Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 23

Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 23
VIÐTAL VIÐ HERRA S1GURB.IÖRN EINARSSON. BISKUP ÍSLANDS 1959-1981 Sigurbjörn Einarsson var dósent í guöfrœöi viö Háskóla Islands þegar beiðni Banda- ríkjastjórnar um herstöövar til 99 ára kom fram. Hann skip- aði sér þegar í fi'amvaröasveit þeirra sem andœfðu slíkum hugmyndum og var formaöur Þjóövarnarfélagsins á árunum 1946-1951. Hallgeröur Páls- dóttir rœddi viö Sigurbjörn um þátt hans í jyrstu baráttusam- tökum Islendinga gegn banda- rískum lier í landi og aöild Islands aö hernaöarbandalagi. Þjóðvarnarfélagið var stofnað í september og október árið 1946. Hverjar voru helstu for- sendur og hvaða hugmyndir voru þar að baki? Þegar bandarískur her kom fyrst til Islands árið 1941 hafði verið um það samið að bandarísk herseta stæði ekki lengur en fram yfir stríðslok. Það fór á annan veg og það voru óneitanlega vonbrigði að herinn skyldi ekki fara þegar friður hafði verið saminn. Þegar áætlanir um víðtæka hernaðaraðstöðu og veru hers hér á landi til lengri tíma spurðust út grunaði marga að þetta hefði verið rætt á bak við tjöldin og hefði átt að fara leynt. Ekki var laust við að fólk spyrði sig hvort Bandaríkja- menn hefðu víðtækari áætlanir á prjónunum og hyggðu á ítök til frambúðar. Afstöðu margra Islendinga til Keflavíkur- samningsins verður að skoða í þessu ljósi. ✓ Ymsir óttuðust mjög aukin ítök og áhrif Bandaríkja- manna hér á landi og töldu þau stefna íslenskri menningu og þjóðerni í hættu. Við sem höfð- um beyg af þessari þróun stofnuðum Þjóðvarnarfélagið til að eiga vettvang til umræðu og tæki til áhrifa. Vettvang sem var ekki að finna innan flokk- ana, því að mikil leynd hvíldi yfir viðræðum stjórnvalda við ríkisstjórn Bandaríkjanna. Andstaða okkar við veru her- liðs hér á landi á sínum tíma mun enda hafa átt nokkurn þátt í því að bein áhrif herliðsins urðu ekki eins mikil og þau hefðu getað orðið. Áhrif frá erlendri menningu hafa fremur borist í gegnum fjölmiðla en með beinum samskiptum. ✓ Alituð þið mikilvægt að stofna þverpólitískt félag um málið fyrir þá sem voru andsnúnir hersetunni án þess að aðhyllast sósíalistíska hugmyndafræði? Herstöðvabeiðni Bandaríkjanna var of alvarlegt mál til að láta einn flokk einoka það. Það hefði heldur ekki verið til hagsbóta fyrir málstað herstöðvaandstæðinga að ná ekki ítökum út fyrir fylkingar sósíalista. Hávaðinn í þeim sem voru lengst til vinstri gat spillt fyrir málstaðnum. Það var líka ástæða til tor- tryggni vegna hollustu sumra í þeim hópi við allt sem kom frá Moskvu. Því miður varð óttinn við áhrif að austan til þess að 23

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.