Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 21

Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 21
I-samningnum, sem gekk í gildi 1994, skuldbundu risa- veldin sig til að takmarka kjarnorkuherafla sinn við 6000 kjarnaodda og átti niður- skurðinum að vera lokið í desember árið 2001. START II var undirritaður 1993 og kveð- ur á um takmörkun við 3000- 3500 kjarnaodda í síðasta lagi 2007. Stefnt hefur verið að þriðja samningnum, START III, sem fækki kjarnaoddum um 500-1000 til viðbótar. Bandaríkjamenn eru hins vegar ekki til viðræðu um þriðja áfangann fyrr en Rússar hafa fullgilt START II. Þrátt fyrir allt fækkaði kjarnaoddum í heiminum úr 50 þúsundum í „aðeins“ 20 þúsund á árunum 1985-1995. Úkraína, Kazakhstan og Hvíta- Rússland hafa fallist á að eyði- leggja alla þá tæplega 2200 kjarnaodda sem löndin tóku í arf eftir Sovétríkin á sínum tíma. Þá hafa bæði Brasilía og Suður-Afríka ákveðið einhliða að leggja kjarnorkuáætlanir sínar á hilluna og mættu fleiri fylgja því fordæmi. Þær geitur sem í þrjósku sinni halda áfram að stympast á þessum vettvangi hrapa auðvitað til bana eins og í dæmisögunni en munu hins vegar vafalítið taka fleiri með sér í fallinu. KJAR.NORKUSPR.ENGJUR FÁTÆKLINGANNA Þrátt fyrir að ekki sé vitað um nema tvö dæmi þess að efnavopnum hafi verið beitt frá lokum síðari heimsstyrjald- ar, af Egyptum í Jemen á 7. áratugnum og írökum gegn Irönum og Kúrdum, stafar mannkyninu umtalsverð ógn af slíkum vopnum. Ekki er vitað með vissu um útbreiðslu þeirra en notkun þeirra hefur verið bönnuð með Genfar-sátt- málanum frá 1925 og árið 1993 var gerður sáttmáli sem tekur á efnavopnum með svipuðum hætti og Ottawa-samkomulag- ið á jarðspren&jum. Sáttmálinn frá 1993 mun hins vegar ekki ganga í gildi fyrr en að minnsta kosti 65 ríki hafa fullgilt hann. Banni við sýklavopnum var komið á með sérstökum sáttmála árið 1972. Flestöll iðnvædd ríki eru bæði aðilar að banninu við efnavopnum og sýklavopnum og sama má segja um ríki í Asíu og Ameríku. Þau ríki sem standa utan við annan hvorn samninginn eða báða eru nánast öll í Afríku en Mið- Asíulýðveldi Sovétríkjanna sálugu eru einnig áberandi í þeim hópi. Athygli vekur að Líbýa er meðal aðildarríkja að báðum samningunum en Vesturlönd hafa lengi grunað Líbýumenn um græsku í þessum efnum. FRAMTÍÐARHOR.FUR. Að öllu samanlögðu er harla erfitt að vera bjartsýnn á að verulegur árangur náist í af- vopnunarmálum í nánustu framtíð. Til þess malar her- gagnaiðnaðurinn of mikið gull og ítök hans í alþjóðastjórn- málum eru vægast sagt óhugnanlega mikil. Vel má vera að það bakslag sem komið hefur í niðurskurð kjarnorku- herafla á síðustu árum verði aðeins tímabundið og innan tíu ára komist afvopnunarferlið á góðan rekspöl. Til að svo megi verða þarf stjórnmálaástandið í Rússlandi að breytast mikið, meira en hægt er að gera sér vonir um í tengslum við næstu forsetakosningar þar í landi. Þá er greinilegt að spenna fer vaxandi í ýmsum fjarlægari heimshlutum, ekki síst í sam- skiptum Indlands og Pakistan. Þó eru þrjú Ijós í öllu þessu myrkri sem stafar því miður ekki af heimsku heldur af hreinni græðgi. Þar skal fyrst nefna talsverða viðleitni til n i ð u r - skurðar 21

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.