkomulagsins. A hinn bóginn hafa ríkisstjórnir margra landa, sem jarð- sprengjur hafa plagað um lengri eða skemmri tíma, undirritað samninginn. Sem dæmi má nefna Angóla, Bosníu-Hersegóvínu, Kambódíu, Króatíu, E1 Salvador, Eþíópíu, Mózambik og Súdan. KJARNOKKUVOPN Eftir þíðuna miklu í samskiptum austurs og vesturs hefur umræða um kjarnorku- vopnabúr stórveldanna legið mjög í láginni. Þó hafa margir með réttu lýst áhyggjum af því að kjarnaflaugar úr fórum Rauða hersins hafi sums staðar farið á hálfgerða útsölu á síðustu árum. Annars hafa augu manna einkum beinst að löndum í öðrum heimshlutum, fyrst írak og Norður-Kóreu en síðar Indlandi og Pakistan sem bæði stóðu að tilrauna- sprengingum fyrir skemmstu. Á síðustu misserum hefur því miður ýmislegt aukið á áhyggjur manna af kjarn- orkuvá eftir að talsvert hafði miðað í rétta átt með samning- um um bann við útbreiðslu kjarnavopna (NPT / Non Proliferation Treaty) og bann við tilraunum með kjarnorku- 600,000,000- 20.000.000- 2,000,000,- 200, vopn (CTBT / Comprehensive Test Ban Treaty) sem m.a. Indland og Pakistan höfðu reyndar neitað að undirrita. Atburðir áranna 1998 og 1999 gengu í þveröfuga átt og í einni svipan komust samningurinn um bann við kjarnorkutilraun- um og START-samningarnir í algjört uppnám. Samskipti Rússa og Bandaríkjamanna á þessu sviði að undanförnu minna mjög fótvissu geiturnar tvær í dæmisögum Esóps sem báðar þurftu að komast eftir einstig- inu en gátu ekki hugsað sér að gefa hinni leiðina eftir. Full- trúadeild Bandaríkjaþings, með Jesse Helms í broddi fylk- ingar, felldi tillögu um að skrifa undir tilraunabannið nú í vetur. Þingmennirnir kveðjast ekki geta samþykkt slíkan samning fyrr en tryggt sé að Bandaríkin hafi komið sér upp gagneldflaugakerfi til að verj- ast langdrægum eldflaugum. Rússar neita að ganga til samningaviðræðna um slík varnarkerfi nema Bandaríkja- stjórn fallist á að skera kjarn- orkuvopnabúr sín niður um 75%. Jafnframt hóta Rússar að láta START II-samninginn róa ef ekki verði gengið að kröfum þeirra en hann hefur enn ekki verið borinn undir atkvæði í neðri deild rússneska þingsins. Atkvæðagreiðslan átti að fara fram í desember síðastliðnum en var frestað í mótmælaskyni við loftárásir Breta og Banda- ríkjamanna á írak 16.-19. sama mánaðar. START-samningarnir miða að umfangsmikilli fækk- un kjarnavopna. Með START 20

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.