Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 33

Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 33
1948. Þá hófu þjóðvarnarmenn fundaherferð til að vekja al- menning til umhugsunar um málið, sem í leiðara Alþýðu- blaðsins var nefnd „áróður kommúnista og nokkurra fá- ráðlinga“.34 Ræða Sigurbjarnar Einarssonar við hátíðahöldin 1. desember 1948, sem ávann honum einkunnina „hinn smurði Moskvuagent“ í Morgunblaðinu, markar að vissu leyti upphaf fundahald- anna. Almennur fundur háskólastúdenta 14. desember lýsti yfir fullum stuðningi við málflutning Sigurbjarnar, en frávísunartillaga Vökumanna var felld. Stúdentafélag Reykjavíkur hélt fund í Lista- mannaskálanum 2. janúar 1949 þar sem samþykkt var tillaga Pálma Hannessonar, Gylfa Þ. Gíslasonar og Kristjáns Eldjárns, síðar forseta íslands, þar sem fram kom að ísland gæti ekki tekið þátt í neinu hernaðarstarfi sem hefði í för með sér að hér yrði erlendur her á friðartímum. Um miðjan janúar hélt Þjóðvarnarfélagið tvo fundi í Reykjavfk sem voru fjölsóttir, en einnig voru haldnir fundir á Akranesi og í Hafnarfirði. I grein í Þjóðvörn 27. janúar 1949 bendir Ólafur Halldórsson, þá stud. mag., á nauðsyn þess að stjórn- málamenn kynni sér skoðanir almennings á utanríkismálum, sem alla jafna væru ekki á döfinni fyrir kosningar. „Við erum hrædd um, að fulltrúar þeir, er við höfum kosið í lýðræðislegum kosningum að fara með okkar mál, muni beita ólýðræðislegum aðferðum til þess að bjarga lýðræðinu í heiminum.“35 Meirihluti Sjálf- stæðis- og Alþýðuflokks í út- varpsráði kom í veg fyrir að sagt yrði frá þessum fundum í útvarpsfréttum enda væru hér á ferðinni „áróðurssamþykktir í utanríkismálum“. Var þó bent á tvískinnung þess að aumkva þjóðir sem byggju austan við járntjald og væri meinað frétta úr vestri, en setja jafnframt bann á fréttaflutning af innlendum atburðum. ,,[V]íst var það eitthvað annað en slíkt skoðanajárntjald, sem íslenzka þjóðin vænti sér á fyrstu árum lýðveldis, frelsis og sjálfstæð- is,“ sagði Framsóknarkonan Aðalbjörg Sigurðardóttir í Þjóðvörn um þennan úr- skurð.36 Málflutningur Þjóð- varnarmanna mun hafa haft nokkur áhrif, því að Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðuflokk- ur tóku nú að boða að ekki stæði til að hafa erlendar herstöðvar hér á friðar- tímanum, en því trúðu menn mátulega.37 Enda reyndist lítið á bak við þau orð. Ekki dugðu þó nein ✓ mótmæli og aðild Islands að Atlantshafsbandalaginu var samþykkt á alþingi 30. mars 1949, með 37 atkvæðum gegn 13. Af því spruttu óeirðir og beitti lögreglan táragasi, eins og kunnugt er. í ræðu við undirskrift Atlantshafssáttmál- ans gerði Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, grein fyrir KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR 1954 GATOÍYRKJUSTÖÐINGIBJARGAR SIGMUNDSDÓTTUR Gardplöntur • Pottablóm • Grcenmeti Heildsala - Smósala Heiðmörk 38, Hveragerdi Sími: 483-4800 Heimasími: 483-4259 Fax: 483-4005 33

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.