Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 32

Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 32
kosningarnar 1949 og bauð sig fram gegn Ólafi Thors í Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Náði hann kjöri sem uppbótarþing- maður og felldi Natóvininn ✓ Guðmund I. Guðmundsson. Enda þótt andstaða sósíalista við bandarískar her- stöðvar hafi mótast af ýmsum öðrum sjónarmiðum en fylgi- spekt við Sovétríkin var eigi að síður ljóst að ekki gátu allir herstöðvaandstæðingar átt samleið með sósíalistum á þeim tíma. Vel var hægt að vera andsnúinn bandarískri ásælni án þess að aðhyllast sósíalisma eða hafa róttækar skoðanir á þjóðfélagsmálum að öðru leyti. Árið 1946 kom hins vegar í ljós að herstöðvaand- stæðingar sem ekki voru sósíalistar áttu sér engan opinberan málsvara. Ur því var bætt með stofnun Þjóð- varnarfélagsins. ÞJÓÐVARNARFÉLAG OG ÞJÓÐVAKNARROKKUK Þjóðvarnarfélagið var stofnað til að vinna gegn Keflavíkur- samningnum og „hvers konar ásælni annarra rfkja á land vort eða réttindi sem sjálfstæðrar þjóðar“.32 Sigurbjörn Einars- son, dósent í guðfræði, var formaður félagsins frá upphafi. Málgagn félagsins, Þjóðvörn, kom út í fyrsta skipti 2. október 1946 og var þar að finna aðvörunarorð þjóðkunnra ein- staklinga. Meðal þeirra sem heitt var í hamsi var Einar 01. Sveinsson prófessor. Hann spáði því að ekki yrði látið staðar numið með Keflavíkur- samningnum og er grein hans athyglisverð heimild fyrir því hvernig pólitísk umræða um málið horfði við leikmanni sem ekki var bundinn af flokkslínu: „Ef alþingi samþykkir samn- ingsuppkastið, munu styðjend- ur uppkastsins setja öll tæki forheimskunarinnar í gang til að innprenta mönnum hve gott og fagurt og indælt það sé, og hve blessunarríkt sé að vera skóþurka hins erlenda herveld- is. Kommúnistagrýlan mun verða vakin upp alveg eins og í fyrra, þegar mótstöðumenn herstöðvanna voru óðara stimplaðir kommúnistar. Og aðrar grýlur og á hinn bóginn gyllingar verða vissulega vakt- ar upp. Eg hef svolítið fylgst með því undanfarin ár, hvernig sum íslenzk blöð hafa staðið á rétti íslenzkra manna gagnvart erlendum ríkjum. Við höfum allir séð það. Eg sé í anda landvörn sumra þeirra, þegar greinir verða með Islendingum og Bandaríkjamönnum!“33 Tímaritið Þjóðvörn kom út nokkrum sinnum í október 1946 en síðan kom einungis út einn fjórblöðungur af því uns stofnun Atlantshafsbandalags- ins komst á dagskrá í árslok DWIGHT D. EISENHOWER BANDARÍKJAFORSETI HEIMSÆKIR HERSTÖÐINA í KEFLAVÍK ÁRIÐ 1955 32

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.